Southgate: Höfum oft vanmetið Svíþjóð en í dag voru gæðin okkar meiri Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júlí 2018 16:34 Það er ástríða í Southgate. vísir/getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var eðlilega himinlifandi með sigur enska landsliðsins gegn Svíum í átta liða úrslitunum á HM. Þeir ensku komnir í undanúrslit. „Við vissum að þetta myndi verða erfiður leikur eftir leikinn gegn Kólumbíu eftir allan þann tilfinningarússíbana og orkuna sem fór í leikinn,” sagði Southgate í leikslok. „Að ná að lyfta okkur aftur upp var öðruvísi verkefni og Svíarnir leyfðu okkur ekkert að spila. Sveigjanleikinn og samstaðan í dag var mjög mikilvæg.” „Við vissum að við myndum hafa boltann mikið en spurningin var hvort við myndum ná að brjóta þá niður. Við vorum með nokkrar leikstöður þar sem við gætum gert það og fengum mörk úr þeim báðum.” Fyrra mark Englands kom úr föstu leikatriði sem Harry Maguire skoraði úr og síðara markið kom eftir skalla Delle Alli eftir fyrirgjöf Jesse Lingaard. „Við skoruðum úr föstu leikatriði því við komumst í góðar stöður á vellinum. Svíþjóð er vel skipulagt lið, þeir gera hlutina erfiða og undanfarin ár höfum við vanmetið þá.” „Í dag var baráttan hjá okkur jöfn þeirra en við höfðum aðeins meiri gæði,” sagði Southgate að lokum sem er að gera frábæra hluti með Englandi. Næst hrósaði Southgate enska hópnum og segir að þetta sé verk þeirra allra, ekki bara þeirra sem hafa spilað leikina. „Þú getur ekki bara gert þetta með ellefu leikmenn. Sumir leikmennirnir hafa ekki spilað mikið en hugur þeirra á æfingum er stór ástæðan fyrir því að við erum í undanúrslitunum. Leikmenn eins og Jones, Cahill og Welbeck.” „Að spila í Moskvu verður ótrúleg upplifun en við vitum ekki hverja við spilum við. Við munum njóta kvöldsins. Það er ekki oft sem þetta gerist en við munum njóta þess.” HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, var eðlilega himinlifandi með sigur enska landsliðsins gegn Svíum í átta liða úrslitunum á HM. Þeir ensku komnir í undanúrslit. „Við vissum að þetta myndi verða erfiður leikur eftir leikinn gegn Kólumbíu eftir allan þann tilfinningarússíbana og orkuna sem fór í leikinn,” sagði Southgate í leikslok. „Að ná að lyfta okkur aftur upp var öðruvísi verkefni og Svíarnir leyfðu okkur ekkert að spila. Sveigjanleikinn og samstaðan í dag var mjög mikilvæg.” „Við vissum að við myndum hafa boltann mikið en spurningin var hvort við myndum ná að brjóta þá niður. Við vorum með nokkrar leikstöður þar sem við gætum gert það og fengum mörk úr þeim báðum.” Fyrra mark Englands kom úr föstu leikatriði sem Harry Maguire skoraði úr og síðara markið kom eftir skalla Delle Alli eftir fyrirgjöf Jesse Lingaard. „Við skoruðum úr föstu leikatriði því við komumst í góðar stöður á vellinum. Svíþjóð er vel skipulagt lið, þeir gera hlutina erfiða og undanfarin ár höfum við vanmetið þá.” „Í dag var baráttan hjá okkur jöfn þeirra en við höfðum aðeins meiri gæði,” sagði Southgate að lokum sem er að gera frábæra hluti með Englandi. Næst hrósaði Southgate enska hópnum og segir að þetta sé verk þeirra allra, ekki bara þeirra sem hafa spilað leikina. „Þú getur ekki bara gert þetta með ellefu leikmenn. Sumir leikmennirnir hafa ekki spilað mikið en hugur þeirra á æfingum er stór ástæðan fyrir því að við erum í undanúrslitunum. Leikmenn eins og Jones, Cahill og Welbeck.” „Að spila í Moskvu verður ótrúleg upplifun en við vitum ekki hverja við spilum við. Við munum njóta kvöldsins. Það er ekki oft sem þetta gerist en við munum njóta þess.”
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn