Búnir að grandskoða Nígeríumennina Kolbeinn Tumi Daðason í Volgograd skrifar 21. júní 2018 08:15 Helgi Kolviðsson kom inn í landsliðsteymið í kringum EM 2016 þegar hann mætti færandi hendi með ísbað frá Austurríki til Frakklands. Vísir/Vilhelm „Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði hefur sagt að enn einu sinni sé stærsti leikur Íslandssögunnar undir. En hann er enn mikilvægari fyrir Nígeríu. Tap í þessum leik og möguleikar Nígeríu á að komast upp úr riðlinum eru litlir sem engir. Helgi bendir á að Nígeríumenn hafi fimm sinnum komist í úrslitakeppni HM síðan í frumrauninni í Bandaríkjunum 1994 þegar liðið var eitt af spútnikliðum keppninnar. Þrisvar hefur liðið komist upp úr riðli sínum. „Þeir eru með mjög gott lið og með góða einstaklinga í öllum stöðum. Þeir eru líkamlega sterkir og fljótir.“Hinn 64 ára gamli þýski þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr. Hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár.Vísir/GettyOrð að sönnu. Nígeríumenn hafa ekki verið á uppleið undanfarin misseri eftir erfiðleika í kringum síðasta HM þar sem leikmenn voru ósáttir við launagreiðslur sínar og fóru um tíma í verkfall. Þessi 195 milljóna þjóð bíður eftir að landslið siitt taki stórt skref á HM og verði fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna til verðlauna. „Við erum hér í fyrsta skipti en þeir hafa meiri reynslu. En við erum búnir að grandskoða þá og verðum tilbúnir.“Pascal Atuma, stuðningsmaður Nígeríu, segist 100 prósent viss um íslenskan sigur. Aðspurður hvort hann hafi alltaf rétt fyrir sér segir hann, allavega núna.Vísir/VilhelmHannes Þór Halldórsson átti stórleik gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands, steig ekki feilspor og varði auðvitað vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Þetta verður líklega opnari leikur en gegn Argentínu,“ segir Hannes. Öðruvísi á allan hátt en þeir verði tilbúnir. „Þeir spila öðruvísi en Argentína, með öðruvísi leikmenn. Ekki litlir teknískir leikmenn heludr stærri og sterkari leikmenn. En við erum vel stemmdir,“ segir Alfreð sem mun þurfa að eiga við nautsterka varnarmenn Nígeríu. Áður en flautað verður til leiks hjá Íslandi og Nígeríu á föstudag munu úrslitin liggja fyrir í viðureign Argentínu og Króatíu. Króatar svo gott sem tryggja sig áfram með sigri og mikil pressa er á Argentínu eftir jafnteflið gegn Íslandi. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
„Þetta verður mjög erfiður leikur fyrir okkur,“ segir aðstoðarþjálfarinn Helgi Kolviðsson um leikinn framundan gegn Nígeríu. Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði hefur sagt að enn einu sinni sé stærsti leikur Íslandssögunnar undir. En hann er enn mikilvægari fyrir Nígeríu. Tap í þessum leik og möguleikar Nígeríu á að komast upp úr riðlinum eru litlir sem engir. Helgi bendir á að Nígeríumenn hafi fimm sinnum komist í úrslitakeppni HM síðan í frumrauninni í Bandaríkjunum 1994 þegar liðið var eitt af spútnikliðum keppninnar. Þrisvar hefur liðið komist upp úr riðli sínum. „Þeir eru með mjög gott lið og með góða einstaklinga í öllum stöðum. Þeir eru líkamlega sterkir og fljótir.“Hinn 64 ára gamli þýski þjálfari Nígeríu, Gernot Rohr. Hann hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár.Vísir/GettyOrð að sönnu. Nígeríumenn hafa ekki verið á uppleið undanfarin misseri eftir erfiðleika í kringum síðasta HM þar sem leikmenn voru ósáttir við launagreiðslur sínar og fóru um tíma í verkfall. Þessi 195 milljóna þjóð bíður eftir að landslið siitt taki stórt skref á HM og verði fyrsta Afríkuþjóðin til að vinna til verðlauna. „Við erum hér í fyrsta skipti en þeir hafa meiri reynslu. En við erum búnir að grandskoða þá og verðum tilbúnir.“Pascal Atuma, stuðningsmaður Nígeríu, segist 100 prósent viss um íslenskan sigur. Aðspurður hvort hann hafi alltaf rétt fyrir sér segir hann, allavega núna.Vísir/VilhelmHannes Þór Halldórsson átti stórleik gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands, steig ekki feilspor og varði auðvitað vítaspyrnu frá Lionel Messi. „Þetta verður líklega opnari leikur en gegn Argentínu,“ segir Hannes. Öðruvísi á allan hátt en þeir verði tilbúnir. „Þeir spila öðruvísi en Argentína, með öðruvísi leikmenn. Ekki litlir teknískir leikmenn heludr stærri og sterkari leikmenn. En við erum vel stemmdir,“ segir Alfreð sem mun þurfa að eiga við nautsterka varnarmenn Nígeríu. Áður en flautað verður til leiks hjá Íslandi og Nígeríu á föstudag munu úrslitin liggja fyrir í viðureign Argentínu og Króatíu. Króatar svo gott sem tryggja sig áfram með sigri og mikil pressa er á Argentínu eftir jafnteflið gegn Íslandi. Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira