Fyrsti enski markvörðurinn til að vinna vítakeppni í 22 ár: Bara Falcao kom mér á óvart Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 18:30 Jordan Pickford fagnar vítamarkvörslu sinni. Vísir/Getty Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, endaði í gær meira en tuttugu ára bið ensks landsliðsmarkvarðar eftir því að vinna vítakeppni á stórmóti. Jordan Pickford varði eina spyrnu Kólumbíumanna og önnur spyrna fór síðan í slá og niður. Enska liðið vann vítakeppnina 4-3 og tryggði sér með því leik á móti Svíþjóð í átta liða úrslitum HM í Rússlandi. Síðastur til vinna vítakeppni var David Seaman, fyrrum markvörður Arsenal, en hann varði eitt víti frá Spánverjum í vítakeppni Englands og Spánar í átta liða úrslitum EM í Englandi 22. júní 1996.1998 - Jordan Pickford was the first England goalkeeper to save a penalty in a penalty shoot-out at a major tournament since David Seaman at World Cup 1998 against Argentina. Crucial.#COLENG#ENG#WorldCup#ThreeLionspic.twitter.com/qdwp7zRezO — OptaJoe (@OptaJoe) July 3, 2018 Jordan Pickford var þá aðeins tveggja ára og þriggja mánaða gamall en markvörðurinn er fæddur 7. mars 1994. Leikmenn enska landsliðsins æfðu vítaspyrnur fyrir úrslitakeppnia og markvörðurinn var einnig búinn að fara mjög vel yfir það hvar leikmenn andstæðinganna voru vanir að skjóta í vítaspyrnum sínum. „Ég er búinn að vinna mikla undirbúningsvinnu fyrir þessa vítakeppni. Það var bara Falcao sem sparkaði ekki boltanum þangað sem hann var vanur,“ sagði Jordan Pickford. Radamel Falcao tók fyrstu vítaspyrnu Kólumbíumanna en svo var Jordan Pickford alltaf nær og nær því að verja víti þar til að hann varði fimmtu og síðustu spyrnu Kólumbíumanna.What an unbelievable night now to get ready for Saturday #england#sendthemin#wereonourwaypic.twitter.com/VIyRtekyp7 — Jordan Pickford (@JPickford1) July 4, 2018 Jordan Pickford hefur ekki þótt alltof sannfærandi og markvarslan er á blaði yfir veikustu þætti enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Pickford hefur hinsvegar unnið sér inn marga aðdáendur með frammistöðunni í vítakeppninni í gær. Vísir hefur ekki fengið það staðfest en miðað við hvað Gylfi Þór Sigurðsson er duglegur að æfa aukalega þá má búast við því að þeir félagar hafi tekið nokkrar auka skotæfingar saman á æfingasvæði Everton.Jordan Pickford saves England’s World Cup dream pic.twitter.com/aaDcUhwq1L — B/R Football (@brfootball) July 3, 2018 HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Jordan Pickford, markvörður Everton og enska landsliðsins, endaði í gær meira en tuttugu ára bið ensks landsliðsmarkvarðar eftir því að vinna vítakeppni á stórmóti. Jordan Pickford varði eina spyrnu Kólumbíumanna og önnur spyrna fór síðan í slá og niður. Enska liðið vann vítakeppnina 4-3 og tryggði sér með því leik á móti Svíþjóð í átta liða úrslitum HM í Rússlandi. Síðastur til vinna vítakeppni var David Seaman, fyrrum markvörður Arsenal, en hann varði eitt víti frá Spánverjum í vítakeppni Englands og Spánar í átta liða úrslitum EM í Englandi 22. júní 1996.1998 - Jordan Pickford was the first England goalkeeper to save a penalty in a penalty shoot-out at a major tournament since David Seaman at World Cup 1998 against Argentina. Crucial.#COLENG#ENG#WorldCup#ThreeLionspic.twitter.com/qdwp7zRezO — OptaJoe (@OptaJoe) July 3, 2018 Jordan Pickford var þá aðeins tveggja ára og þriggja mánaða gamall en markvörðurinn er fæddur 7. mars 1994. Leikmenn enska landsliðsins æfðu vítaspyrnur fyrir úrslitakeppnia og markvörðurinn var einnig búinn að fara mjög vel yfir það hvar leikmenn andstæðinganna voru vanir að skjóta í vítaspyrnum sínum. „Ég er búinn að vinna mikla undirbúningsvinnu fyrir þessa vítakeppni. Það var bara Falcao sem sparkaði ekki boltanum þangað sem hann var vanur,“ sagði Jordan Pickford. Radamel Falcao tók fyrstu vítaspyrnu Kólumbíumanna en svo var Jordan Pickford alltaf nær og nær því að verja víti þar til að hann varði fimmtu og síðustu spyrnu Kólumbíumanna.What an unbelievable night now to get ready for Saturday #england#sendthemin#wereonourwaypic.twitter.com/VIyRtekyp7 — Jordan Pickford (@JPickford1) July 4, 2018 Jordan Pickford hefur ekki þótt alltof sannfærandi og markvarslan er á blaði yfir veikustu þætti enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Pickford hefur hinsvegar unnið sér inn marga aðdáendur með frammistöðunni í vítakeppninni í gær. Vísir hefur ekki fengið það staðfest en miðað við hvað Gylfi Þór Sigurðsson er duglegur að æfa aukalega þá má búast við því að þeir félagar hafi tekið nokkrar auka skotæfingar saman á æfingasvæði Everton.Jordan Pickford saves England’s World Cup dream pic.twitter.com/aaDcUhwq1L — B/R Football (@brfootball) July 3, 2018
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira