Færa farveg Elliðaánna við endurnýjun lagna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. júlí 2018 06:00 Ný hitaveitulögn á að fara úr núverandi stokkum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skrifstofa umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg kveðst ósammála því mati Veitna að aðeins óveruleg umhverfisáhrif fylgi því að leggja nýja hitaveitustokka undir Elliðaárnar. Í framkvæmdalýsingu Veitna kemur fram að til skoðunar sé að veitulagnir þveri bæði austur- og vesturkvísl Elliðaánna við hliðina á núverandi hitaveitustokki. Þegar hefur verið grafið niður alla Ártúnsbrekkuna og allt að eystri kvíslinni. Grafa þarf skurð sem þverar báðar kvíslarnar. Með athafnasvæði er sagt að heildarbreidd skurðstæðisins gæti verið um tólf til fjórtán metrar. Grafa á nýjan farveg fyrir árnar á meðan framkvæmdir standa yfir sem gert er ráð fyrir að taki um tvær vikur. Hentugur staður sem er til skoðunar fyrir framhjáhlaup er á milli stöpla undir núverandi lagnastæði fyrir hitaveitu. „Gera má ráð fyrir að framhjáhlaup í austurkvíslinni þyrfti að vera í kringum 100 metra langt og að samsvarandi lengd núverandi farvegs færi á þurrt. Framhjáhlaup í vesturkvíslinni væri líklega styttra. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir væru utan veiðitíma og þekkts göngutíma laxfiska,“ segir í umsögn Hafrannsóknastofnunar um málið. „Líkur eru á að smádýr og fiskar leiti inn á raskað svæði í Elliðaánum af nærliggjandi svæðum og að lífríki komist í samt lag á tiltölulega stuttum tíma,“ segir þar enn fremur. Hafrannsóknastofnun bendir á fjölmörg atriði sem hafa þurfi í huga varðandi framkvæmdina.Elliðaárnar eru gjöfular á lax við liðsmenn Stangaveiðfélags Reykjavíkur.Vísir/vilhelm„Er það mat Hafrannsóknastofnunar að áhrif á ferskvatnslífríki í Elliðaám verði talsverð en staðbundin og tímabundin og hafi því ekki alvarleg neikvæð áhrif til lengri tíma,“ segir í umsögninni að því gefnu að leiðbeiningum stofnunarinnar sé fylgt. „Framkvæmdin er sannarlega mikilvæg fyrir starfsemi fráveitu, hitaveitu, rafveitu og vatnsveitu í Reykjavík og ekki hjá því komist að hið gamla veitukerfi sem liggur í stokknum í Elliðaárdal fari í endurnýjun. Að mati USKR eru þó umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar sem kynnt er í fyrirspurn framkvæmdaaðila af þeim toga að skynsamlegast í stöðunni sé að framkvæma mat á umhverfisáhrifum,“ segir skrifstofa umhverfisgæða hins vegar. „Óhjákvæmilegt er að mikið umhverfisrask verði, jafnvel þótt reiknað sé með að áhrifin verði að miklu leyti tímabundin. Umhverfisog skipulagssvið Reykjavíkur er því ekki sammála framkvæmdaaðila um að það sé alveg ljóst að framkvæmdin muni hafa óveruleg umhverfisáhrif í för með sér.“ Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík kveðst taka undir álit og rök skrifstofu umhverfisgæða. Embættið sé að undirbúa heildarendurskoðun á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdalinn og von sé á vinnslutillögu þess efnis í haust. „Tekið er undir að fyrirhuguð framkvæmd Veitna sé mikilvæg fyrir starfsemi Veitna og ekki hjá því komist að gamla veitukerfið fari í endurnýjun,“ segir skipulagsfulltrúi sem óskar eftir samstarfi við Veitur og Orkuveituna um málið. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Skrifstofa umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg kveðst ósammála því mati Veitna að aðeins óveruleg umhverfisáhrif fylgi því að leggja nýja hitaveitustokka undir Elliðaárnar. Í framkvæmdalýsingu Veitna kemur fram að til skoðunar sé að veitulagnir þveri bæði austur- og vesturkvísl Elliðaánna við hliðina á núverandi hitaveitustokki. Þegar hefur verið grafið niður alla Ártúnsbrekkuna og allt að eystri kvíslinni. Grafa þarf skurð sem þverar báðar kvíslarnar. Með athafnasvæði er sagt að heildarbreidd skurðstæðisins gæti verið um tólf til fjórtán metrar. Grafa á nýjan farveg fyrir árnar á meðan framkvæmdir standa yfir sem gert er ráð fyrir að taki um tvær vikur. Hentugur staður sem er til skoðunar fyrir framhjáhlaup er á milli stöpla undir núverandi lagnastæði fyrir hitaveitu. „Gera má ráð fyrir að framhjáhlaup í austurkvíslinni þyrfti að vera í kringum 100 metra langt og að samsvarandi lengd núverandi farvegs færi á þurrt. Framhjáhlaup í vesturkvíslinni væri líklega styttra. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir væru utan veiðitíma og þekkts göngutíma laxfiska,“ segir í umsögn Hafrannsóknastofnunar um málið. „Líkur eru á að smádýr og fiskar leiti inn á raskað svæði í Elliðaánum af nærliggjandi svæðum og að lífríki komist í samt lag á tiltölulega stuttum tíma,“ segir þar enn fremur. Hafrannsóknastofnun bendir á fjölmörg atriði sem hafa þurfi í huga varðandi framkvæmdina.Elliðaárnar eru gjöfular á lax við liðsmenn Stangaveiðfélags Reykjavíkur.Vísir/vilhelm„Er það mat Hafrannsóknastofnunar að áhrif á ferskvatnslífríki í Elliðaám verði talsverð en staðbundin og tímabundin og hafi því ekki alvarleg neikvæð áhrif til lengri tíma,“ segir í umsögninni að því gefnu að leiðbeiningum stofnunarinnar sé fylgt. „Framkvæmdin er sannarlega mikilvæg fyrir starfsemi fráveitu, hitaveitu, rafveitu og vatnsveitu í Reykjavík og ekki hjá því komist að hið gamla veitukerfi sem liggur í stokknum í Elliðaárdal fari í endurnýjun. Að mati USKR eru þó umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar sem kynnt er í fyrirspurn framkvæmdaaðila af þeim toga að skynsamlegast í stöðunni sé að framkvæma mat á umhverfisáhrifum,“ segir skrifstofa umhverfisgæða hins vegar. „Óhjákvæmilegt er að mikið umhverfisrask verði, jafnvel þótt reiknað sé með að áhrifin verði að miklu leyti tímabundin. Umhverfisog skipulagssvið Reykjavíkur er því ekki sammála framkvæmdaaðila um að það sé alveg ljóst að framkvæmdin muni hafa óveruleg umhverfisáhrif í för með sér.“ Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík kveðst taka undir álit og rök skrifstofu umhverfisgæða. Embættið sé að undirbúa heildarendurskoðun á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdalinn og von sé á vinnslutillögu þess efnis í haust. „Tekið er undir að fyrirhuguð framkvæmd Veitna sé mikilvæg fyrir starfsemi Veitna og ekki hjá því komist að gamla veitukerfið fari í endurnýjun,“ segir skipulagsfulltrúi sem óskar eftir samstarfi við Veitur og Orkuveituna um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira