Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. júlí 2018 18:45 Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. Fulltrúar samninganefndar ljósmæðra eru ævareiðir yfir því sem þeir segja villandi upplýsingar um kjör stéttarinnar á vef Fjármálaráðuneytisins. Þar kemur meðal annars fram að ljósmæður séu með næst hæst laun af 20 öðrum félögum í BHM. Þetta hrekur nefndin í yfirlýsingu í dag þar sem kemur meðal annars fram: „Það er ekki sérstaklega faglegt að bera saman heildarlaun annara BHM félaga og ljósmæðra þar sem ljósmæður vinna kvöld, nætur, helgar og alla rauða daga 365 daga á ári.“ Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að ljósmæður hafi fengið 16 prósenta hækkun árið 2008 og eftir það sambærilegar hækkanir og aðrar stéttir BHM. Þetta segja þær rangt: „Samkvæmt heimildum þá lítur út fyrir að ljósmæður hafa tapað niður meintri leiðréttingu frá 2008. Samkvæmt öllu virðist hafa verið 15 punkta munur á ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum annarsvegar og BHM hinsvegar þá, í fyrra var þessi munur 4-7 punktar.“Sakar fjármálaráðherra um að fara með fleipur Í hádegisfréttum sakaði fjármálaráðherra samninganefndina um að hafa ekki stutt kjarasamning sem þær höfðu undirritað við samninganefnd ríkisins í sumarbyrjun. Þetta segja þær vera rangt. „Þetta eru mjög harðar ásakanir og þær eru vissulega rangar,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndarinnar. Samninganefndin segir að í þeim kjarasamningi sem hafi verið felldur hafi eftirfarandi verið í boði: „Hækkunin til dagvinnukvenna yrði 8% og 6,9% til vaktavinnukvenna. Það voru þarna 60 milljónir sem koma frá Velferðarráðuneytinu sem áttu að dreifast á stofnanir sem er í raun ekki hluti af kjarasamningum,“ segir Katrín Sif. Þær eru ósáttar við framgöngu ráðherrans í fjölmiðlum í þessu máli. „Mér finnst viðbrögð hans í fjölmiðlum pínu sorgleg, mér hefði þótt eðlilegra að hann hefði stigið niður og átt samtal við okkur en ekki svona skítkast opinberlega,“ segir Katrín Sif. Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. Fulltrúar samninganefndar ljósmæðra eru ævareiðir yfir því sem þeir segja villandi upplýsingar um kjör stéttarinnar á vef Fjármálaráðuneytisins. Þar kemur meðal annars fram að ljósmæður séu með næst hæst laun af 20 öðrum félögum í BHM. Þetta hrekur nefndin í yfirlýsingu í dag þar sem kemur meðal annars fram: „Það er ekki sérstaklega faglegt að bera saman heildarlaun annara BHM félaga og ljósmæðra þar sem ljósmæður vinna kvöld, nætur, helgar og alla rauða daga 365 daga á ári.“ Á vef Fjármálaráðuneytisins kemur fram að ljósmæður hafi fengið 16 prósenta hækkun árið 2008 og eftir það sambærilegar hækkanir og aðrar stéttir BHM. Þetta segja þær rangt: „Samkvæmt heimildum þá lítur út fyrir að ljósmæður hafa tapað niður meintri leiðréttingu frá 2008. Samkvæmt öllu virðist hafa verið 15 punkta munur á ljósmæðrum og hjúkrunarfræðingum annarsvegar og BHM hinsvegar þá, í fyrra var þessi munur 4-7 punktar.“Sakar fjármálaráðherra um að fara með fleipur Í hádegisfréttum sakaði fjármálaráðherra samninganefndina um að hafa ekki stutt kjarasamning sem þær höfðu undirritað við samninganefnd ríkisins í sumarbyrjun. Þetta segja þær vera rangt. „Þetta eru mjög harðar ásakanir og þær eru vissulega rangar,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir formaður samninganefndarinnar. Samninganefndin segir að í þeim kjarasamningi sem hafi verið felldur hafi eftirfarandi verið í boði: „Hækkunin til dagvinnukvenna yrði 8% og 6,9% til vaktavinnukvenna. Það voru þarna 60 milljónir sem koma frá Velferðarráðuneytinu sem áttu að dreifast á stofnanir sem er í raun ekki hluti af kjarasamningum,“ segir Katrín Sif. Þær eru ósáttar við framgöngu ráðherrans í fjölmiðlum í þessu máli. „Mér finnst viðbrögð hans í fjölmiðlum pínu sorgleg, mér hefði þótt eðlilegra að hann hefði stigið niður og átt samtal við okkur en ekki svona skítkast opinberlega,“ segir Katrín Sif.
Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. 4. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26
Ljósmæður felldu tólf prósenta hækkun Heimildir Fréttablaðsins herma að formaður samninganefndar ljósmæðra hafi talað gegn samningi félagsins við ríkið á kynningarfundi. Samningurinn var felldur af félagsmönnum en óttast var að hann gæti skapað usla annars staðar. 4. júlí 2018 06:00