Segir merkingum við ár ábótavant: Tjón geti hlaupið á milljónum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. júlí 2018 19:00 Björgunarsveitarmaður segir sárt að hugsa til þess að ferðamenn greiði hátt í tvær milljónir fyrir tjón á bifreiðum sem verður þegar þeir festast í ám og straumvötnum. Hann segir leiðbeiningar við ár ábótavant en auðvelt sé að fækka tjónum verði merkingum komið upp. Í sumar hefur verið nokkuð um útköll hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þar sem bílar ferðamanna sitji fastir í ám, straumvötnum og jafnvel drullu. Algengt er að slík tilvik hlaupi á tugum en mest fari þau upp í annað hundrað útkalla. „Oft fer fólk vitlaust yfir ána, það keyrir beint yfir sem er oft dýpsti staðurinn og er botninn jafnvel lausastur þar. Þá verður fólk hrætt og gefur í. Þá festist bíllinn og vatn fer inn á vélina. Tjónið sem verður getur hlaupið á hundruðum þúsunda jafnvel milljónum,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Þá segir hann tjónin ekki falla undir tryggingu. Því bíði ferðamenn oft eftir björgunarsveit í geðshræringu en fyrir marga er fríið þá ónýtt sökum þess að þeir þurfi að staðgreiða hátt upp í tvær milljónir vegna tjónsins sem verður á bílaleigubílnum.Skjáskot úr fréttHann segir merkingum og leiðbeiningum við ár ábótavant. En ferðamenn renni blint í sjóinn þegar farið er yfir ár sökum þess að engar merkingar eru á slíkum svæðum. „Það vantar merkingar og leiðbeiningar sem sýna fólki hvernig keyra eigi yfir ána. Fyrir nokkrum árum úthlutaði Stjórnstöð ferðamála, Vegagerðinni fjármagn til að setja upp merkingar. Mér er ekki kunnugt um að þær séu komnar upp en það bráðvantar að ráða bót á því,“ segir Jónas. Þá segir hann ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni en ef leiðbeiningar væru á svæðum þar sem keyra þarf yfir ár, myndi tilvikum fækka um tugi prósenta.Hefur rigningin áhrif á þessi tilvik? „Hún hefur áhrif á þessi tilvik. En þegar blautt er hækkar í ám og drulla verður meiri. Þá fjölgar tilvikum,“ segir Jónas. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Björgunarsveitarmaður segir sárt að hugsa til þess að ferðamenn greiði hátt í tvær milljónir fyrir tjón á bifreiðum sem verður þegar þeir festast í ám og straumvötnum. Hann segir leiðbeiningar við ár ábótavant en auðvelt sé að fækka tjónum verði merkingum komið upp. Í sumar hefur verið nokkuð um útköll hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þar sem bílar ferðamanna sitji fastir í ám, straumvötnum og jafnvel drullu. Algengt er að slík tilvik hlaupi á tugum en mest fari þau upp í annað hundrað útkalla. „Oft fer fólk vitlaust yfir ána, það keyrir beint yfir sem er oft dýpsti staðurinn og er botninn jafnvel lausastur þar. Þá verður fólk hrætt og gefur í. Þá festist bíllinn og vatn fer inn á vélina. Tjónið sem verður getur hlaupið á hundruðum þúsunda jafnvel milljónum,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Þá segir hann tjónin ekki falla undir tryggingu. Því bíði ferðamenn oft eftir björgunarsveit í geðshræringu en fyrir marga er fríið þá ónýtt sökum þess að þeir þurfi að staðgreiða hátt upp í tvær milljónir vegna tjónsins sem verður á bílaleigubílnum.Skjáskot úr fréttHann segir merkingum og leiðbeiningum við ár ábótavant. En ferðamenn renni blint í sjóinn þegar farið er yfir ár sökum þess að engar merkingar eru á slíkum svæðum. „Það vantar merkingar og leiðbeiningar sem sýna fólki hvernig keyra eigi yfir ána. Fyrir nokkrum árum úthlutaði Stjórnstöð ferðamála, Vegagerðinni fjármagn til að setja upp merkingar. Mér er ekki kunnugt um að þær séu komnar upp en það bráðvantar að ráða bót á því,“ segir Jónas. Þá segir hann ábyrgðina liggja hjá Vegagerðinni en ef leiðbeiningar væru á svæðum þar sem keyra þarf yfir ár, myndi tilvikum fækka um tugi prósenta.Hefur rigningin áhrif á þessi tilvik? „Hún hefur áhrif á þessi tilvik. En þegar blautt er hækkar í ám og drulla verður meiri. Þá fjölgar tilvikum,“ segir Jónas.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent