Góðar laxagöngur í Gljúfurá Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2018 12:00 Fínar göngur hafa veið í Gljúfurá síðsustu daga Mynd: SVFR Nú eru vatnið loksis tekið að sjatna í Borgarfjarðaránum og veiðitölurnar farnar að taka góðann kipp. Gljúfurá fór ekki varhluta af því mikla vatni sem hefur hækkað yfirborð hennar mikið og gert hana mjög erfiða á köflum. Samhliða þessu var vatnið í henni mjög kalt sem gerir veiðina ennþá erfiðari. Það er þó loksins búið að sjatna í henni og veiðin fer í kjölfarið að taka kipp. Í ánna hafa gengið um 275 fiskar sem er nokkuð mikið fyrir ánna miðað við árstíma. Fiskur er enn að ganga á fullu og það verður spennandi að fylgjast með hvort áframhald verði á þessum sterku göngum. Veiðin hefur að sama skapi gengið vel en í ánni er veitt á 3 stangir. Hollin hafa verið að fá allt upp í 10 laxa og mest á neðra svæðinu fyrir neðan veiðihúsið. Stærsti fiskurinn sem við höfum heyrt af þar var 81 cm. Þegar samanburður er gerður nokkur ár aftur í tímann á stærð göngunnar miðað við árstíma gætu veiðimenn í Gljúfurá átt mjög gott sumar í vændum svo ekki meira sé sagt. Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði
Nú eru vatnið loksis tekið að sjatna í Borgarfjarðaránum og veiðitölurnar farnar að taka góðann kipp. Gljúfurá fór ekki varhluta af því mikla vatni sem hefur hækkað yfirborð hennar mikið og gert hana mjög erfiða á köflum. Samhliða þessu var vatnið í henni mjög kalt sem gerir veiðina ennþá erfiðari. Það er þó loksins búið að sjatna í henni og veiðin fer í kjölfarið að taka kipp. Í ánna hafa gengið um 275 fiskar sem er nokkuð mikið fyrir ánna miðað við árstíma. Fiskur er enn að ganga á fullu og það verður spennandi að fylgjast með hvort áframhald verði á þessum sterku göngum. Veiðin hefur að sama skapi gengið vel en í ánni er veitt á 3 stangir. Hollin hafa verið að fá allt upp í 10 laxa og mest á neðra svæðinu fyrir neðan veiðihúsið. Stærsti fiskurinn sem við höfum heyrt af þar var 81 cm. Þegar samanburður er gerður nokkur ár aftur í tímann á stærð göngunnar miðað við árstíma gætu veiðimenn í Gljúfurá átt mjög gott sumar í vændum svo ekki meira sé sagt.
Mest lesið Minnkandi vinsældir Alviðru í Soginu Veiði Veiðileyfi í verðlaun í Facebookleik Veiðivísis Veiði 85 sm urriði á land í Ytri Rangá Veiði Framlengt í Miðfirðinum og Norðurá Veiði Áttatíu laxar að landi í Eystri-Rangá Veiði Virkilega góð byrjun í Eystri Rangá Veiði Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Veiði Allir í fiski í Laxá Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá Veiði