Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. júlí 2018 19:00 Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. Katrín Sif Sigurgeirsdótti formaður samninganefndar ljósmæðra segir ástandið á fæðingadeildum landsins grafalvarlegt og gagnrýnir fjármálaráðherra harðlega fyrir að svara ekki beiðni um fund. „Mér finnst þetta undarlegt að menn geti verið á það háum stalli að þeir geti ekki stigið niður og átt samtal þegar staðan er orðin svona alvarleg. Hann gaf út á Alþjóðadegi ljósmæðra þann 5. maí að kröfur ljósmæðra væri algjörlega óáættanlegar, það er það eina sem ég hef séð frá honum og hann hefur beina aðkomu að þessum kjarasamnningum. Mér þykir þetta ábyrgðarleysi, undarleg vinnubrögð og hroki verð ég að segja,“ segir Katrín. Hún gagnrýnir enn fremur að Bjarni hafi þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári án athugasemda en haldi því svo fram að kröfur ljósmæðra ógni stöðuleika. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði ekki beiðni fréttastofu um viðtal í dag.Mega ekki gefa upp kröfurKatrín segist ekki geta gefið upp nákvæmlega hvað ljósmæður biðji um því ríkissáttasemjari fari fram á trúnað um efni funda. „Okkur er gert að tala ekki um neitt það sem fer fram á fundum og ef við brjótum það hefur fjölmiðlabann verið orðað við okkur,“ segir Katrín. Katrín er meðal þeirra ljósmæðra sem hefur sagt upp störfum sínum. „Ég hef sagt upp störfum mínum, og mun láta af störfum 1. september ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Katrín.Mjög slæm mönnun Alls hafa 30 ljósmæður sagt upp á Landspítalanum, tólf uppsagnir tóku gildi í gær og er fæðingardeildin nú rekin með lágmarksmönnun að sögn Lindu Kristmundsdóttur framkvæmdastjóra kvenna-og barnasviðs. „Við erum að keyra á um 60% mannskap, þannig að mönnunin er mjög slæm,“ segir Linda. Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. Katrín Sif Sigurgeirsdótti formaður samninganefndar ljósmæðra segir ástandið á fæðingadeildum landsins grafalvarlegt og gagnrýnir fjármálaráðherra harðlega fyrir að svara ekki beiðni um fund. „Mér finnst þetta undarlegt að menn geti verið á það háum stalli að þeir geti ekki stigið niður og átt samtal þegar staðan er orðin svona alvarleg. Hann gaf út á Alþjóðadegi ljósmæðra þann 5. maí að kröfur ljósmæðra væri algjörlega óáættanlegar, það er það eina sem ég hef séð frá honum og hann hefur beina aðkomu að þessum kjarasamnningum. Mér þykir þetta ábyrgðarleysi, undarleg vinnubrögð og hroki verð ég að segja,“ segir Katrín. Hún gagnrýnir enn fremur að Bjarni hafi þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári án athugasemda en haldi því svo fram að kröfur ljósmæðra ógni stöðuleika. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði ekki beiðni fréttastofu um viðtal í dag.Mega ekki gefa upp kröfurKatrín segist ekki geta gefið upp nákvæmlega hvað ljósmæður biðji um því ríkissáttasemjari fari fram á trúnað um efni funda. „Okkur er gert að tala ekki um neitt það sem fer fram á fundum og ef við brjótum það hefur fjölmiðlabann verið orðað við okkur,“ segir Katrín. Katrín er meðal þeirra ljósmæðra sem hefur sagt upp störfum sínum. „Ég hef sagt upp störfum mínum, og mun láta af störfum 1. september ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma,“ segir Katrín.Mjög slæm mönnun Alls hafa 30 ljósmæður sagt upp á Landspítalanum, tólf uppsagnir tóku gildi í gær og er fæðingardeildin nú rekin með lágmarksmönnun að sögn Lindu Kristmundsdóttur framkvæmdastjóra kvenna-og barnasviðs. „Við erum að keyra á um 60% mannskap, þannig að mönnunin er mjög slæm,“ segir Linda.
Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03
Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann 90 prósent félagsmanna greiddu atkvæði með yfirvinnubanni sem hefst þann 14. júlí. 1. júlí 2018 11:46
Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00