Eiður Smári spáir í 16-liða úrslitin Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. júní 2018 13:30 Eiður Smári Guðjohnsen á EM 2016. Vísir/Getty Útsláttarkeppni HM í Rússlandi hefst í dag með tveimur leikjum í 16-liða úrslitunum. Eiður Smári Guðjohnsen spáir mikilli markaveislu í leikjunum átta sem fram undan eru. Eiður Smári skrifaði blogg fyrir veðmálasíðuna 188bet þar sem hann fer yfir hvað hann heldur að gerist í 16-liða úrslitunum.Frakkland - Argentína 1-2: „X-faktorinn hefur ekki verið til staðar í franska liðinu til þessa í mótinu. Hæfileikarnir eru til staðar, þeir hafa bara ekki sést á vellinum. Hvað Argentínu varðar þá var þetta risa stór sigur hjá þeim á þriðjudag og þó ég hafi áhyggjur af þeim varnarlega þá er skriðþunginn með þeim.“Úrúgvæ - Portúgal 1-0: „Úrúgvæ lítur vel út. Þeir eru líkamlega sterkt lið og hættulegir andstæðingnum. Þrír sigrar og ekki fengið mark á sig, ég held þeir klári þennan leik. Fyrir utan Cristiano Ronaldo er Portúgal með venjulegt lið og hann getur ekki klárað þennan leik einn.“Spánn - Rússland 2-0: „Þeir hafa ekki verið upp á sitt besta en það er samt margt sem maður getur dáðst að í spænska liðinu. Þeir eru ekki eins líkamlega sterkir og önnur lið en þeir eru frábærlega breytilegt og hratt lið. Rússar hafa komið á óvart en ég held að tap þeirra gegn Úrúgvæ hafi sprengt blöðruna.“Króatía - Danmörk 3-1: „Króatar hafa heillað mig meira en nokkuð annað lið í mótinu. Ég hef fylgst vel með þeim þar sem þeir voru í riðli Íslands og það er margt sem heillar. Með Luka Modric og Ivan Rakitic við stjórnvöllinn á miðjunni eru þeir með mjög mikið jafnvægi og ættu að vera of sterkir fyrir þetta danska lið.“Brasilía - Mexíkó 2-2: „Mexíkó voru frábærir gegn Þýskalandi í fyrsta leiknum og ef þeir mæta aftur eins í þennan leik þá gæti þetta orðið frábær leikur. Þrátt fyrir að Brasilía hafi ekki heillað ennþá, þá veistu að þeir geta skipt um gír þegar hlutirnir fara að skipta meira máli.“Belgía - Japan 2-0: „Belgar eru með of mikil gæði fyrir þetta duglega japanska lið og ég sé fram á nokkuð auðveldan sigur. Það er frábært að horfa á þá og 8-liða úrslitin bíða.“Svíþjóð - Sviss 0-0: „Vörnin er lykillinn hér og ég býst við mjög taktískum leik. Ég dáðist að því hvernig Sviss kom til baka gegn Serbum og sú þrautsegja gæti verið nóg til þess að koma þeim áfram.“Kólumbía - England 1-1: „England hefur heillað mig. Þeir virka ferskir, fullir af orku og virðast hafa gaman af þessu. Gareth Southgate stýrir liðinu mjög vel og þetta boðar gott. Kólumbía er með góða leikmenn innanborðs og það gladdi mig að sjá þá fara áfram. Ef þeir hefðu ekki fengið þetta rauða spjald snemma leiks gegn Japan þá hefðu þeir líklega farið áfram með þrjá sigra. Þessi leikur gæti farið alla leið og kannski munu Englendingar loksins vinna vítaspyrnukeppni.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Útsláttarkeppni HM í Rússlandi hefst í dag með tveimur leikjum í 16-liða úrslitunum. Eiður Smári Guðjohnsen spáir mikilli markaveislu í leikjunum átta sem fram undan eru. Eiður Smári skrifaði blogg fyrir veðmálasíðuna 188bet þar sem hann fer yfir hvað hann heldur að gerist í 16-liða úrslitunum.Frakkland - Argentína 1-2: „X-faktorinn hefur ekki verið til staðar í franska liðinu til þessa í mótinu. Hæfileikarnir eru til staðar, þeir hafa bara ekki sést á vellinum. Hvað Argentínu varðar þá var þetta risa stór sigur hjá þeim á þriðjudag og þó ég hafi áhyggjur af þeim varnarlega þá er skriðþunginn með þeim.“Úrúgvæ - Portúgal 1-0: „Úrúgvæ lítur vel út. Þeir eru líkamlega sterkt lið og hættulegir andstæðingnum. Þrír sigrar og ekki fengið mark á sig, ég held þeir klári þennan leik. Fyrir utan Cristiano Ronaldo er Portúgal með venjulegt lið og hann getur ekki klárað þennan leik einn.“Spánn - Rússland 2-0: „Þeir hafa ekki verið upp á sitt besta en það er samt margt sem maður getur dáðst að í spænska liðinu. Þeir eru ekki eins líkamlega sterkir og önnur lið en þeir eru frábærlega breytilegt og hratt lið. Rússar hafa komið á óvart en ég held að tap þeirra gegn Úrúgvæ hafi sprengt blöðruna.“Króatía - Danmörk 3-1: „Króatar hafa heillað mig meira en nokkuð annað lið í mótinu. Ég hef fylgst vel með þeim þar sem þeir voru í riðli Íslands og það er margt sem heillar. Með Luka Modric og Ivan Rakitic við stjórnvöllinn á miðjunni eru þeir með mjög mikið jafnvægi og ættu að vera of sterkir fyrir þetta danska lið.“Brasilía - Mexíkó 2-2: „Mexíkó voru frábærir gegn Þýskalandi í fyrsta leiknum og ef þeir mæta aftur eins í þennan leik þá gæti þetta orðið frábær leikur. Þrátt fyrir að Brasilía hafi ekki heillað ennþá, þá veistu að þeir geta skipt um gír þegar hlutirnir fara að skipta meira máli.“Belgía - Japan 2-0: „Belgar eru með of mikil gæði fyrir þetta duglega japanska lið og ég sé fram á nokkuð auðveldan sigur. Það er frábært að horfa á þá og 8-liða úrslitin bíða.“Svíþjóð - Sviss 0-0: „Vörnin er lykillinn hér og ég býst við mjög taktískum leik. Ég dáðist að því hvernig Sviss kom til baka gegn Serbum og sú þrautsegja gæti verið nóg til þess að koma þeim áfram.“Kólumbía - England 1-1: „England hefur heillað mig. Þeir virka ferskir, fullir af orku og virðast hafa gaman af þessu. Gareth Southgate stýrir liðinu mjög vel og þetta boðar gott. Kólumbía er með góða leikmenn innanborðs og það gladdi mig að sjá þá fara áfram. Ef þeir hefðu ekki fengið þetta rauða spjald snemma leiks gegn Japan þá hefðu þeir líklega farið áfram með þrjá sigra. Þessi leikur gæti farið alla leið og kannski munu Englendingar loksins vinna vítaspyrnukeppni.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira