Steingrímur J og bróðir hans óðu Meyjará eftir aðstoð Heimir Már Pétursson skrifar 17. júlí 2018 11:45 Steingrímur J. Sigfússon var í átján manna hópi úr fjölskyldu- og vinahópi hans sem lenti í hrakningum í Meyjardal á Ströndum á sunnudag. En Steingrímur óð með bróður sínum yfir Meyjará sem var í miklum vöxtum vegna úrhellis rigningar til að sækja aðstoð. Steingrímur er mikill göngu- og útivistarmaður og hefur meðal annars gengið þvert og skáhalt yfir landið. Hann hafði verið á mikilli göngu með sautján öðrum vinum og fjölskyldumeðlimum þegar aðstæður breyttust hratt vegna mikilla vatnavaxta undir lok ferðarinnar þar sem hópurinn strandaði að sögn Steingríms. „Það var gríðarlegt úrfelli á fjöllunum og rigndi óskaplega þennan dag. Þannig að minnstu sprænur urðu að skaðræðisfljótum. Rétt undir lok gönguleiðarinnar sem er reyndar löng og ströng úr Reykjafirði í Dranga, er fræg Meyjará sem var eignlega orðin að óvæðu stórfljóti,“ segir Steingrímur. Það hafi verið harðsnúið lið í hópnum sem vant sé útiveru og hafi staðið sig með afbrigðum vel. Dagurinn hafi verið langur því lagt hafi verið af stað upp úr klukkan tíu á sunnudagsmorgun frá Reykjafirði og hópurinn ekki kominn í öruggt skjól fyrr en um klukkan þrjú aðfaranótt mánudags.Meyjará á Ströndum.Tómas Guðbjartsson„Og við þurftum aðstoð en vaskir menn hjá Strandaferðum og Björgunarsveitinni á Drangsnesi komu til aðstoðar og ferjuðu hópinn yfir og að Dröngum. Fyrir utan okkur tvo sem létum okkur hafa það að vaða ána til að vera öryggir um að koma skilaboðum á framfæri. Og það stóð ekki á heimafólki að opna allar dyr og aðstoða okkur á allan hátt. Þannig að við erum auðvitað í þakkarskuld við þetta góða fólk sem við nutum aðstoðar hjá.“Hver óð með þér? „Það var auðvitað Ragnar bróðir minn Sigfússon. Ég hefði ekki gert þetta án hans. Það ætti frekar að nefna hann í þessu samhengi en ræfilinn mig,“ segir Steingrímur. Hann telji hópinn ekki hafa verið í bráðri hættu en ekki hafi verið langt í að ofkælingar færi að gæta í hópnum enda geti aðstæður orðið krítískar þegar svona standi á. „Og tíminn er líka dýrmætur í þessu. En þau stóðu sig auðvitað með afbrigðum vel. Það voru snillingar þarna í hópnum sem tókst að kveikja bál. Þau gátu hlýjað sér við það og það munaði miklu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gönguhópurinn kominn í skjól Göngufólkið sem komst í hann krappan á Ströndum í gærkvöldi er allt komið til byggða. Hópurinn er allur við góða heilsu þrátt fyrir að hafa lent í hrakninum, orðið blautur og kaldur. 16. júlí 2018 07:38 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon var í átján manna hópi úr fjölskyldu- og vinahópi hans sem lenti í hrakningum í Meyjardal á Ströndum á sunnudag. En Steingrímur óð með bróður sínum yfir Meyjará sem var í miklum vöxtum vegna úrhellis rigningar til að sækja aðstoð. Steingrímur er mikill göngu- og útivistarmaður og hefur meðal annars gengið þvert og skáhalt yfir landið. Hann hafði verið á mikilli göngu með sautján öðrum vinum og fjölskyldumeðlimum þegar aðstæður breyttust hratt vegna mikilla vatnavaxta undir lok ferðarinnar þar sem hópurinn strandaði að sögn Steingríms. „Það var gríðarlegt úrfelli á fjöllunum og rigndi óskaplega þennan dag. Þannig að minnstu sprænur urðu að skaðræðisfljótum. Rétt undir lok gönguleiðarinnar sem er reyndar löng og ströng úr Reykjafirði í Dranga, er fræg Meyjará sem var eignlega orðin að óvæðu stórfljóti,“ segir Steingrímur. Það hafi verið harðsnúið lið í hópnum sem vant sé útiveru og hafi staðið sig með afbrigðum vel. Dagurinn hafi verið langur því lagt hafi verið af stað upp úr klukkan tíu á sunnudagsmorgun frá Reykjafirði og hópurinn ekki kominn í öruggt skjól fyrr en um klukkan þrjú aðfaranótt mánudags.Meyjará á Ströndum.Tómas Guðbjartsson„Og við þurftum aðstoð en vaskir menn hjá Strandaferðum og Björgunarsveitinni á Drangsnesi komu til aðstoðar og ferjuðu hópinn yfir og að Dröngum. Fyrir utan okkur tvo sem létum okkur hafa það að vaða ána til að vera öryggir um að koma skilaboðum á framfæri. Og það stóð ekki á heimafólki að opna allar dyr og aðstoða okkur á allan hátt. Þannig að við erum auðvitað í þakkarskuld við þetta góða fólk sem við nutum aðstoðar hjá.“Hver óð með þér? „Það var auðvitað Ragnar bróðir minn Sigfússon. Ég hefði ekki gert þetta án hans. Það ætti frekar að nefna hann í þessu samhengi en ræfilinn mig,“ segir Steingrímur. Hann telji hópinn ekki hafa verið í bráðri hættu en ekki hafi verið langt í að ofkælingar færi að gæta í hópnum enda geti aðstæður orðið krítískar þegar svona standi á. „Og tíminn er líka dýrmætur í þessu. En þau stóðu sig auðvitað með afbrigðum vel. Það voru snillingar þarna í hópnum sem tókst að kveikja bál. Þau gátu hlýjað sér við það og það munaði miklu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gönguhópurinn kominn í skjól Göngufólkið sem komst í hann krappan á Ströndum í gærkvöldi er allt komið til byggða. Hópurinn er allur við góða heilsu þrátt fyrir að hafa lent í hrakninum, orðið blautur og kaldur. 16. júlí 2018 07:38 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Gönguhópurinn kominn í skjól Göngufólkið sem komst í hann krappan á Ströndum í gærkvöldi er allt komið til byggða. Hópurinn er allur við góða heilsu þrátt fyrir að hafa lent í hrakninum, orðið blautur og kaldur. 16. júlí 2018 07:38