Nígeríumenn misstu af hundruðum þúsunda með tapinu gegn Króatíu Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. júní 2018 12:00 Niðurlútir Nígeríumenn eftir leikinn við Króatíu Vísir/getty Nígeríumenn, sem eru næstu andstæðingar Íslands á HM, töpuðu ekki aðeins stigum með því að tapa opnunarleik þeirra við Króata heldur einnig stórum fjárhæðum. Liðið missti af yfir 300 þúsund bandarískum dollurum í bónusgreiðslum með tapinu en leikurinn fór 2-0 fyrir Króata. Talsmaður nígeríska knattspyrnusambandsins staðfesti það við fréttastofuna CNN að sambandið hefði samþykkt 10 þúsund dollara bónusgreiðslur handa hverjum leikmanni fyrir að vinna leikinn. Sögusagnir voru á kreiki í Nígeríu um að ráðherra íþróttamála hefði hækkað bónusgreiðslurnar um fimm þúsund dollara á hvern leikmann fyrir leikinn gegn Íslandi en sá orðrómur er ekki á rökum reistur og voru bónusgreiðslurnar aðeins fyrir fyrsta leikinn. Þá ætlaði styrktaraðilinn Aiteo að greiða liðinu 50 þúsund dollara fyrir sigur gegn Króatíu. Forseti nígeríska þingsins lofaði liðinu 50 þúsund dollara fyrir hvern sigurleik svo þar á liðið enn möguleika á smá pening með sigri gegn Íslandi eða Argentínu, en þó ljóst að tapið í fyrsta leiknum var mjög dýrkeypt. Bónusgreiðslur eru ekki eitthvað sem er nýtt af nálinni í nígeríska liðinu og hafa valdið miklum usla. Í kringum HM 2014 og Álfukeppnina 2013 fóru leikmenn Nígeríu í verkfall því þeir fengu ekki borgaðar út bónusgreiðslur sem þeim hafði verið lofað. Nígeríska ríkisstjórnin þurfti að senda mann með tösku fulla af peningum til Brasilíu árið 2014, kvöldið fyrir leik Nígeríu og Frakklands, svo leikmenn myndu aflýsa verkfalli sínu og spila leikinn. Stjórnvöld í Nígeríu segjast hafa lært sína lexíu og öll peningamál hafi verið á hreinu fyrir mótið í Rússlandi. Ísland og Nígería eigast við í öðrum leik riðlakeppninnar á morgun, föstudag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Nígeríumenn, sem eru næstu andstæðingar Íslands á HM, töpuðu ekki aðeins stigum með því að tapa opnunarleik þeirra við Króata heldur einnig stórum fjárhæðum. Liðið missti af yfir 300 þúsund bandarískum dollurum í bónusgreiðslum með tapinu en leikurinn fór 2-0 fyrir Króata. Talsmaður nígeríska knattspyrnusambandsins staðfesti það við fréttastofuna CNN að sambandið hefði samþykkt 10 þúsund dollara bónusgreiðslur handa hverjum leikmanni fyrir að vinna leikinn. Sögusagnir voru á kreiki í Nígeríu um að ráðherra íþróttamála hefði hækkað bónusgreiðslurnar um fimm þúsund dollara á hvern leikmann fyrir leikinn gegn Íslandi en sá orðrómur er ekki á rökum reistur og voru bónusgreiðslurnar aðeins fyrir fyrsta leikinn. Þá ætlaði styrktaraðilinn Aiteo að greiða liðinu 50 þúsund dollara fyrir sigur gegn Króatíu. Forseti nígeríska þingsins lofaði liðinu 50 þúsund dollara fyrir hvern sigurleik svo þar á liðið enn möguleika á smá pening með sigri gegn Íslandi eða Argentínu, en þó ljóst að tapið í fyrsta leiknum var mjög dýrkeypt. Bónusgreiðslur eru ekki eitthvað sem er nýtt af nálinni í nígeríska liðinu og hafa valdið miklum usla. Í kringum HM 2014 og Álfukeppnina 2013 fóru leikmenn Nígeríu í verkfall því þeir fengu ekki borgaðar út bónusgreiðslur sem þeim hafði verið lofað. Nígeríska ríkisstjórnin þurfti að senda mann með tösku fulla af peningum til Brasilíu árið 2014, kvöldið fyrir leik Nígeríu og Frakklands, svo leikmenn myndu aflýsa verkfalli sínu og spila leikinn. Stjórnvöld í Nígeríu segjast hafa lært sína lexíu og öll peningamál hafi verið á hreinu fyrir mótið í Rússlandi. Ísland og Nígería eigast við í öðrum leik riðlakeppninnar á morgun, föstudag, klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira