Körfubolti

DeMarcus Cousins til Golden State Warriors

Arnar Geir Halldórsson skrifar
DeMarcus Cousins spilar með meisturunum á næstu leiktíð
DeMarcus Cousins spilar með meisturunum á næstu leiktíð vísir/getty
Virkilega óvænt tíðindi bárust úr NBA deildinni í nótt þegar greint var frá því að miðherjinn öflugi, DeMarcus Cousins, væri búinn að semja við meistarana í Golden State Warriors.

Fréttirnar koma aðeins nokkrum klukkustundum eftir að ljóst var að LeBron James væri genginn til liðs við LA Lakers en talið var að Cousins myndi einnig enda í borg englanna.

Hinn 27 ára gamli Cousins gerir eins árs samning við Warriors og verður því aftur samningslaus næsta sumar.

Hann lék með New Orleans Pelicans á síðustu leiktíð þar sem hann skilaði 25,2 stigum að meðaltali í leik auk þess að taka 12,9 fráköst að meðaltali í leik þar til hann sleit hásin í lok janúar. Cousins er á fullu í endurhæfingu þessa dagana en mun væntanlega ekki byrja að spila fyrr en í kringum mánaðarmótin nóvember-desember.

Smelltu hér til að lesa um öll frágengin félagaskipti á síðu ESPN.

NBA

Tengdar fréttir

Paul George verður áfram í Oklahoma

Félagsskiptagluggi samningslausra leikmanna í NBA opnaði að miðnætti á bandarískum tíma og voru læti strax frá fyrstu mínútu.

Lakers bæta Rondo við leikmannalistann

Los Angeles Lakers styrkja sig enn frekar fyrir komandi tímabil í NBA deildinni með komu Rajon Rondo. Julius Randle yfirgefur liðið en fyrr í morgun var LeBron James tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins.

LeBron James í LA Lakers

Skærasta stjarna NBA deildarinnar hefur samþykkt fjögurra ára samning við Los Angeles Lakers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×