Klofinn héraðsdómur taldi ekki sannað að afi hefði brotið gegn barnabarni Birgir Olgeirsson skrifar 13. júlí 2018 14:50 Málið var tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjavíkur. Fréttablaðið/Ernir Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot til fjölda ára gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur komst að þessari niðurstöðu en dómurinn klofnaði í málinu. Ástæðan fyrir því að afinn var sýknaður er sú að trúverðugur framburður stúlkunnar fékk ekki næga stoð í gögnum málsins. Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. Allir þrír dómarnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan og framburð afans ótrúverðugan. Einn af dómurunum skilaði séráliti þar sem hann tók fram að hann tæki ekki undir þá ályktun meirihluta dómsins að ákæruvaldið hefði ekki axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir.Dómari skilaði séráliti Benti dómarinn sem skilaði séráliti á að það væri hafið yfir skynsamlegan vafa að stúlkan hefði um langt skeið átt við mikla vanlíðan að stríða. Hún hefði sýnt af sér sjálfskaðandi hegðun sem ummerki væru um á höndum hennar. Í gögnum málsins kom fram að hún hefði haft samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016, áður en hún greindi fyrst frá brotum afa síns. Þar lýsti hún vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Framburði móður og föður stúlkunnar stúlkunnar ber einnig saman um að hún hafi verið farin að stunda sjálfskaðandi hegðun áður en málið kom upp. Í framburði móður fyrir dómi og hjá lögreglu kom fram að dóttirin hefði byrjað að skera sig í sjötta bekk, þegar hún var ellefu til tólf ára gömul.Kvaðst reið ömmu sinni fyrir að hafa ekki stöðvað brotin Var afinn ákærður fyrir að brjóta á stúlkunni á heimili sínu í Reykjavík frá því stúlkan var fimm ára gömul þar til hún var tólf eða þrettán ára gömul, á tímabilinu frá 2007 til 2014 eða 2015. Átti hann að hafa samkvæmt ákæru snert kynfæri stúlkunnar og látið hana snerta ber kynfæri hans og látið hana fróa sér. Hann hefði nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem afa hennar. Fyrir dómi kom fram að stúlkan hefði verið afar reið ömmu sinni fyrir að hafa ekki stöðvað þessa hegðun. Þá sárnaði henni fyrstu viðbrögð föður síns og að hann skyldi í framhaldinu reyna að telja henni trú um að gerandinn væri einhver annar.Tóku afdráttarlausa afstöðu gegn stúlkunni Föðuramma, faðir og sambýliskona föður stúlkunnar tóku afdráttarlausa afstöðu gegn stúlkunni í vitnisburði sínum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ýmislegt bendi til að faðir stúlkunnar og sambýliskona hans hafi samræmt framburð sinn um ákveðin atriði. Þá gætti ósamræmis í framburði meðlima föðurfjölskyldunnar sem eiga að styðja framburð afans. Dómarinn sem skilaði séráliti sagði að þrátt fyrir allt þá hefði stúlkan verið samkvæm sjálfri sér fyrir dómi um það hvernig afinn snerti kynfæri hennar innan klæða og lét hana snerta kynfæri sín. Þá greindi stúlkan bekkjarsystur sinni frá brotunum eftir að bekkjarsystirin hafði tekið eftir að eitthvað mikið væri að angra stúlkuna. Sálfræðingur sagði stúlkuna einnig bera öll merki áfallastreituröskunar en dómarinn sem skilaði séráliti var þeirrar skoðunar að sakfella ætti afann vegna þessara atriða.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um kynferðisbrot til fjölda ára gegn barnabarni sínu. Fjölskipaður dómur komst að þessari niðurstöðu en dómurinn klofnaði í málinu. Ástæðan fyrir því að afinn var sýknaður er sú að trúverðugur framburður stúlkunnar fékk ekki næga stoð í gögnum málsins. Taldi meirihluti dómsins ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíli við að sýna fram á sekt mannsins. Allir þrír dómarnir töldu framburð stúlkunnar trúverðugan og framburð afans ótrúverðugan. Einn af dómurunum skilaði séráliti þar sem hann tók fram að hann tæki ekki undir þá ályktun meirihluta dómsins að ákæruvaldið hefði ekki axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvílir.Dómari skilaði séráliti Benti dómarinn sem skilaði séráliti á að það væri hafið yfir skynsamlegan vafa að stúlkan hefði um langt skeið átt við mikla vanlíðan að stríða. Hún hefði sýnt af sér sjálfskaðandi hegðun sem ummerki væru um á höndum hennar. Í gögnum málsins kom fram að hún hefði haft samband við hjálparsíma Rauða krossins árið 2016, áður en hún greindi fyrst frá brotum afa síns. Þar lýsti hún vanlíðan og að hún væri að skaða sig. Framburði móður og föður stúlkunnar stúlkunnar ber einnig saman um að hún hafi verið farin að stunda sjálfskaðandi hegðun áður en málið kom upp. Í framburði móður fyrir dómi og hjá lögreglu kom fram að dóttirin hefði byrjað að skera sig í sjötta bekk, þegar hún var ellefu til tólf ára gömul.Kvaðst reið ömmu sinni fyrir að hafa ekki stöðvað brotin Var afinn ákærður fyrir að brjóta á stúlkunni á heimili sínu í Reykjavík frá því stúlkan var fimm ára gömul þar til hún var tólf eða þrettán ára gömul, á tímabilinu frá 2007 til 2014 eða 2015. Átti hann að hafa samkvæmt ákæru snert kynfæri stúlkunnar og látið hana snerta ber kynfæri hans og látið hana fróa sér. Hann hefði nýtt sér yfirburði sína gagnvart stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem afa hennar. Fyrir dómi kom fram að stúlkan hefði verið afar reið ömmu sinni fyrir að hafa ekki stöðvað þessa hegðun. Þá sárnaði henni fyrstu viðbrögð föður síns og að hann skyldi í framhaldinu reyna að telja henni trú um að gerandinn væri einhver annar.Tóku afdráttarlausa afstöðu gegn stúlkunni Föðuramma, faðir og sambýliskona föður stúlkunnar tóku afdráttarlausa afstöðu gegn stúlkunni í vitnisburði sínum. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ýmislegt bendi til að faðir stúlkunnar og sambýliskona hans hafi samræmt framburð sinn um ákveðin atriði. Þá gætti ósamræmis í framburði meðlima föðurfjölskyldunnar sem eiga að styðja framburð afans. Dómarinn sem skilaði séráliti sagði að þrátt fyrir allt þá hefði stúlkan verið samkvæm sjálfri sér fyrir dómi um það hvernig afinn snerti kynfæri hennar innan klæða og lét hana snerta kynfæri sín. Þá greindi stúlkan bekkjarsystur sinni frá brotunum eftir að bekkjarsystirin hafði tekið eftir að eitthvað mikið væri að angra stúlkuna. Sálfræðingur sagði stúlkuna einnig bera öll merki áfallastreituröskunar en dómarinn sem skilaði séráliti var þeirrar skoðunar að sakfella ætti afann vegna þessara atriða.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira