Þorvaldur Davíð vill verða bæjarstjóri á Seyðisfirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2018 11:45 Menntamál ættu að vera í góðum höndum, verði skólarapparinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson fyrir valinu. Vísir Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er meðal þeirra 12 sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri á Seyðisfirði. Þorvaldur Davíð er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur meðal annars gert garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Ég man þig, Svartur á leik og Vonarstræti. Þá ljáði hann ljónsunganum Simba rödd sína í Konungi ljónanna ásamt því að syngja inn á Skólarapp ásamt Söru Dís Hjaltested. Þá mun menntun hans úr listaskólanum Juilliard eflaust koma að góðum notum við rekstur bæjarins. Fram kemur á vef bæjarfélagsins að leitað verði til ráðningarskrifstofu sem muni sjá um áframhaldandi vinnslu umsóknargagna sem og mat á hæfi Þorvaldar og annarra umsækjenda. Þeirra á meðal eru Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á ísafirði, og Kristín Amalía Atladóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Ljóst er að leikarinn og Kristín væru á heimavelli, yrðu annað hvort þeirra fyrir valinu, enda er Seyðisfjörður þekktur fyrir blómlegt listalíf. Þarf ekki að leita lengra en til listahátíðarinnar LungA, sem árlega trekkir að hundruð íslenskra listamanna til bæjarins. Hátíðin fer fram um miðjan júlímánuð og setur ætíð mikinn svip á 700 manna bæjarfélagið. Fyrst minnst er á LungA: meðal umsækjenda er jafnframt Aðalheiður Borgþórsdóttir, sem af staðkunnungum er þekkt sem „Mamma LungA“ enda stofnandi hátíðarinnar og framkvæmdastjóri hennar til 17 ára. Þar að auki var hún menningarfulltrúi Seyðisfjarðar í nærri tvo áratugi, meðstofnandi myndlistarmiðstöðvarinnar Skaftfells og svo lengi mætti telja. Listann yfir umsækjendur má sjá hér að neðan. Aðalheiður Borgþórsdóttir, Seyðisfirði Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðisfirði Gísli Halldór Halldórsson, Ísafirði Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Egilsstöðum Jóhann Freyr Aðalsteinsson, Osló Jón Kristinn Jónsson, Hafnarfirði Kristín Amalía Atladóttir, Egilsstöðum Ólafur Hr. Sigurðsson, Seyðisfirði Snorri Emilsson, Seyðisfirði Sveinn Enok Jóhannsson, Reykjanesbæ Tryggvi Harðarson, Reykjavík Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Reykjavík. Seyðisfjörður Vistaskipti Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson er meðal þeirra 12 sem sækjast eftir því að verða bæjarstjóri á Seyðisfirði. Þorvaldur Davíð er Íslendingum að góðu kunnur en hann hefur meðal annars gert garðinn frægan í kvikmyndum á borð við Ég man þig, Svartur á leik og Vonarstræti. Þá ljáði hann ljónsunganum Simba rödd sína í Konungi ljónanna ásamt því að syngja inn á Skólarapp ásamt Söru Dís Hjaltested. Þá mun menntun hans úr listaskólanum Juilliard eflaust koma að góðum notum við rekstur bæjarins. Fram kemur á vef bæjarfélagsins að leitað verði til ráðningarskrifstofu sem muni sjá um áframhaldandi vinnslu umsóknargagna sem og mat á hæfi Þorvaldar og annarra umsækjenda. Þeirra á meðal eru Gísli Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á ísafirði, og Kristín Amalía Atladóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs. Ljóst er að leikarinn og Kristín væru á heimavelli, yrðu annað hvort þeirra fyrir valinu, enda er Seyðisfjörður þekktur fyrir blómlegt listalíf. Þarf ekki að leita lengra en til listahátíðarinnar LungA, sem árlega trekkir að hundruð íslenskra listamanna til bæjarins. Hátíðin fer fram um miðjan júlímánuð og setur ætíð mikinn svip á 700 manna bæjarfélagið. Fyrst minnst er á LungA: meðal umsækjenda er jafnframt Aðalheiður Borgþórsdóttir, sem af staðkunnungum er þekkt sem „Mamma LungA“ enda stofnandi hátíðarinnar og framkvæmdastjóri hennar til 17 ára. Þar að auki var hún menningarfulltrúi Seyðisfjarðar í nærri tvo áratugi, meðstofnandi myndlistarmiðstöðvarinnar Skaftfells og svo lengi mætti telja. Listann yfir umsækjendur má sjá hér að neðan. Aðalheiður Borgþórsdóttir, Seyðisfirði Arnbjörg Sveinsdóttir, Seyðisfirði Gísli Halldór Halldórsson, Ísafirði Guðrún Lilja Magnúsdóttir, Egilsstöðum Jóhann Freyr Aðalsteinsson, Osló Jón Kristinn Jónsson, Hafnarfirði Kristín Amalía Atladóttir, Egilsstöðum Ólafur Hr. Sigurðsson, Seyðisfirði Snorri Emilsson, Seyðisfirði Sveinn Enok Jóhannsson, Reykjanesbæ Tryggvi Harðarson, Reykjavík Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Reykjavík.
Seyðisfjörður Vistaskipti Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira