Körfubolti

Sjáðu hversu erfitt það verður fyrir Lakers að redda stórstjörnu við hlið LeBron James

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty
LeBron James spilar með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni í körfubolta á næsta tímabili eftir að hafa samþykkt að gera fjögurra ára samning við Lakers. En hverjir verða með honum í liði?

Sérfræðingar ESPN fóru yfir það hvað þurfi að gerast svo að Los Angeles Lakers geti bætt við annarri stórstjörnu við hlið LeBron James. Kawhi Leonard hefur verið nefndur til sögunnar en hann er ennþá leikmaður San Antonio Spurs þótt að hann vilji fara fá félaginu.

Los Angeles Lakers í dag er fullt af ungum og efnilegum leikmönnum en enginn þeirra er nálægt því að teljast til stórstjarna NBA-deildarinnar.

Lakers liðið hefur ekki komist í úrslitakeppnina síðan 2013 og 35 sigurleikir liðsins (43 prósent) á síðasta tímabilið var það langmesta hjá liðinu í þessu fimm ár.

Það er því flestum ljóst að LeBron James þarf mun meiri hjálp ætli hann að koma liði Los Angeles Lakers í gegnum hina gríðarlega sterku Vesturdeild.

Kawhi Leonard vill losna frá San Antonio og hann dreymir um að komast til Lakers. En hversu flókið verður það fyrir Lakers að tryggja sér hans þjónustu?

Myndband ESPN yfir hvað Los Angeles Lakers geti gert til að styrkja liðið með annarri stórstjörnu má sjá hér fyrir neðan. Launaþak NBA-deildarinnar þrengir vel að Lakers í þessu máli eins og þeir Bobby Marks og Scott Van Pelt sýna í myndbandinu.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×