Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2018 17:21 Fjöldi manns kom saman við húsnæði ríkissáttasemjara í dag til að sýna ljósmæðrum stuðning. Vísir/Hrund Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk núna upp úr klukkan 17. Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. Ljósmæður lögðu fram skriflegar kröfur á fundinum, kröfur sem þær höfðu ekki greint frá áður, en nú mun samninganefnd ríkisins ætla að móta móttilboð. Næsti samningafundur hefur verið boðaður miðvikudaginn 11. júlí klukkan 14. „Við fögnum því að það er lausnamiðað samtal í gang. Við lögðum fram okkar tilboð á blaði og samninganefndin segist ætla að sníða móttilboð. Auðvitað hefði maður viljað að þetta gæti gengið hraðar fyrir sig en þeir segja að ástandið sé þannig að það er mikið um sumarfrí og þeir þurfa jafnvel að kalla inn fólk úr sumarfríum til að koma að þessari vinnu til að setja saman þetta tilboð og það náist væntanlega ekki fyrr en á miðvikudaginn,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Hún segist leyfa sér að vera bjartsýn og halda í vonina. Vissulega hefði hún viljað að samningar tækjust í dag en það komi þá vonandi í síðasta lagi í næstu viku. Spurð út í þær kröfur sem samninganefnd ljósmæðra lagði fram í dag segir hún að þær hafi falið það í sér að það yrði gefið betur í frá síðasta samningi sem ljósmæður felldu. Í þeim samningi var kveðið á um hækkun upp á 8 prósent til ljósmæðra í dagvinnu og upp á 6,9 prósent til ljósmæðra í vaktavinnu. „Að það kæmi inn raunveruleiðrétting á launasetningunni,“ segir Katrín. En hvað þarf mikla prósentuhækkun til, annars vegar á dagvinnulaunum og hins vegar á vaktavinnulaunum, svo að ljósmæður telji sig vera komnar með þá launaleiðréttingu sem þær krefjast? „Það er í rauninni eitthvað sem er aðeins breytilegt á milli vinnukerfanna. Það er því alltaf svolítið verið að horfa yfir heildina á ákveðna prósentuhækkun sem dreifist svo mismunandi á milli kerfa og stofnana eftir þarfagreiningu en akkúrat á þessu stigi munum við ekki nefna ákveðna tölu,“ segir Katrín.Uppfært klukkan 17:46 með viðbrögðum frá formanni samninganefndar ljósmæðra. Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46 „Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. 5. júlí 2018 12:29 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk núna upp úr klukkan 17. Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. Ljósmæður lögðu fram skriflegar kröfur á fundinum, kröfur sem þær höfðu ekki greint frá áður, en nú mun samninganefnd ríkisins ætla að móta móttilboð. Næsti samningafundur hefur verið boðaður miðvikudaginn 11. júlí klukkan 14. „Við fögnum því að það er lausnamiðað samtal í gang. Við lögðum fram okkar tilboð á blaði og samninganefndin segist ætla að sníða móttilboð. Auðvitað hefði maður viljað að þetta gæti gengið hraðar fyrir sig en þeir segja að ástandið sé þannig að það er mikið um sumarfrí og þeir þurfa jafnvel að kalla inn fólk úr sumarfríum til að koma að þessari vinnu til að setja saman þetta tilboð og það náist væntanlega ekki fyrr en á miðvikudaginn,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Hún segist leyfa sér að vera bjartsýn og halda í vonina. Vissulega hefði hún viljað að samningar tækjust í dag en það komi þá vonandi í síðasta lagi í næstu viku. Spurð út í þær kröfur sem samninganefnd ljósmæðra lagði fram í dag segir hún að þær hafi falið það í sér að það yrði gefið betur í frá síðasta samningi sem ljósmæður felldu. Í þeim samningi var kveðið á um hækkun upp á 8 prósent til ljósmæðra í dagvinnu og upp á 6,9 prósent til ljósmæðra í vaktavinnu. „Að það kæmi inn raunveruleiðrétting á launasetningunni,“ segir Katrín. En hvað þarf mikla prósentuhækkun til, annars vegar á dagvinnulaunum og hins vegar á vaktavinnulaunum, svo að ljósmæður telji sig vera komnar með þá launaleiðréttingu sem þær krefjast? „Það er í rauninni eitthvað sem er aðeins breytilegt á milli vinnukerfanna. Það er því alltaf svolítið verið að horfa yfir heildina á ákveðna prósentuhækkun sem dreifist svo mismunandi á milli kerfa og stofnana eftir þarfagreiningu en akkúrat á þessu stigi munum við ekki nefna ákveðna tölu,“ segir Katrín.Uppfært klukkan 17:46 með viðbrögðum frá formanni samninganefndar ljósmæðra.
Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46 „Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. 5. júlí 2018 12:29 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Fleiri fréttir Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Sjá meira
Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46
„Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. 5. júlí 2018 12:29