„Go Kane“ eða „cocaine“ á forsíðu The Sun: Kólumbíumenn skíthræddir við Harry Kane Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2018 10:00 Harry Kane Vísir/Getty Kólumbíumenn verða límdir við sjónvarpstækin í kvöld alveg eins og flestir Englendingar og stór hluti heimsins þegar England og Kólumbía mætast í lokaleik 16 liða úrslita HM í fótbolta í Rússlandi. Enska blaðið The Sun sendi blaðamann til Kólumbíu til að komast að því hvað Kólumbíumönnum finnst um enska landsliðið. Í þeim viðtölum fór ekkert á milli mála að Kólumbíumenn eru skíthræddir við Harry Kane. Viðtölin voru tekin í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, og niðurstaðan úr þessari óformlegu könnun var að fimmtíu milljónir Kólumbíumanna óttast framherja enska landsliðsins í leiknum í kvöld. Harry Kane skoraði fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á mótinu en var svo hvíldur í lokaleik riðilsins á móti Belgíu. „Allir í Kólumbíu vita að Harry Kane getur klárað okkur. Hann er þegar búinn að skora fimm mörk. Þvílíkur leikmaður. Stórkostlegur. Mér þykir leiðinlegt að viðurkenna það en Kane en maðurinn sem mun kremja hjörtu okkar,“ sagði Philipe Sanches sem er 51 árs leigubílstjóri. „Þið eruð með þennan strák sem heitir Harry Kane. Fjölskyldan mín talar um engan annan en hann. Hann er maðurinn sem skelfir okkur. Hann getur tekið drauminn frá okkur,“ sagði Sofia Spirez sem er 23 ára gömul búðarkona. The Sun slær leiknum upp á forsíðu sína með risamynd af Harry Kane þar sem hann hefur klætt sig í enska fánann. Fyrirsögnin er „Go Kane“ en sumir lesa þó annað út úr henni eða „cocaine“ sem þýðir kókaín á íslensku. Yfirfyrirsögnin ýjar líka að því en hún er: „Ljónin okkar undir búa sig fyrir leik á móti þjóð sem gaf okkur Shakiru, frábært kaffi og uh hitt stöffið. Við öskrum .. Áfram Kane. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira
Kólumbíumenn verða límdir við sjónvarpstækin í kvöld alveg eins og flestir Englendingar og stór hluti heimsins þegar England og Kólumbía mætast í lokaleik 16 liða úrslita HM í fótbolta í Rússlandi. Enska blaðið The Sun sendi blaðamann til Kólumbíu til að komast að því hvað Kólumbíumönnum finnst um enska landsliðið. Í þeim viðtölum fór ekkert á milli mála að Kólumbíumenn eru skíthræddir við Harry Kane. Viðtölin voru tekin í Bógóta, höfuðborg Kólumbíu, og niðurstaðan úr þessari óformlegu könnun var að fimmtíu milljónir Kólumbíumanna óttast framherja enska landsliðsins í leiknum í kvöld. Harry Kane skoraði fimm mörk í fyrstu tveimur leikjum enska landsliðsins á mótinu en var svo hvíldur í lokaleik riðilsins á móti Belgíu. „Allir í Kólumbíu vita að Harry Kane getur klárað okkur. Hann er þegar búinn að skora fimm mörk. Þvílíkur leikmaður. Stórkostlegur. Mér þykir leiðinlegt að viðurkenna það en Kane en maðurinn sem mun kremja hjörtu okkar,“ sagði Philipe Sanches sem er 51 árs leigubílstjóri. „Þið eruð með þennan strák sem heitir Harry Kane. Fjölskyldan mín talar um engan annan en hann. Hann er maðurinn sem skelfir okkur. Hann getur tekið drauminn frá okkur,“ sagði Sofia Spirez sem er 23 ára gömul búðarkona. The Sun slær leiknum upp á forsíðu sína með risamynd af Harry Kane þar sem hann hefur klætt sig í enska fánann. Fyrirsögnin er „Go Kane“ en sumir lesa þó annað út úr henni eða „cocaine“ sem þýðir kókaín á íslensku. Yfirfyrirsögnin ýjar líka að því en hún er: „Ljónin okkar undir búa sig fyrir leik á móti þjóð sem gaf okkur Shakiru, frábært kaffi og uh hitt stöffið. Við öskrum .. Áfram Kane. Forsíðuna má sjá hér fyrir neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjá meira