Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júlí 2018 11:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Mynd/Samsett Forsætisráðuneytinu hefur ekki borist bréf frá Donald Trump Bandaríkjaforseta varðandi aukningu útgjalda til varnarmála. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis sem send var fyrir helgi. Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta.Gremja innan Bandaríkastjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi leiðtogum nokkurra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, bréf í júní þar sem hann hvatti ríkin til aukinna útgjalda til varnarmála. Þá þykja bréfin nokkuð harðorð en í þeim gagnrýnir forsetinn bandamenn sína í NATO fyrir að verja ekki meira fé til varnarmála en raun ber vitni auk þess sem hann lýsir yfir gremju innan ríkisstjórnar sinnar vegna málsins. Á meðal þeirra sem hafa fengið bréf frá Bandaríkjaforseta eru Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, og Angela Merkel, kanslari Þýskaland. Í frétt bandaríska dagblaðsins New York Times segir að bréfið til hinnar síðastnefndu sé sérstaklega hvassyrt en talið er að ríkisstjórn Trumps íhugi nú að kalla herlið á vegum Bandaríkjanna heim frá Þýskalandi.Sjá einnig: Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Trump sendir bréfin í aðdraganda leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Brussel 11.og 12. júlí næstkomandi. Á leiðtogafundi bandalagsins í maí í fyrra var samþykkt að auka útgjöld aðildarríkja til varnarmála, að háværum kröfum stjórnvalda í Washington sem þá voru nýtekin við stjórnartaumunum. Ljóst er að Bandaríkin hafa ekki horfið frá þeirri stefnu.Frá leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í maí 2017. Á mynd sést Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands, ásamt öðrum leiðtogum, þ.á m. Donald Trump Bandaríkjaforseta, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.Vísir/EPAÍsland njóti sérstöðu innan NATO Um afstöðu íslenskra stjórnvalda til aukinna framlaga til varnarmála vísar ráðuneytið í þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt var á Alþingi árið 2016. Þá hafi áhersla verið lögð á jafnari skiptingu innan Atlantshafsbandalagsins í tengslum við framlög til varnarmála um nokkurt skeið en framlög Íslands í málaflokknum hafa farið heldur vaxandi á undanförnum árum. „Í því samhengi er hins vegar mikilvægt að halda því til haga að Ísland starfrækir ekki her og taka framlög Íslands ávallt mið af því í umfangi og eðli. Ísland er herlaus þjóð og nýtur ákveðinnar sérstöðu sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í því tilliti,“ segir jafnframt í svari forsætisráðuneytisins. Þessi sérstaða Íslands sé vel þekkt og viðurkennd frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Grundvallarforsenda þjóðaröryggisstefnunnar sé auk þess staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Framlög Íslands til varnarmála taki mið af þessu. Donald Trump NATO Ríkisstjórn Tengdar fréttir Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00 44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Forsætisráðuneytinu hefur ekki borist bréf frá Donald Trump Bandaríkjaforseta varðandi aukningu útgjalda til varnarmála. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis sem send var fyrir helgi. Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta.Gremja innan Bandaríkastjórnar Donald Trump Bandaríkjaforseti sendi leiðtogum nokkurra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins, NATO, bréf í júní þar sem hann hvatti ríkin til aukinna útgjalda til varnarmála. Þá þykja bréfin nokkuð harðorð en í þeim gagnrýnir forsetinn bandamenn sína í NATO fyrir að verja ekki meira fé til varnarmála en raun ber vitni auk þess sem hann lýsir yfir gremju innan ríkisstjórnar sinnar vegna málsins. Á meðal þeirra sem hafa fengið bréf frá Bandaríkjaforseta eru Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, Charles Michel, forsætisráðherra Belgíu, og Angela Merkel, kanslari Þýskaland. Í frétt bandaríska dagblaðsins New York Times segir að bréfið til hinnar síðastnefndu sé sérstaklega hvassyrt en talið er að ríkisstjórn Trumps íhugi nú að kalla herlið á vegum Bandaríkjanna heim frá Þýskalandi.Sjá einnig: Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Trump sendir bréfin í aðdraganda leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem haldinn verður í Brussel 11.og 12. júlí næstkomandi. Á leiðtogafundi bandalagsins í maí í fyrra var samþykkt að auka útgjöld aðildarríkja til varnarmála, að háværum kröfum stjórnvalda í Washington sem þá voru nýtekin við stjórnartaumunum. Ljóst er að Bandaríkin hafa ekki horfið frá þeirri stefnu.Frá leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í maí 2017. Á mynd sést Bjarni Benediktsson, þáverandi forsætisráðherra Íslands, ásamt öðrum leiðtogum, þ.á m. Donald Trump Bandaríkjaforseta, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.Vísir/EPAÍsland njóti sérstöðu innan NATO Um afstöðu íslenskra stjórnvalda til aukinna framlaga til varnarmála vísar ráðuneytið í þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt var á Alþingi árið 2016. Þá hafi áhersla verið lögð á jafnari skiptingu innan Atlantshafsbandalagsins í tengslum við framlög til varnarmála um nokkurt skeið en framlög Íslands í málaflokknum hafa farið heldur vaxandi á undanförnum árum. „Í því samhengi er hins vegar mikilvægt að halda því til haga að Ísland starfrækir ekki her og taka framlög Íslands ávallt mið af því í umfangi og eðli. Ísland er herlaus þjóð og nýtur ákveðinnar sérstöðu sem aðildarríki Atlantshafsbandalagsins í því tilliti,“ segir jafnframt í svari forsætisráðuneytisins. Þessi sérstaða Íslands sé vel þekkt og viðurkennd frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Grundvallarforsenda þjóðaröryggisstefnunnar sé auk þess staða Íslands sem fámennrar eyþjóðar sem tryggir öryggi sitt og varnir með virkri samvinnu við önnur ríki og innan alþjóðastofnana. Framlög Íslands til varnarmála taki mið af þessu.
Donald Trump NATO Ríkisstjórn Tengdar fréttir Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00 44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Sjá meira
Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00
44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30