John Stones: Kólumbía er óheiðarlegasta liðið sem ég hef spilað á móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 17:00 John Stones fagnar sigri með félögum sínum í enska landsliðinu. Vísir/Getty Enski landsliðsmaðurinn John Stones hrósaði liðsfélögum sínum fyrir að halda haus í leiknum á móti Kólumbíu í sextán liða úrslitunum en Kólumbíumenn reyndu hvað eftir annað að reyna að ná ensku landsliðsmönnunum upp. Enska liðið vann á endanum 4-3 sigur í vítakeppni og mætir því Svíþjóð í átta liða úrslitum á laugardaginn. Það gekk mikið á í leiknum og það leit út eins og Kólumbíumenn létu öllum illum látum inn á vellinum. Wilmar Barrios skallaði Jordan Henderson í kassann og hökuna og kólumbísku leikmenninir hópuðust að dómurum næstum því við hvert flaut.England's John Stones says Colombia are the "dirtiest" team he's ever played against #CapitalReportspic.twitter.com/IySQU5mvgZ — Capital NE News (@CapitalNENews) July 5, 2018 „Þetta var svo skrýtinn leikur. Ég var þarna líklega að mæta óheiðarlegasta fótboltaliði sem ég hef spilað á móti. Þegar við fengum vítið þá umkringdu þeir dómarann og hrintu honum. Það sáu allir þegar Jordan var skallaður. Þeir reyndu að skemma vítapunktinn. Svo voru fullt af atvikum í burtu frá boltanum sem þið hafið líka heyrt af,“ sagði John Stones á blaðamannafundi. „Þetta eru allti hlutir sem þú ert ekki vanur að sjá eða heyra í fótboltaleik. Við sýndum mikinn karakter með því að halda haus og halda ró okkar. Við létum þá ekki soga okkur inn í sinn leik,“ sagði Stones og bætti við: „Þegar þú mætir liði sem vill bara slást og trufla þitt mómentum þá kemur það stundum fyrir þig að þú dregst með inn í þann pakka. Það vildu þeir líka að gerðist í þessum leik,“ sagði Stones. „Við héldum okkar leikplani og héldum áfram að spila okkar fótbolta. Það er góð skilaboð um að okkar lið búi yfir þeim gæðum að geta haldið okkar striki þótt svona hlutir séu í gangi. Þetta voru mjög erfiðar kringumstæður en okkur tókst að komast í gegnum þær og vinna. Við getum verið stoltir af því,“ sagði Stones. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira
Enski landsliðsmaðurinn John Stones hrósaði liðsfélögum sínum fyrir að halda haus í leiknum á móti Kólumbíu í sextán liða úrslitunum en Kólumbíumenn reyndu hvað eftir annað að reyna að ná ensku landsliðsmönnunum upp. Enska liðið vann á endanum 4-3 sigur í vítakeppni og mætir því Svíþjóð í átta liða úrslitum á laugardaginn. Það gekk mikið á í leiknum og það leit út eins og Kólumbíumenn létu öllum illum látum inn á vellinum. Wilmar Barrios skallaði Jordan Henderson í kassann og hökuna og kólumbísku leikmenninir hópuðust að dómurum næstum því við hvert flaut.England's John Stones says Colombia are the "dirtiest" team he's ever played against #CapitalReportspic.twitter.com/IySQU5mvgZ — Capital NE News (@CapitalNENews) July 5, 2018 „Þetta var svo skrýtinn leikur. Ég var þarna líklega að mæta óheiðarlegasta fótboltaliði sem ég hef spilað á móti. Þegar við fengum vítið þá umkringdu þeir dómarann og hrintu honum. Það sáu allir þegar Jordan var skallaður. Þeir reyndu að skemma vítapunktinn. Svo voru fullt af atvikum í burtu frá boltanum sem þið hafið líka heyrt af,“ sagði John Stones á blaðamannafundi. „Þetta eru allti hlutir sem þú ert ekki vanur að sjá eða heyra í fótboltaleik. Við sýndum mikinn karakter með því að halda haus og halda ró okkar. Við létum þá ekki soga okkur inn í sinn leik,“ sagði Stones og bætti við: „Þegar þú mætir liði sem vill bara slást og trufla þitt mómentum þá kemur það stundum fyrir þig að þú dregst með inn í þann pakka. Það vildu þeir líka að gerðist í þessum leik,“ sagði Stones. „Við héldum okkar leikplani og héldum áfram að spila okkar fótbolta. Það er góð skilaboð um að okkar lið búi yfir þeim gæðum að geta haldið okkar striki þótt svona hlutir séu í gangi. Þetta voru mjög erfiðar kringumstæður en okkur tókst að komast í gegnum þær og vinna. Við getum verið stoltir af því,“ sagði Stones.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Sjá meira