Áhrifavaldar missa milljónir gervifylgjenda á Twitter Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 15. júlí 2018 08:30 Myndin er sviðsett. Vísir/Getty Margir helstu áhrifavaldar á samfélagsmiðlinum Twitter misstu milljónir fylgjenda í gær. Ástæðan er að stjórnendur Twitter hafa skorið upp herör gegn fölskum reikningum sem notaðir eru í ýmsum vafasömum tilgangi. Meðal annars er hægt að kaupa sér gervi-fylgjendur sem eru í raun bara tölvuforrit sem hækka fylgjendafjöldann. Í sumum tilvikum eru þessir gervi-fylgjendur líka að safna upplýsingum um aðra notendur fyrir tölvuhakkara eða senda út fjölpóst með auglýsingum. Enginn er með fleiri fylgjendur á Twitter en söngkonan Katy Perry. Hún fór úr 109,6 milljón fylgjendum niður í 107 milljónir eftir að byrjað var að eyða fölsku reikningunum í gær. Fyrrum fjandkona hennar Taylor Swift missti tæplega tvær milljónir fylgjenda og er nú aðeins áhrifavaldur í lífi 83 milljóna. Sjónarsviptir. Lily Allen missti hálfa milljón fylgjenda og tók því nokkuð vel í fyrstu.Lost half a million followers today lol— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Átta mínútum síðar var hún hins vegar mætt aftur á Twitter í allt öðrum hugleiðingum og lagði fram áhugaverða samsæriskenningu. Sagðist hún hafa tekið eftir því að frægir hægrimenn virtust ekki missa neina fylgjendur vegna átaksins gegn gervifylgjendum, sem væri einkennilegt.Looking at numbers of some prominent right wingers and theirs don't seem to be moving so drastically, which is odd, dontcha think ? #Twittercull— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Það er reyndar ekki alveg rétt hjá henni því persónulegur Twitter reikningur Trumps Bandaríkjaforseta tapaði tæplega 200 þúsund fylgjendum. Það er þó töluvert minni rýrnun en hjá mörgum öðrum. Meiri athygli vakti þó að opinber Twitter reikningur forsetaembættisins bætti við sig fylgjendum á sama tíma og allir aðrir voru að tapa þeim. Engin góð skýring hefur verið lögð fram á því hvernig það gerðist. Þess má geta að Barack Obama, forveri Trumps í embætti, missti tvær milljón fylgjenda í gær. Stjórnendur Twitter lýstu því yfir að aðgerðirnar í gær væru aðeins fyrsti liðurinn í umfangsmeiri tiltekt þar sem reynt verði að útrýma gervinotendum að mestu. Samfélagsmiðlar Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Margir helstu áhrifavaldar á samfélagsmiðlinum Twitter misstu milljónir fylgjenda í gær. Ástæðan er að stjórnendur Twitter hafa skorið upp herör gegn fölskum reikningum sem notaðir eru í ýmsum vafasömum tilgangi. Meðal annars er hægt að kaupa sér gervi-fylgjendur sem eru í raun bara tölvuforrit sem hækka fylgjendafjöldann. Í sumum tilvikum eru þessir gervi-fylgjendur líka að safna upplýsingum um aðra notendur fyrir tölvuhakkara eða senda út fjölpóst með auglýsingum. Enginn er með fleiri fylgjendur á Twitter en söngkonan Katy Perry. Hún fór úr 109,6 milljón fylgjendum niður í 107 milljónir eftir að byrjað var að eyða fölsku reikningunum í gær. Fyrrum fjandkona hennar Taylor Swift missti tæplega tvær milljónir fylgjenda og er nú aðeins áhrifavaldur í lífi 83 milljóna. Sjónarsviptir. Lily Allen missti hálfa milljón fylgjenda og tók því nokkuð vel í fyrstu.Lost half a million followers today lol— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Átta mínútum síðar var hún hins vegar mætt aftur á Twitter í allt öðrum hugleiðingum og lagði fram áhugaverða samsæriskenningu. Sagðist hún hafa tekið eftir því að frægir hægrimenn virtust ekki missa neina fylgjendur vegna átaksins gegn gervifylgjendum, sem væri einkennilegt.Looking at numbers of some prominent right wingers and theirs don't seem to be moving so drastically, which is odd, dontcha think ? #Twittercull— LILY ALLEN (@lilyallen) July 12, 2018 Það er reyndar ekki alveg rétt hjá henni því persónulegur Twitter reikningur Trumps Bandaríkjaforseta tapaði tæplega 200 þúsund fylgjendum. Það er þó töluvert minni rýrnun en hjá mörgum öðrum. Meiri athygli vakti þó að opinber Twitter reikningur forsetaembættisins bætti við sig fylgjendum á sama tíma og allir aðrir voru að tapa þeim. Engin góð skýring hefur verið lögð fram á því hvernig það gerðist. Þess má geta að Barack Obama, forveri Trumps í embætti, missti tvær milljón fylgjenda í gær. Stjórnendur Twitter lýstu því yfir að aðgerðirnar í gær væru aðeins fyrsti liðurinn í umfangsmeiri tiltekt þar sem reynt verði að útrýma gervinotendum að mestu.
Samfélagsmiðlar Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira