16 laxar á land fyrsta daginn í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2018 09:00 Sigurjón með lax af Breiðunni í Langá í gær. Mynd: Jógvan Hansen Langá á Mýrum opnaði fyrir veiði í gær en áin opnaði að þessu sinni tveim dögum fyrr en venjulega. Það er óhætt að segja að áin hafi komið á óvart en mikið líf var á neðri svæðum hennar og greinilega nokkuð af laxi að ganga. Fyrsti laxinn kom á land á Breiðunni neðan við Skugga sem er einn skemmtilegasti veiðistaðurinn í ánni á þessum tíma þegar lax er að ganga. Það var mikið af tveggja ára laxi í afla dagsins en stærstu laxarnir voru 85 sm og 80 sm sem veiddust í Bárðarbungu. Lax veiddist á Hrafnseyri sem er nokkuð ofarlega í ánni og laxar sáust víðar. Heildartala dagsins var 16 laxar og miðað við gang mála verða næstu holl í góðum málum. Gott vatn er í ánni miðað við síðustu tvö ár en vatnið í ánni núna er svipað og það var við opnun 2015 sem var eitt besta árið í Langá þegar 2.616 laxar veiddust í ánni. Sumarið í fyrra var líka gott þrátt fyrir erfið skilyrði lengst af í ágúst vegna brakandi sólskins en þá veiddist 1.701 lax í ánni. Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði
Langá á Mýrum opnaði fyrir veiði í gær en áin opnaði að þessu sinni tveim dögum fyrr en venjulega. Það er óhætt að segja að áin hafi komið á óvart en mikið líf var á neðri svæðum hennar og greinilega nokkuð af laxi að ganga. Fyrsti laxinn kom á land á Breiðunni neðan við Skugga sem er einn skemmtilegasti veiðistaðurinn í ánni á þessum tíma þegar lax er að ganga. Það var mikið af tveggja ára laxi í afla dagsins en stærstu laxarnir voru 85 sm og 80 sm sem veiddust í Bárðarbungu. Lax veiddist á Hrafnseyri sem er nokkuð ofarlega í ánni og laxar sáust víðar. Heildartala dagsins var 16 laxar og miðað við gang mála verða næstu holl í góðum málum. Gott vatn er í ánni miðað við síðustu tvö ár en vatnið í ánni núna er svipað og það var við opnun 2015 sem var eitt besta árið í Langá þegar 2.616 laxar veiddust í ánni. Sumarið í fyrra var líka gott þrátt fyrir erfið skilyrði lengst af í ágúst vegna brakandi sólskins en þá veiddist 1.701 lax í ánni.
Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði