Byltingarkennd nýsköpun í iðkun íþrótta á landinu Benedikt Bóas skrifar 21. júní 2018 06:00 Bjarni Ólafur Eiríksson, leikmaður Vals, hugsar gríðarlega vel um líkamann á sé Vísri/arnþór „Það er alltaf þörf fyrir nýsköpun á sviði íþrótta,“ segir prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg en Ísland er meðal fimm landa sem hafa sameinast um að vinna að bættri aðstöðu og iðkun margs konar íþrótta meðal ungmenna í þessum löndum. Samstarf þetta er stutt af Framkvæmdastjórn ESB undir Erasmus+ Sport áætluninni. Lögð er sérstök áhersla á að íþróttir leiði til heilsueflingar og er lagt mikið upp úr íþróttaiðkun háskólastúdenta. Ísland hefur fengið um 10 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við þátttöku í verkefninu en í heild kostar verkefnið um hálfan milljarð króna. Aðrir þátttakendur í verkefninu er Íþróttaháskólinn í Sofia, Íþróttaháskólinn í Vínarborg, Háskólinn í VesturUngverjalandi, Samtök ungmenna í vísindum og viðskiptum í Tallinn og Goce Delcev háskólinn í Stip. Íslenskir þátttakendur eru Krefjandi; félag um rannsókna- og nýsköpunarstarfsemi ásamt íþróttavísindasviði Háskólans í Reykjavík. Markmið samstarfsins er að bæta núverandi kerfi íþróttaþjálfunar í háskólum í þátttökulöndunum. Þess vegna hefur verið lögð áhersla á að bæta tæknilegan þátt þjálfunar. Því hefur verið hannað smáforrit, sem iðkendur geta notað í síma við íþróttaþjálfun. Þetta smáforrit er þungamiðjan í samstarfinu. Að baki þessari hönnun er prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg. Leitað hefur verið til íslenskra háskólanema til að prófa forritið og þjálfunaráætlunina nú í haust. Þeir verða beðnir um að stunda ákveðna þjálfun sem byggir á smáforritum í snjallsímum og bera á sér lítil tæki sem nema hreyfingu og líkamsástand. Þá fá háskólanemar í samstarfslöndunum fimm tækifæri til að þróa nýjar aðferðir við þjálfun. Gert er ráð fyrir að forritið verði aðgengilegt eftir áramót en prófanir, sem lofa góðu, munu standa út árið. Nemum frá íþróttasviði Háskólans í Reykjavík er boðið að taka þátt í þróun smáforritsins og munu þeir æfa eftir því Birtist í Fréttablaðinu Íþróttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það er alltaf þörf fyrir nýsköpun á sviði íþrótta,“ segir prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg en Ísland er meðal fimm landa sem hafa sameinast um að vinna að bættri aðstöðu og iðkun margs konar íþrótta meðal ungmenna í þessum löndum. Samstarf þetta er stutt af Framkvæmdastjórn ESB undir Erasmus+ Sport áætluninni. Lögð er sérstök áhersla á að íþróttir leiði til heilsueflingar og er lagt mikið upp úr íþróttaiðkun háskólastúdenta. Ísland hefur fengið um 10 milljónir króna til að standa straum af kostnaði við þátttöku í verkefninu en í heild kostar verkefnið um hálfan milljarð króna. Aðrir þátttakendur í verkefninu er Íþróttaháskólinn í Sofia, Íþróttaháskólinn í Vínarborg, Háskólinn í VesturUngverjalandi, Samtök ungmenna í vísindum og viðskiptum í Tallinn og Goce Delcev háskólinn í Stip. Íslenskir þátttakendur eru Krefjandi; félag um rannsókna- og nýsköpunarstarfsemi ásamt íþróttavísindasviði Háskólans í Reykjavík. Markmið samstarfsins er að bæta núverandi kerfi íþróttaþjálfunar í háskólum í þátttökulöndunum. Þess vegna hefur verið lögð áhersla á að bæta tæknilegan þátt þjálfunar. Því hefur verið hannað smáforrit, sem iðkendur geta notað í síma við íþróttaþjálfun. Þetta smáforrit er þungamiðjan í samstarfinu. Að baki þessari hönnun er prófessor Arnold Baca frá Íþróttaháskólanum í Vínarborg. Leitað hefur verið til íslenskra háskólanema til að prófa forritið og þjálfunaráætlunina nú í haust. Þeir verða beðnir um að stunda ákveðna þjálfun sem byggir á smáforritum í snjallsímum og bera á sér lítil tæki sem nema hreyfingu og líkamsástand. Þá fá háskólanemar í samstarfslöndunum fimm tækifæri til að þróa nýjar aðferðir við þjálfun. Gert er ráð fyrir að forritið verði aðgengilegt eftir áramót en prófanir, sem lofa góðu, munu standa út árið. Nemum frá íþróttasviði Háskólans í Reykjavík er boðið að taka þátt í þróun smáforritsins og munu þeir æfa eftir því
Birtist í Fréttablaðinu Íþróttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira