Schmeichel eldri sendi hjartnæma kveðju á Twitter Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. júlí 2018 12:30 Peter Schmeichel fór mikinn í stúkunni í gær vísir/getty Danmörk er úr leik á HM í Rússlandi eftir sárgrætilegt tap fyrir Króatíu eftir vítaspyrnukeppni í gær.Þrátt fyrir það átti Kasper Schmeichel stórleik í marki Dana. Hann varði vítaspyrnu Luka Modric í framlengingunni og hélt þar með Dönum inn í leiknum. Ekki er við Schmeichel að sakast að Danir hafi tapað vítaspyrnukeppninni þar sem hann gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur Króata. Myndavélunum var ítrekað beint upp í stúku þar sem faðir Kasper, Manchester United goðsögnin Peter Schmeichel, fór mikinn og var augljóslega stoltur af syninum. Peter er einnig í miklum metum hjá dönsku þjóðinni enda átti hann stóran þátt í því að Danir skyldu vinna EM 1992 ásamt því að vera leikjahæsti landsliðsmaður Dana frá upphafi. Hann sendi löndum sínum kveðju á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan. Færslunni fylgir svo mynd af þeim feðgum á Old Trafford árið 1992, þá var Kasper sex ára gamall. „Ég er orðlaus. Ég gæti ekki verið stoltari af landinu mínu, syni mínum, liðsfélögum hans, öllu starfsliðinu og okkar frábæra landsliðsþjálfara, Age Hareide. Þegar við höfum þerrað tárin munum við átta okkur á því hversu vel við gerðum," segir í færslu Peter.Lost for words. Can't be more proud of my country, my son, his teammates, all the staff and our fantastic national coach Åge Hareide. When all the tears have dried out we will realise how well we did #WorldCup pic.twitter.com/vhGZQtDyJm— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) July 2, 2018 HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Subasic sendi Dani heim Króatar eru komnir í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu eftir að þeir báru sigur úr býtum gegn Dönum en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. 1. júlí 2018 21:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Cryctal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Danmörk er úr leik á HM í Rússlandi eftir sárgrætilegt tap fyrir Króatíu eftir vítaspyrnukeppni í gær.Þrátt fyrir það átti Kasper Schmeichel stórleik í marki Dana. Hann varði vítaspyrnu Luka Modric í framlengingunni og hélt þar með Dönum inn í leiknum. Ekki er við Schmeichel að sakast að Danir hafi tapað vítaspyrnukeppninni þar sem hann gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur Króata. Myndavélunum var ítrekað beint upp í stúku þar sem faðir Kasper, Manchester United goðsögnin Peter Schmeichel, fór mikinn og var augljóslega stoltur af syninum. Peter er einnig í miklum metum hjá dönsku þjóðinni enda átti hann stóran þátt í því að Danir skyldu vinna EM 1992 ásamt því að vera leikjahæsti landsliðsmaður Dana frá upphafi. Hann sendi löndum sínum kveðju á Twitter sem sjá má hér fyrir neðan. Færslunni fylgir svo mynd af þeim feðgum á Old Trafford árið 1992, þá var Kasper sex ára gamall. „Ég er orðlaus. Ég gæti ekki verið stoltari af landinu mínu, syni mínum, liðsfélögum hans, öllu starfsliðinu og okkar frábæra landsliðsþjálfara, Age Hareide. Þegar við höfum þerrað tárin munum við átta okkur á því hversu vel við gerðum," segir í færslu Peter.Lost for words. Can't be more proud of my country, my son, his teammates, all the staff and our fantastic national coach Åge Hareide. When all the tears have dried out we will realise how well we did #WorldCup pic.twitter.com/vhGZQtDyJm— Peter Schmeichel (@Pschmeichel1) July 2, 2018
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Subasic sendi Dani heim Króatar eru komnir í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu eftir að þeir báru sigur úr býtum gegn Dönum en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. 1. júlí 2018 21:00 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Cryctal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
Subasic sendi Dani heim Króatar eru komnir í 8-liða úrslit á heimsmeistaramótinu eftir að þeir báru sigur úr býtum gegn Dönum en leikurinn fór í vítaspyrnukeppni. 1. júlí 2018 21:00