Segir merkingum við ár ábótavant: Tjón geti hlaupið á milljónum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2018 19:00 Björgunarsveitarmaður segir sárt að hugsa til þess að ferðamenn greiði hátt í tvær milljónir fyrir tjón á bifreiðum sem verður þegar þeir festast í ám og straumvötnum. Hann segir leiðbeiningar við ár ábótavant en auðvelt sé að fækka tjónum verði merkingum komið upp. Í sumar hefur verið nokkuð um útköll hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þar sem bílar ferðamanna sitji fastir í ám, straumvötnum og jafnvel drullu. Algengt er að slík tilvik hlaupi á tugum en mest fari þau upp í annað hundrað útkalla. „Oft fer fólk vitlaust yfir ána, það keyrir beint yfir sem er oft dýpsti staðurinn og er botninn jafnvel lausastur þar. Þá verður fólk hrætt og gefur í. Þá festist bíllinn og vatn fer inn á vélina. Tjónið sem verður getur hlaupið á hundruðum þúsunda jafnvel milljónum,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Þá segir hann tjónin ekki falla undir tryggingu. Því bíði ferðamenn oft eftir björgunarsveit í geðshræringu en fyrir marga er fríið þá ónýtt sökum þess að þeir þurfi að staðgreiða hátt upp í tvær milljónir vegna tjónsins sem verður á bílaleigubílnum.Skjáskot úr fréttHann segir merkingum og leiðbeiningum við ár ábótavant. En ferðamenn renni blint í sjóinn þegar farið er yfir ár sökum þess að engar merkingar eru á slíkum svæðum. „Það vantar merkingar og leiðbeiningar sem sýna fólki hvernig keyra eigi yfir ána. Fyrir nokkrum árum úthlutaði Stjórnstöð ferðamála, Vegagerðinni fjármagn til að setja upp merkingar. Mér er ekki kunnugt um að þær séu komnar upp en það bráðvantar að ráða bót á því,“ segir Jónas. Þá segir hann ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni en ef leiðbeiningar væru á svæðum þar sem keyra þarf yfir ár, myndi tilvikum fækka um tugi prósenta.Hefur rigningin áhrif á þessi tilvik? „Hún hefur áhrif á þessi tilvik. En þegar blautt er hækkar í ám og drulla verður meiri. Þá fjölgar tilvikum,“ segir Jónas. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira
Björgunarsveitarmaður segir sárt að hugsa til þess að ferðamenn greiði hátt í tvær milljónir fyrir tjón á bifreiðum sem verður þegar þeir festast í ám og straumvötnum. Hann segir leiðbeiningar við ár ábótavant en auðvelt sé að fækka tjónum verði merkingum komið upp. Í sumar hefur verið nokkuð um útköll hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þar sem bílar ferðamanna sitji fastir í ám, straumvötnum og jafnvel drullu. Algengt er að slík tilvik hlaupi á tugum en mest fari þau upp í annað hundrað útkalla. „Oft fer fólk vitlaust yfir ána, það keyrir beint yfir sem er oft dýpsti staðurinn og er botninn jafnvel lausastur þar. Þá verður fólk hrætt og gefur í. Þá festist bíllinn og vatn fer inn á vélina. Tjónið sem verður getur hlaupið á hundruðum þúsunda jafnvel milljónum,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Þá segir hann tjónin ekki falla undir tryggingu. Því bíði ferðamenn oft eftir björgunarsveit í geðshræringu en fyrir marga er fríið þá ónýtt sökum þess að þeir þurfi að staðgreiða hátt upp í tvær milljónir vegna tjónsins sem verður á bílaleigubílnum.Skjáskot úr fréttHann segir merkingum og leiðbeiningum við ár ábótavant. En ferðamenn renni blint í sjóinn þegar farið er yfir ár sökum þess að engar merkingar eru á slíkum svæðum. „Það vantar merkingar og leiðbeiningar sem sýna fólki hvernig keyra eigi yfir ána. Fyrir nokkrum árum úthlutaði Stjórnstöð ferðamála, Vegagerðinni fjármagn til að setja upp merkingar. Mér er ekki kunnugt um að þær séu komnar upp en það bráðvantar að ráða bót á því,“ segir Jónas. Þá segir hann ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni en ef leiðbeiningar væru á svæðum þar sem keyra þarf yfir ár, myndi tilvikum fækka um tugi prósenta.Hefur rigningin áhrif á þessi tilvik? „Hún hefur áhrif á þessi tilvik. En þegar blautt er hækkar í ám og drulla verður meiri. Þá fjölgar tilvikum,“ segir Jónas.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Sjá meira