Frakkar komust yfir með marki frá Raphael Varane áður en Antoine Griezmann tvöfaldaði forystuna. Griezmann átti fast skot sem Muslera reyndi að slá í burtu en það gekk ekki betur en svo að boltinn endaði í markinu.
Þetta voru ekki einu markmannsmistökin á HM en David de Gea og Willy Caballero voru báðir á meðal þeirra sem gerðu dýr mistök.
„Eigum við ekki að halda áfram að „hanna“ bollta sem gera það auðveldara og auðveldara fyrir markmenn að giska á stefnu þeirra?“ sagði Reina á Twitter.
Reina var í HM hóp Spánverja árin 2006, 2010 þegar þeir urðu heimsmeistarar og 2014. Hann gagnrýndi boltana líka fyrir mótið og sagðist veðja á að það yrðu að minnsta kosti 35 mörk úr langskotum á mótinu þar sem það væri ómögulegt að reikna út stefnu boltans.
Adidas hefur hannað HM-boltana síðan 1970.
Vamos a seguir “inventando” balones si si...q a los porteros nos va a parecer cada vez más fácil “intuir o adivinar” las trayectorias “espectáculo” se busca de otro modo!!
— Pepe Reina (@PReina25) July 6, 2018