Missti af leiknum en upplifði stórkostlegan sólarhring Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 15:30 Fabian Delph. Vísir/Getty Englendingar voru bara með 22 leikmenn til taks en ekki 23 þegar þeir mættu Kólumbíumönnum í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi í gærkvöldi. Enska landsliðið tryggði sér þá sæti í átta liða úrslitum með 4-3 sigri á Kólumbíu í vítakeppni. Einn leikmanna liðsins var í þúsund kílómetra fjarlægð frá liðsfélögum sínum og þurfti að fylgjast með í sjónvarpinu eins og stór hluti bresku þjóðarinnar. Miðjumaðurinn Fabian Delph var nefnilega staddur heima í Englandi þar sem kona hans var að fæða þeirra þriðja barn.The "most amazing 24 hours." Just hours after watching his team-mate's #WorldCup victory, Fabian Delph welcomed his third daughter into the world!https://t.co/BXTxxe8GyVpic.twitter.com/eCw5aGFfjy — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2018 Natalie, kona Fabian Delph, eignaðist síðan dóttur klukkan 7:52 í morgun að breskum tíma, og Delph flaug síðan aftur til Rússlands í dag þar sem hann hittir liðsfélaga sína á ný. Næst á dagskránni er leikur á móti Svíum í átta liða úrslitum HM á laugardaginn. Natalie og Fabian Delph voru þarna að eignast sína þriðju stelpu. Fabian Delph spilaði allar 90 mínúturnar á móti Belgíu í lokaleik riðlakeppninnar en fékk svo að fara heim til Englands eftir leikinn til að verða vitni af fæðingu barnsins. Delph fór til Englands á föstudaginn og var hjá konu sinni í fjóra daga. Fabian Delph lék vita af sér á Instagram þar sem hann talaði um „stórkostlegasta sólarhringinn sinn“ á ævinni en hann horfði á liðsfélaga sína vinna Kólumbíu í gærkvöldi. „Ég get ekki komið orðum að því hversu ánægður og þakklátur ég er,“ skrifaði Fabian Delph í Instagram færslu sína sem má sjá hér fyrir neðan. I've just experienced the most amazing 24 hours. Watching my brothers come through a tough game both mentally and physically, I kicked every ball and felt every bit of emotion with the players, staff and fans. At 07:52 Me my wife and 2 beautiful daughters welcomed there baby sister into the world. I can't put into words the happiness and gratitude I'm feeling... Back to Russia now #TunnelVision A post shared by Fabian Delph (@fabian_delph) on Jul 4, 2018 at 6:56am PDT HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Englendingar voru bara með 22 leikmenn til taks en ekki 23 þegar þeir mættu Kólumbíumönnum í sextán liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi í gærkvöldi. Enska landsliðið tryggði sér þá sæti í átta liða úrslitum með 4-3 sigri á Kólumbíu í vítakeppni. Einn leikmanna liðsins var í þúsund kílómetra fjarlægð frá liðsfélögum sínum og þurfti að fylgjast með í sjónvarpinu eins og stór hluti bresku þjóðarinnar. Miðjumaðurinn Fabian Delph var nefnilega staddur heima í Englandi þar sem kona hans var að fæða þeirra þriðja barn.The "most amazing 24 hours." Just hours after watching his team-mate's #WorldCup victory, Fabian Delph welcomed his third daughter into the world!https://t.co/BXTxxe8GyVpic.twitter.com/eCw5aGFfjy — BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2018 Natalie, kona Fabian Delph, eignaðist síðan dóttur klukkan 7:52 í morgun að breskum tíma, og Delph flaug síðan aftur til Rússlands í dag þar sem hann hittir liðsfélaga sína á ný. Næst á dagskránni er leikur á móti Svíum í átta liða úrslitum HM á laugardaginn. Natalie og Fabian Delph voru þarna að eignast sína þriðju stelpu. Fabian Delph spilaði allar 90 mínúturnar á móti Belgíu í lokaleik riðlakeppninnar en fékk svo að fara heim til Englands eftir leikinn til að verða vitni af fæðingu barnsins. Delph fór til Englands á föstudaginn og var hjá konu sinni í fjóra daga. Fabian Delph lék vita af sér á Instagram þar sem hann talaði um „stórkostlegasta sólarhringinn sinn“ á ævinni en hann horfði á liðsfélaga sína vinna Kólumbíu í gærkvöldi. „Ég get ekki komið orðum að því hversu ánægður og þakklátur ég er,“ skrifaði Fabian Delph í Instagram færslu sína sem má sjá hér fyrir neðan. I've just experienced the most amazing 24 hours. Watching my brothers come through a tough game both mentally and physically, I kicked every ball and felt every bit of emotion with the players, staff and fans. At 07:52 Me my wife and 2 beautiful daughters welcomed there baby sister into the world. I can't put into words the happiness and gratitude I'm feeling... Back to Russia now #TunnelVision A post shared by Fabian Delph (@fabian_delph) on Jul 4, 2018 at 6:56am PDT
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira