Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 5. júlí 2018 06:00 Þórdís Kolbrún ætlar að halda áfram að skoða gististarfsemi hér á landi og hyggst fá önnur ráðuneyti að borðinu. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Aukið eftirlit með heimagistingu hefur skilað 75 nýskráningum á einni viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, og Þórhólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, samþykktu þann 27. júní síðastliðinn að auka við mannafla hjá embætti sýslumanns með það fyrir augum að efla eftirlit með skráningum heimagistinga. Um var að ræða samning sem kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættisins. „Níutíu daga reglan þarf að opnast til framkvæmda og þá þarf fólk að skrá sig. Þannig getum við spilað eftir reglunum,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við Fréttablaðið. Öllum þeim sem leigja íbúð í skammtímaleigu er gert að sækja um rekstrarleyfi, en undantekning er gerð ef leigja á út fasteign í minna en níutíu daga á ári, þó skylda sé að skrá slíka starfsemi í gegnum vef sýslumanns. „Það er ósanngjarnt gagnvart löglegum rekstri að menn komist upp með að spila ekki eftir reglunum. Ég batt miklar vonir við þetta samstarf við sýslumann og vænti þess að við myndum sjá stóraukinn fjölda skráninga heimagistingar og því er það mjög gleðilegt að þetta sem komið er hafi gerst á svona skömmum tíma,“ segir hún og bætir við að áfram verði skoðað hvernig bæta megi umgjörð gististarfsemi. „Við höldum áfram að skoða málefni tengd gististarfsemi með öðrum ráðuneytum, skattinum og öðrum aðilum stjórnkerfisins sem hafa það sameiginlega verkefni að móta heildstæða umgjörð og eftirlit með heimagistingu.“ Um fjögur hundruð ábendingar um leyfislausar heimagistingar voru á borði sýslumanns þegar ákveðið var að auka eftirlitið. Starfsfólki sem annast eftirlitið var fjölgað úr þremur í ellefu en ríkisstjórnin taldi þess þörf í ljósi fjölgunar heimagistinga. Slíkar gistingar hafa sótt mjög í sig veðrið að undanförnu, og þá einna helst í gegnum leiguvefinn Airbnb. Aðeins hefur hægt á vexti tekna vegna útleigu íbúða á Airbnb en á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru tekjurnar fjórir milljarðar, samanborið við þrjá milljarða króna í fyrra. Reykjavík er sú höfuðborg í Vestur-Evrópu sem er með næstflestar Airbnb-skráningar miðað við höfðatölu, á eftir Lissabon í Portúgal. Áætlað er að um sex þúsund íbúðir séu í útleigu á airbnb, þar af um 1.500 til 2.000 í stöðugri útleigu, að því er fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. 20. júní 2018 14:52 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Óskráð gisting á landsbyggðinni aukist Óskráðri gistingu á landsbyggðinni hefur fjölgað gríðarlega og þá sérstaklega á Austurlandi. 1. júlí 2018 15:42 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Aukið eftirlit með heimagistingu hefur skilað 75 nýskráningum á einni viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, og Þórhólfur Halldórsson, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, samþykktu þann 27. júní síðastliðinn að auka við mannafla hjá embætti sýslumanns með það fyrir augum að efla eftirlit með skráningum heimagistinga. Um var að ræða samning sem kveður á um 64 milljóna króna fjárveitingu til embættisins. „Níutíu daga reglan þarf að opnast til framkvæmda og þá þarf fólk að skrá sig. Þannig getum við spilað eftir reglunum,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við Fréttablaðið. Öllum þeim sem leigja íbúð í skammtímaleigu er gert að sækja um rekstrarleyfi, en undantekning er gerð ef leigja á út fasteign í minna en níutíu daga á ári, þó skylda sé að skrá slíka starfsemi í gegnum vef sýslumanns. „Það er ósanngjarnt gagnvart löglegum rekstri að menn komist upp með að spila ekki eftir reglunum. Ég batt miklar vonir við þetta samstarf við sýslumann og vænti þess að við myndum sjá stóraukinn fjölda skráninga heimagistingar og því er það mjög gleðilegt að þetta sem komið er hafi gerst á svona skömmum tíma,“ segir hún og bætir við að áfram verði skoðað hvernig bæta megi umgjörð gististarfsemi. „Við höldum áfram að skoða málefni tengd gististarfsemi með öðrum ráðuneytum, skattinum og öðrum aðilum stjórnkerfisins sem hafa það sameiginlega verkefni að móta heildstæða umgjörð og eftirlit með heimagistingu.“ Um fjögur hundruð ábendingar um leyfislausar heimagistingar voru á borði sýslumanns þegar ákveðið var að auka eftirlitið. Starfsfólki sem annast eftirlitið var fjölgað úr þremur í ellefu en ríkisstjórnin taldi þess þörf í ljósi fjölgunar heimagistinga. Slíkar gistingar hafa sótt mjög í sig veðrið að undanförnu, og þá einna helst í gegnum leiguvefinn Airbnb. Aðeins hefur hægt á vexti tekna vegna útleigu íbúða á Airbnb en á fyrstu þremur mánuðum þessa árs voru tekjurnar fjórir milljarðar, samanborið við þrjá milljarða króna í fyrra. Reykjavík er sú höfuðborg í Vestur-Evrópu sem er með næstflestar Airbnb-skráningar miðað við höfðatölu, á eftir Lissabon í Portúgal. Áætlað er að um sex þúsund íbúðir séu í útleigu á airbnb, þar af um 1.500 til 2.000 í stöðugri útleigu, að því er fram kemur í skýrslu Íbúðalánasjóðs.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. 20. júní 2018 14:52 Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33 Óskráð gisting á landsbyggðinni aukist Óskráðri gistingu á landsbyggðinni hefur fjölgað gríðarlega og þá sérstaklega á Austurlandi. 1. júlí 2018 15:42 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Innlent Fleiri fréttir Nú hægt að hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Sjá meira
Hægari vöxtur en áður í Airbnb hér á landi Tekjur af Airbnb-útleigu á Íslandi hafa vaxið hægar á fyrstu mánuðum ársins en á sama tímabili síðustu ár. 20. júní 2018 14:52
Undirrituðu samning um hert eftirlit með heimagistingu Eftirlit verður þar með mun virkara og sýnilegra og verður eftirlitsmönnum fjölgað úr þrjá í ellefu. 27. júní 2018 14:33
Óskráð gisting á landsbyggðinni aukist Óskráðri gistingu á landsbyggðinni hefur fjölgað gríðarlega og þá sérstaklega á Austurlandi. 1. júlí 2018 15:42
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent