Sergei Ignashevich hefur tilkynnt að hann sé hættur að leika með rússneska landsliðinu eftir að liðið féll úr leik á HM sem fram fer í heimalandi hans þessa dagana.
Ignashevich lék alla leiki Rússlands á HM en liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Króatíu í vítaspyrnukeppni.
Hinn 38 ára gamli Ignashevich er leikjahæsti landsliðsmaður Rússlands frá upphafi en hann hefur leikið 127 landsleiki fyrir þjóð sína. Oleg Blokhin átti leikjametið áður en Ignashevich eignaði sér það en Blokhin lék 112 landsleiki fyrir Sovétríkin.
Igor Akinfeev, landsliðsmarkvörður Rússa, á góðan möguleika á að eigna sér met Ignashevich þar sem þessi 32 ára gamli markvörður hefur leikið 111 landsleiki.
Leikjahæsti Rússinn hættur með landsliðinu
Arnar Geir Halldórsson skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti
