Tesla nær loks markmiði um aukna framleiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 2. júlí 2018 09:59 Model 3 var auglýst sem ódýrari fólksbíll en Tesla hafði áður framleitt. Enn sem komið er hefur fyrirtækið aðeins framleitt dýrari útgáfu af bílnum. Vísir/EPA Rafbílaframleiðandanum Tesla tókst að framleiða fimm þúsund Model 3-bíla í síðustu viku annars ársfjórðungs, nokkrum klukkustundum eftir frest sem Elon Musk, forstjóri fyrirtækisins, hafði sett til að auka framleiðsluna. Ekki liggur þó fyrir hvort að Tesla geti haldið þeim dampi í framleiðslunni áfram. Tesla hefur átt í mestu erfiðleikum með að fylla pantanir og bíður fjöldi viðskiptavina mánuðum eða jafnvel árum saman eftir að fá bíla sína afhenta. Því hefur Musk lagt allt kapp á að auka framleiðsluna í verksmiðju Tesla. Setti Musk markmið um að 5.000 bílar af tegundinni Model 3 yrðu framleiddir á viku fyrir lok júní. Reuters-fréttastofan segir að markmiðið um 5.000 bíla hafi náðst snemma á sunnudagsmorgun, þegar nokkrar klukkustundir voru liðnar frá mánaðamótum. Ætlunin er að auka framleiðsluna upp í 6.000 bíla á viku í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum Reuters voru starfsmenn færðir úr öðrum deildum Tesla til að vinna við framleiðsluna á Model 3 og gripið var til sérstakra ráðstafna til þess að hún stöðvaðist ekki. Óvíst er hvort að fyrirtækið geti haldið sama hraða í framleiðslunni áfram. Fyrirtækið hefur tapað fé að undanförnu sem hefur valdið óróa á meðal fjárfesta. Hlutabréfaverð í Tesla hefur þó hækkað um 40 prósent frá því í apríl þegar sem mest gekk á. Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rafbílaframleiðandanum Tesla tókst að framleiða fimm þúsund Model 3-bíla í síðustu viku annars ársfjórðungs, nokkrum klukkustundum eftir frest sem Elon Musk, forstjóri fyrirtækisins, hafði sett til að auka framleiðsluna. Ekki liggur þó fyrir hvort að Tesla geti haldið þeim dampi í framleiðslunni áfram. Tesla hefur átt í mestu erfiðleikum með að fylla pantanir og bíður fjöldi viðskiptavina mánuðum eða jafnvel árum saman eftir að fá bíla sína afhenta. Því hefur Musk lagt allt kapp á að auka framleiðsluna í verksmiðju Tesla. Setti Musk markmið um að 5.000 bílar af tegundinni Model 3 yrðu framleiddir á viku fyrir lok júní. Reuters-fréttastofan segir að markmiðið um 5.000 bíla hafi náðst snemma á sunnudagsmorgun, þegar nokkrar klukkustundir voru liðnar frá mánaðamótum. Ætlunin er að auka framleiðsluna upp í 6.000 bíla á viku í næsta mánuði. Samkvæmt heimildum Reuters voru starfsmenn færðir úr öðrum deildum Tesla til að vinna við framleiðsluna á Model 3 og gripið var til sérstakra ráðstafna til þess að hún stöðvaðist ekki. Óvíst er hvort að fyrirtækið geti haldið sama hraða í framleiðslunni áfram. Fyrirtækið hefur tapað fé að undanförnu sem hefur valdið óróa á meðal fjárfesta. Hlutabréfaverð í Tesla hefur þó hækkað um 40 prósent frá því í apríl þegar sem mest gekk á.
Tesla Tengdar fréttir Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01 Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00 Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13 Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Musk heldur í stjórnartaumana hjá Tesla Tillaga kom fram á ársfundi sem hefði bolað Musk úr stöðu stjórnarformanns rafbílaframleiðandans. 6. júní 2018 09:01
Tesla tók dýfu eftir ókurteisi Elons Musk Virði hlutabréfa í Tesla minnkaði um sjö prósent í gær eftir að Elon Musk, eigandi og forstjóri, tók þá óvæntu ákvörðun að neita að svara spurningum fjármálagreinenda á símafundi um fjármál fyrirtækisins. 4. maí 2018 06:00
Þúsundum starfsmanna Tesla sagt upp Rafbílaframleiðandinn Tesla segir að til standi að segja upp um 9 prósent allra starfsmanna fyrirtækisins. 13. júní 2018 07:13
Samdráttur hjá Tesla kemur niður á sólarorku Uppsetningarstöðvum sólarsellna verður fækkað samhliða fækkun starfsfólks hjá rafbílaframleiðandanum. 22. júní 2018 08:26
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent