Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Hulda Hólmkelsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 5. júlí 2018 09:46 Fjöldi fólks hefur nú safnast saman fyrir utan Borgartún 21 Vísir/Hrund „Við finnum fyrir gífurlegum stuðning eins og hefur verið áður og erum auðvitað bjartsýnar á og leyfum okkur að halda okkur að vera bjartsýnar fyrir fundi,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við fréttastofu. Fundað verður vegna ljósmæðradeilunnar núna klukkan 10. Var einnig boðað til samstöðu- og mótmælafundar, fyrir utan á meðan samningafundinum stendur, og er hann nú að hefjast. Katrín segir að hún hafi heyrt í Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir viku og var að vona að hún myndi heyra í henni aftur en það hefur ekki gerst. Aðspurð hvort rétt sé að samninganefnd ljósmæðra ætli að leggja fram eitthvað plagg á fundinum, svarar Katrín: „Já við ætlum að leggja fram það sem við höfum áður og kröfur okkar hafa legið ljósar en ætlum að leggja það fram í bundnu máli.“ Þetta eru ekki kröfur sem ljósmæður hafa greint frá áður.Katrín Sif SigurgeirsdóttirVÍSIR/EYÞÓRVonaði að Bjarni sýndi auðmýkt „Þetta er svosem alveg í anda samningaviðræðnanna hingað til. Þær hafa verið á þessu plani því miður,“ segir Katrín um ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um framgöngu ljósmæðra og tölur sem fjármálaráðuneytið birti í vikunni. „Maður vonaði að fjármálaráðherra myndi sýna auðmýkt á þessu stigi máls og hefði hitt okkur og átt svona lausnamiðað samtal. En þetta voru svörin og það endurspeglar svolítið hvernig samingaviðræðurnar hafa gengið og það skýrir út hvernig það hefur verið.“ Bjarni hefur látið þau ummæli falla að samninganefnd ljósmæðra hafi sjálf talað gegn samningnum sem felldur var. Katrín segir að það sé ekki rétt. „Viðbrögðin við því eru auðvitað bara maður veit ekki hvað maður á að segja einu sinni því þetta er svo arfavitlaust og gróft að segja svona. Ég er náttúrulega formaður samninganefndar ég kom hvergi nærri kynningu á samningnum og talaði ekki gegn þessum samningi hvergi og tók ekki þátt í vangaveltum á netmiðlum eða annað. Ég veit ekki hvaðan hann hefur svona upplýsingar.“Ljósmæður finna fyrir miklum stuðningi í samfélaginu.Vísir/HrundÖryggi kvenna og barna í hættu Mjög margir hafa boðað komu sína á samstöðufund og mótmæli fyrir utan Borgartún 21, þar sem fundurinn fer fram klukkan 10. Þar á meðal eru margir verðandi foreldrar sem eru mjög áhyggjufullir yfir ástandinu. Á meðal þeirra sem ætla að ávarpa hópinn til þess að koma líðan og stuðningi með ljósmæðrum í orð eru Oddný Arnarsdóttir verkefnastjóri og tveggja barna móðir, Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir og Ævar Þór Benediktsson leikari, rithöfundur og verðandi faðir. Hópurinn sem stendur að baki viðburðinum hittist í gær og útbjó skilti en á þeim stendur meðal annars: „Öryggi kvenna og ófæddra barna er í hættu.“ Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
„Við finnum fyrir gífurlegum stuðning eins og hefur verið áður og erum auðvitað bjartsýnar á og leyfum okkur að halda okkur að vera bjartsýnar fyrir fundi,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við fréttastofu. Fundað verður vegna ljósmæðradeilunnar núna klukkan 10. Var einnig boðað til samstöðu- og mótmælafundar, fyrir utan á meðan samningafundinum stendur, og er hann nú að hefjast. Katrín segir að hún hafi heyrt í Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir viku og var að vona að hún myndi heyra í henni aftur en það hefur ekki gerst. Aðspurð hvort rétt sé að samninganefnd ljósmæðra ætli að leggja fram eitthvað plagg á fundinum, svarar Katrín: „Já við ætlum að leggja fram það sem við höfum áður og kröfur okkar hafa legið ljósar en ætlum að leggja það fram í bundnu máli.“ Þetta eru ekki kröfur sem ljósmæður hafa greint frá áður.Katrín Sif SigurgeirsdóttirVÍSIR/EYÞÓRVonaði að Bjarni sýndi auðmýkt „Þetta er svosem alveg í anda samningaviðræðnanna hingað til. Þær hafa verið á þessu plani því miður,“ segir Katrín um ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um framgöngu ljósmæðra og tölur sem fjármálaráðuneytið birti í vikunni. „Maður vonaði að fjármálaráðherra myndi sýna auðmýkt á þessu stigi máls og hefði hitt okkur og átt svona lausnamiðað samtal. En þetta voru svörin og það endurspeglar svolítið hvernig samingaviðræðurnar hafa gengið og það skýrir út hvernig það hefur verið.“ Bjarni hefur látið þau ummæli falla að samninganefnd ljósmæðra hafi sjálf talað gegn samningnum sem felldur var. Katrín segir að það sé ekki rétt. „Viðbrögðin við því eru auðvitað bara maður veit ekki hvað maður á að segja einu sinni því þetta er svo arfavitlaust og gróft að segja svona. Ég er náttúrulega formaður samninganefndar ég kom hvergi nærri kynningu á samningnum og talaði ekki gegn þessum samningi hvergi og tók ekki þátt í vangaveltum á netmiðlum eða annað. Ég veit ekki hvaðan hann hefur svona upplýsingar.“Ljósmæður finna fyrir miklum stuðningi í samfélaginu.Vísir/HrundÖryggi kvenna og barna í hættu Mjög margir hafa boðað komu sína á samstöðufund og mótmæli fyrir utan Borgartún 21, þar sem fundurinn fer fram klukkan 10. Þar á meðal eru margir verðandi foreldrar sem eru mjög áhyggjufullir yfir ástandinu. Á meðal þeirra sem ætla að ávarpa hópinn til þess að koma líðan og stuðningi með ljósmæðrum í orð eru Oddný Arnarsdóttir verkefnastjóri og tveggja barna móðir, Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir og Ævar Þór Benediktsson leikari, rithöfundur og verðandi faðir. Hópurinn sem stendur að baki viðburðinum hittist í gær og útbjó skilti en á þeim stendur meðal annars: „Öryggi kvenna og ófæddra barna er í hættu.“
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45 Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26
Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00
Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45