Maðurinn sem byrjaði ensku "vító-bölvunina“ endaði hana líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 09:30 Gareth Southgate 2018 og 1996. Vísir/Getty Gareth Southgate og lærisveinar hans í enska landsliðinu afrekuðu það í gær sem enska þjóðin var hætt að trúa að væri hægt. Jú, þeir unnu vítakeppni. Það hafði ekki gerst í meira en tvo áratugi. Það vita kannski færri að það var einmitt klúður Gareth Southgate sjálfs sem byrjaði bölvun enska landsliðsins í vítakeppnum fyrir 22 árum síðan. Englendingar voru þá að halda Evrópukeppnina sjálfir og töldu sig vera með lið líklegt til mikilla afreka. Paul Gascoigne var aftur búinn að finna taktinn frá HM 1990, þeir áttu einn besta framherja Evrópu í Alan Shearer og fyrirliðinn var hinn 29 ára gamli Tony Adams. Restin af liðinu var góð blanda af ungum og reynslumiklum mönnum. Það var allt til alls til að fara langt. Gareth Southgate klikkaði á síðustu spyrnu enska landsliðsins í vítakeppni á móti Þjóðverjum á EM í Englandi sumarið 1996. Þjóðverjar skoruðu úr lokaspyrnu sinni og unnu vítakeppnina 6-5. Gareth Southgate var sá eini sem klúðraði í þessari vítakeppni. Þýska liðið fór síðan og varð Evrópumeistari eftir sigur á Tékkum í úrslitaleiknum á sjálfum Wembley-leikvanginum. Við tók hinsvegar 22 ára martröð enska landsliðsins á stórmótum.Gareth Southgate klikkar á vítinu í undanúrslitaleik EM 1996.Vísir/GettyÞetta er eini undanúrslitaleikur enska landsliðsins á þessum tveimur áratugum en langt frá því að vera eina vítakeppnin. Raunar höfðu Englendingar í tvígang lent í vítakeppni áður en kom að klúðrinu hjá Southgate. Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu gegn Vestur-Þjóðverjum í undanúrslitum á HM 1990. Pearce fékk uppreisn æru þegar hann skoraði í vítakeppni gegn Spánverjum í átta liða úrslitum á EM 1996. Við tók eyðimerkurganga Englands á vítapunktinum. Enska landsliðið var búið að tapa fimm vítakeppnum í röð þegar kom að leiknum í gær. Þeir töpuðu á móti Argentínu á HM 1998, á móti Portúgal á EM 2004, á móti Portúgal á HM 2006 og á móti Ítalíu á EM 2012. Nú, á fyrsta stórmóti Gareth Southgate sem þjálfari enska landsliðsins, tókst enska landsliðinu loksins að enda vítaspyrnubölvunina og vinna. Fyrir vikið er enska landsliðið komið í átta liða úrslit á HM sem er besti árangur enska liðsins á heimsmeistaramóti í tólf ár. Það var kannski vel við hæfi að maðurinn sem klúðraði vítinu á Wembley 26. júní 1996 væri maðurinn sem stjórnaði liðinu sem endaði bölvunina þótt að það væri kominn 3. júlí 2018.Gareth Southgate fagnar sigri í vítakeppninni í gær.Vísir/GettyGareth Southgate var kátur í leikslok. Hér er hann með Jordan Henderson sem var sá eini af ensku landsliðsmönnunum sem klikkaði í gær. Það kom ekki að sök.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira
Gareth Southgate og lærisveinar hans í enska landsliðinu afrekuðu það í gær sem enska þjóðin var hætt að trúa að væri hægt. Jú, þeir unnu vítakeppni. Það hafði ekki gerst í meira en tvo áratugi. Það vita kannski færri að það var einmitt klúður Gareth Southgate sjálfs sem byrjaði bölvun enska landsliðsins í vítakeppnum fyrir 22 árum síðan. Englendingar voru þá að halda Evrópukeppnina sjálfir og töldu sig vera með lið líklegt til mikilla afreka. Paul Gascoigne var aftur búinn að finna taktinn frá HM 1990, þeir áttu einn besta framherja Evrópu í Alan Shearer og fyrirliðinn var hinn 29 ára gamli Tony Adams. Restin af liðinu var góð blanda af ungum og reynslumiklum mönnum. Það var allt til alls til að fara langt. Gareth Southgate klikkaði á síðustu spyrnu enska landsliðsins í vítakeppni á móti Þjóðverjum á EM í Englandi sumarið 1996. Þjóðverjar skoruðu úr lokaspyrnu sinni og unnu vítakeppnina 6-5. Gareth Southgate var sá eini sem klúðraði í þessari vítakeppni. Þýska liðið fór síðan og varð Evrópumeistari eftir sigur á Tékkum í úrslitaleiknum á sjálfum Wembley-leikvanginum. Við tók hinsvegar 22 ára martröð enska landsliðsins á stórmótum.Gareth Southgate klikkar á vítinu í undanúrslitaleik EM 1996.Vísir/GettyÞetta er eini undanúrslitaleikur enska landsliðsins á þessum tveimur áratugum en langt frá því að vera eina vítakeppnin. Raunar höfðu Englendingar í tvígang lent í vítakeppni áður en kom að klúðrinu hjá Southgate. Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu gegn Vestur-Þjóðverjum í undanúrslitum á HM 1990. Pearce fékk uppreisn æru þegar hann skoraði í vítakeppni gegn Spánverjum í átta liða úrslitum á EM 1996. Við tók eyðimerkurganga Englands á vítapunktinum. Enska landsliðið var búið að tapa fimm vítakeppnum í röð þegar kom að leiknum í gær. Þeir töpuðu á móti Argentínu á HM 1998, á móti Portúgal á EM 2004, á móti Portúgal á HM 2006 og á móti Ítalíu á EM 2012. Nú, á fyrsta stórmóti Gareth Southgate sem þjálfari enska landsliðsins, tókst enska landsliðinu loksins að enda vítaspyrnubölvunina og vinna. Fyrir vikið er enska landsliðið komið í átta liða úrslit á HM sem er besti árangur enska liðsins á heimsmeistaramóti í tólf ár. Það var kannski vel við hæfi að maðurinn sem klúðraði vítinu á Wembley 26. júní 1996 væri maðurinn sem stjórnaði liðinu sem endaði bölvunina þótt að það væri kominn 3. júlí 2018.Gareth Southgate fagnar sigri í vítakeppninni í gær.Vísir/GettyGareth Southgate var kátur í leikslok. Hér er hann með Jordan Henderson sem var sá eini af ensku landsliðsmönnunum sem klikkaði í gær. Það kom ekki að sök.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira