Úrskurðarnefnd felldi úr gildi leyfi fyrir nýbyggingu Hafrannsóknarstofnunar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júlí 2018 11:08 Nýbygging Hafrannsókarstofnunar fær ekki að rísa að Fornubúðum 5 við Suðurhöfn í Hafnarfirði. Vísir/Stefán Karlsson Nýbygging Hafrannsóknarstofnunar fær ekki að rísa að Fornubúðum 5 við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin felldi bæði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 27. apríl 2017 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar og ákvörðun byggingarfulltrúa, sem fylgdi í kjölfarið 27. mars á þessu ári, að samþykkja umsókn um byggingu skrifstofu-og rannsóknarhúss fyrir starfsemi Hafrannsóknarstofnunar við Fornubúðir. Í úrskurðinum segir að ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar árið 2017 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina væri hvorki í samræmi við landnotkunarflokk svæðisins samkvæmt skipulagsreglugerð né aðalskipulag bæjarins.Tveir íbúar kærðu breytinguna á deiliskipulagi Tveir íbúar Suðurgötu í Hafnarfirði kærðu breytingu bæjarstjórnarinnar á deiliskipulagi og kröfðust þess að bæði breytingin á deiliskipulagi og byggingarleyfið yrði fellt úr gildi. Íbúarnir sögðu að fyrirhuguð bygging myndi skyggja á útsýni þeirra auk þess sem nýbyggingin samræmdist ekki aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar.Hvorki í samræmi við aðalskipulag né landnotkunarflokk Hafnarsvæði er samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar skilgreint sem svæði sem landnotkun tengist „fyrst og fremst hafsækinni starfsemi, s.s. mannvirkjum og tækjum til móttöku skipa og báta, lestunar og losunar þeirra, geymslu vöru, móttöku og afgreiðslu þessarar vöru, móttöku og brottfarar farþega, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjóflutningum og skipasmíði eða viðgerðum. Íbúðir eru ekki heimilar á hafnarsvæðum.“ Þá er sérstaklega tekið fram í aðalskipulagi um Suðurhöfn, hafnarsvæði H1 sem lóðin við Fornubúðir 5 tilheyrir, að miðað sé við að Suðurhöfnin verði áfram meginfiskihöfn höfuðborgarsvæðisins, vöruflutningahöfn og miðstöð skipasmíða og viðhaldsþjónustu við skipaflotann. Breyting bæjarstjórnar á deiliskipulagi vegna lóðarinnar getur ekki fallið undir landnotkunarflokk hafna eins og skilgreint er í skipulagsreglugerð segir í úrskurði nefndarinnar. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Nýbygging Hafrannsóknarstofnunar fær ekki að rísa að Fornubúðum 5 við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Nefndin felldi bæði úr gildi ákvörðun bæjarstjórnar Hafnarfjarðar frá 27. apríl 2017 um breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar og ákvörðun byggingarfulltrúa, sem fylgdi í kjölfarið 27. mars á þessu ári, að samþykkja umsókn um byggingu skrifstofu-og rannsóknarhúss fyrir starfsemi Hafrannsóknarstofnunar við Fornubúðir. Í úrskurðinum segir að ákvörðun Hafnarfjarðarbæjar árið 2017 um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina væri hvorki í samræmi við landnotkunarflokk svæðisins samkvæmt skipulagsreglugerð né aðalskipulag bæjarins.Tveir íbúar kærðu breytinguna á deiliskipulagi Tveir íbúar Suðurgötu í Hafnarfirði kærðu breytingu bæjarstjórnarinnar á deiliskipulagi og kröfðust þess að bæði breytingin á deiliskipulagi og byggingarleyfið yrði fellt úr gildi. Íbúarnir sögðu að fyrirhuguð bygging myndi skyggja á útsýni þeirra auk þess sem nýbyggingin samræmdist ekki aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar.Hvorki í samræmi við aðalskipulag né landnotkunarflokk Hafnarsvæði er samkvæmt aðalskipulagi Hafnarfjarðar skilgreint sem svæði sem landnotkun tengist „fyrst og fremst hafsækinni starfsemi, s.s. mannvirkjum og tækjum til móttöku skipa og báta, lestunar og losunar þeirra, geymslu vöru, móttöku og afgreiðslu þessarar vöru, móttöku og brottfarar farþega, fiskvinnslu og starfsemi tengdri sjóflutningum og skipasmíði eða viðgerðum. Íbúðir eru ekki heimilar á hafnarsvæðum.“ Þá er sérstaklega tekið fram í aðalskipulagi um Suðurhöfn, hafnarsvæði H1 sem lóðin við Fornubúðir 5 tilheyrir, að miðað sé við að Suðurhöfnin verði áfram meginfiskihöfn höfuðborgarsvæðisins, vöruflutningahöfn og miðstöð skipasmíða og viðhaldsþjónustu við skipaflotann. Breyting bæjarstjórnar á deiliskipulagi vegna lóðarinnar getur ekki fallið undir landnotkunarflokk hafna eins og skilgreint er í skipulagsreglugerð segir í úrskurði nefndarinnar.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira