Há vatnsstaða en veiðin að koma til í Kvíslaveitum Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2018 08:00 Hálendisveiðin á Íslandi er mikil upplifun og þau eru mörg svæðin þar sem veiðin getur verið bæði ævintýralega góð og krefjandi. Eitt af þessum svæðum eru Kvíslaveitur sem eflaust margir veiðimenn þekkja en um tíma var þetta svæði mun meira veitt en það er í dag, sama á við um Þórisvatn sem var mjög gjöfult um tíma. Lítið fréttist af veiðum úr Þórisvatni síðustu ár en það er alltaf ákveðinn hópur sem stundar Kvíslaveitur og það er reglulega gaman að heyra af ferðum þeirra á svæðið svo ekki sé talað um þegar fréttist af veiði. Um liðna helgi voru þrír veiðimenn þar á ferð sem við höfum heyrt frá sem gerðu fína veiði þar báða dagana um helgina. Það hefur verið ansi há vatnsstaða í lónunum og því þurfti að fara nokkuð víða til að finna fiska. Hefðbundnir veiðistaðir eins og affallið við Versali var illveiðanlegt en menn urðu nokkuð varir við Svörtubakka og í straumnum milli lóna. Í heildina fékk hópurinn um 32 urriða, mest um 2-4 punda en nokkrir vænni en það veiddust líka þar af einn 9 punda. Veitt var á flugu, spún og makríl og gaf spúninn mestu veiðina. Það var rystjótt veður en heilt yfir allt í lagi til veiða en þó vildu þessir ágætu veiðimenn koma því á framfæri að þeir sem ætla sér upp eftir ættu alls ekki að gleyma flugnaneti því um leið og það lægði kom mikil fluga upp og voru víst sumar nokkuð miikið bitnir um helgina. Mest lesið Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði
Hálendisveiðin á Íslandi er mikil upplifun og þau eru mörg svæðin þar sem veiðin getur verið bæði ævintýralega góð og krefjandi. Eitt af þessum svæðum eru Kvíslaveitur sem eflaust margir veiðimenn þekkja en um tíma var þetta svæði mun meira veitt en það er í dag, sama á við um Þórisvatn sem var mjög gjöfult um tíma. Lítið fréttist af veiðum úr Þórisvatni síðustu ár en það er alltaf ákveðinn hópur sem stundar Kvíslaveitur og það er reglulega gaman að heyra af ferðum þeirra á svæðið svo ekki sé talað um þegar fréttist af veiði. Um liðna helgi voru þrír veiðimenn þar á ferð sem við höfum heyrt frá sem gerðu fína veiði þar báða dagana um helgina. Það hefur verið ansi há vatnsstaða í lónunum og því þurfti að fara nokkuð víða til að finna fiska. Hefðbundnir veiðistaðir eins og affallið við Versali var illveiðanlegt en menn urðu nokkuð varir við Svörtubakka og í straumnum milli lóna. Í heildina fékk hópurinn um 32 urriða, mest um 2-4 punda en nokkrir vænni en það veiddust líka þar af einn 9 punda. Veitt var á flugu, spún og makríl og gaf spúninn mestu veiðina. Það var rystjótt veður en heilt yfir allt í lagi til veiða en þó vildu þessir ágætu veiðimenn koma því á framfæri að þeir sem ætla sér upp eftir ættu alls ekki að gleyma flugnaneti því um leið og það lægði kom mikil fluga upp og voru víst sumar nokkuð miikið bitnir um helgina.
Mest lesið Hnúðlax farin að veiðast víða Veiði Íslenska Fluguveiðisýningin úthlutar styrkjum Veiði Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Fyrsti laxinn kominn á land úr Langá Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Grálúsugir laxar í lok október Veiði Veiðin byrjar í Varmá 1. apríl Veiði SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði