Dagur Hoe dæmdur í 17 ára fangelsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júní 2018 09:39 Dagur Hoe Sigurjónsson við aðalmeðferð málsins. Fréttablaðið Dagur Hoe Sigurjónsson, sem var ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana með hnífsstungu á Austurvelli í desember í fyrra, hefur verið fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun. Dagur var dæmdur í 17 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mbl greinir frá.Sjá einnig: Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli Dagur neitaði sök þegar málið var þingfest fyrir héraðsdómi í mars. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið samlanda Sula, Elio Hasani, þrisvar sinnum sömu nótt, aðfararnótt sunnudagsins 3. desember. Dagur neitaði einnig sök í þeim ákærulið. Þá bar hann fyrir sig minnisleysi við aðalmeðferð málsins nú í júní. Þar sagði hann m.a. að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og veitt sér höfuðhögg. Eftir höfuðhöggið sagðist Dagur ekki muna neitt um hvað hefði gerst á Austurvelli umrædda nótt. Saksóknari fór fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi.Sjá einnig: „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Foreldrar Sula kröfðu Dag um rúmlega 20 milljónir króna í miskabætur vegna sonarmissins. Við dómsuppkvaðningu í héraðsdómi í dag var Degi gert að greiða móður Sula rúmar fjórar milljónir króna í miskabætur og föður hans rúmlega þrjár milljónir. Þá ber Degi að greiða Hasani, sem krafðist 3,2 milljóna í miskabætur, 1,5 milljónir, að því er segir í frétt Mbl.Fréttin hefur verið uppfærð. Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann. 12. júní 2018 06:00 Fer fram á 18 ára dóm fyrir morð og tilraun til manndráps Saksóknari fór í dag fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og tilraun til manndráps. 12. júní 2018 18:00 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Dagur Hoe Sigurjónsson, sem var ákærður fyrir að hafa orðið Albananum Klevis Sula að bana með hnífsstungu á Austurvelli í desember í fyrra, hefur verið fundinn sekur um manndráp og manndrápstilraun. Dagur var dæmdur í 17 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mbl greinir frá.Sjá einnig: Ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á Austurvelli Dagur neitaði sök þegar málið var þingfest fyrir héraðsdómi í mars. Þá var hann einnig ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið samlanda Sula, Elio Hasani, þrisvar sinnum sömu nótt, aðfararnótt sunnudagsins 3. desember. Dagur neitaði einnig sök í þeim ákærulið. Þá bar hann fyrir sig minnisleysi við aðalmeðferð málsins nú í júní. Þar sagði hann m.a. að mennirnir tveir hefðu átt frumkvæði að átökum þeirra á milli, verið ógnandi í sinn garð og veitt sér höfuðhögg. Eftir höfuðhöggið sagðist Dagur ekki muna neitt um hvað hefði gerst á Austurvelli umrædda nótt. Saksóknari fór fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi.Sjá einnig: „Klevis vildi hjálpa honum því hann grét en maðurinn réðst bara á hann“ Foreldrar Sula kröfðu Dag um rúmlega 20 milljónir króna í miskabætur vegna sonarmissins. Við dómsuppkvaðningu í héraðsdómi í dag var Degi gert að greiða móður Sula rúmar fjórar milljónir króna í miskabætur og föður hans rúmlega þrjár milljónir. Þá ber Degi að greiða Hasani, sem krafðist 3,2 milljóna í miskabætur, 1,5 milljónir, að því er segir í frétt Mbl.Fréttin hefur verið uppfærð.
Stunguárás á Austurvelli Tengdar fréttir Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25 Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann. 12. júní 2018 06:00 Fer fram á 18 ára dóm fyrir morð og tilraun til manndráps Saksóknari fór í dag fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og tilraun til manndráps. 12. júní 2018 18:00 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Kveiktu á kertum í minningu Klevis Sula Fólk kom saman við Reykjavíkurtjörn í dag og kveikti á kertum í minningu Klevis Sula sem lést eftir hnífstunguárás á Austurvelli. 17. desember 2017 20:25
Grunaður morðingi ber við minnisleysi Aðalmeðferð hófst í gær í máli Dags Hoe Sigurjónssonar sem ákærður er fyrir að hafa orðið albönskum manni að bana á Austurvelli í desember. Einnig grunaður um tilraun til þess að drepa annan mann. 12. júní 2018 06:00
Fer fram á 18 ára dóm fyrir morð og tilraun til manndráps Saksóknari fór í dag fram á minnst átján ára fangelsisdóm yfir Degi Hoe Sigurjónssyni fyrir morð og tilraun til manndráps. 12. júní 2018 18:00