Hákon Sigursteinsson ráðinn framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. júlí 2018 11:48 Hákon Sigursteinsson sálfræðingur tekur við af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur sem framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Mynd/Reykjavíkurborg Hákon Sigursteinsson sálfræðingur og deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hákon mun hefja störf um miðjan ágúst samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Níu umsóknir bárust um stöðuna en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Frá árinu 2005 hefur Hákon verið deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti og staðgengill hverfisstjóra Breiðholts, en skólaþjónustan annast þjónustu við börn og nemendur ásamt ráðgjöf við foreldra, skólastjórnendur og starfsfólk. Auk þessa hefur Hákon starfað sem vinnusálfræðingur, verið meðdómari í forsjármálum, dómskvaddur matsmaður og sinnt úttektum og kennslu. „Skólaþjónustan í Breiðholti hefur verið undir stjórn Hákonar í fararbroddi í ýmsum verkefnum sem snerta börn og unglinga, meðal annars með Breiðholtsmódelinu sem snýst um að veita snemmtæka þjónustu. Vinnuaðferðin hefur verið tilnefnd af menntamálaráðuneytinu sem framlag Íslands í samnorrænu verkefni um þverfaglegt samstarf vegna barna í áhættuhópum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Hákon lauk embættisprófi í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 1996 með áherslu á vinnusálfræði. Hann hóf störf sem skólasálfræðingur á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur árið 1997 og varð síðar deildarstjóri sálfræðideildarinnar árin 1999 til 2005 og yfirmaður allra sálfræðinga í grunnskólum á vegum Reykjavíkurborgar. „Sem stjórnandi í skóla- og sálfræðiþjónustu fyrir börn í Reykjavík í tæp tuttugu ár hefur Hákon breiða og mikla þekkingu á umhverfi barna og daglegum aðstæðum auk helstu áhættuþátta í uppvexti barna og unglinga.“ Hákon tekur við starfinu af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í lok mars á þessu ári. Starfslok hennar tengdust fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík. Fyrirtækin Capacent og RR Ráðgjöf hafa svo síðustu vikur gert umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Tilgangur hennar er að greina þá þjónustu sem velferðarsvið veitir á grundvelli félagsþjónustu og barnaverndarlaga. Vistaskipti Tengdar fréttir Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. 11. apríl 2018 11:48 Starfsmaður barnaverndar kærður enn á ný til lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 13. apríl 2018 17:11 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Hákon Sigursteinsson sálfræðingur og deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Hákon mun hefja störf um miðjan ágúst samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Níu umsóknir bárust um stöðuna en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Frá árinu 2005 hefur Hákon verið deildarstjóri skólaþjónustu í Breiðholti og staðgengill hverfisstjóra Breiðholts, en skólaþjónustan annast þjónustu við börn og nemendur ásamt ráðgjöf við foreldra, skólastjórnendur og starfsfólk. Auk þessa hefur Hákon starfað sem vinnusálfræðingur, verið meðdómari í forsjármálum, dómskvaddur matsmaður og sinnt úttektum og kennslu. „Skólaþjónustan í Breiðholti hefur verið undir stjórn Hákonar í fararbroddi í ýmsum verkefnum sem snerta börn og unglinga, meðal annars með Breiðholtsmódelinu sem snýst um að veita snemmtæka þjónustu. Vinnuaðferðin hefur verið tilnefnd af menntamálaráðuneytinu sem framlag Íslands í samnorrænu verkefni um þverfaglegt samstarf vegna barna í áhættuhópum,“ segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar. Hákon lauk embættisprófi í sálfræði frá Háskólanum í Árósum árið 1996 með áherslu á vinnusálfræði. Hann hóf störf sem skólasálfræðingur á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur árið 1997 og varð síðar deildarstjóri sálfræðideildarinnar árin 1999 til 2005 og yfirmaður allra sálfræðinga í grunnskólum á vegum Reykjavíkurborgar. „Sem stjórnandi í skóla- og sálfræðiþjónustu fyrir börn í Reykjavík í tæp tuttugu ár hefur Hákon breiða og mikla þekkingu á umhverfi barna og daglegum aðstæðum auk helstu áhættuþátta í uppvexti barna og unglinga.“ Hákon tekur við starfinu af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í lok mars á þessu ári. Starfslok hennar tengdust fyrirhuguðum breytingum á starfsemi barnaverndar í Reykjavík. Fyrirtækin Capacent og RR Ráðgjöf hafa svo síðustu vikur gert umfangsmikla úttekt á skipulagi barnaverndarstarfs í borginni. Tilgangur hennar er að greina þá þjónustu sem velferðarsvið veitir á grundvelli félagsþjónustu og barnaverndarlaga.
Vistaskipti Tengdar fréttir Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. 11. apríl 2018 11:48 Starfsmaður barnaverndar kærður enn á ný til lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 13. apríl 2018 17:11 Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Sjá meira
Óljóst hvernig staðið verður að ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir að eftirsjá sé af Halldóru Dröfn Gunnarsdóttur úr starfi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur. 11. apríl 2018 11:48
Starfsmaður barnaverndar kærður enn á ný til lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsævðinu hefur til rannsóknar enn eina kæruna á hendur stuðningsfulltrúa Barnaverndar Reykjavíkur, sem hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 13. apríl 2018 17:11
Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur hættir Halldóra Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, mun láta af störfum í sumar en hún sagði starfi sínu lausu fyrir mánaðamót. 11. apríl 2018 08:48