Zinedine Zidane með risatilboð í höndunum: 25 milljarðar fyrir fjögur ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2018 10:30 Zinedine Zidane og Luka Modric með bikarinn með stóru eyrun. Real Madrid vann Meistaradeildina öll ár Zidane með liðið. Vísir/Getty Zinedine Zidane hætti óvænt með spænska liðið Real Madrid í vor en þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fá ekki nýtt starf í fótboltanum. Katar heldur næstu heimsmeistarakeppni í fóboltanum árið 2022 og þar á bæ eru menn ekki aðeins að byggja nýja leikvanga og bæta aðstöðu fyrir keppendur og áhorfendur. Stefnan hefur einnig verið sett á það að mæta til leiks með frambærilegt fótboltalið. Þýska blaðið Bild hefur heimildir fyrir því að knattspyrnusamband Katar hafi boðið Zinedine Zidane risasamning fyrir að gerast þjálfari landsliðs Katar. Samkvæmt fréttinni hjá Bild þá á Zinedine Zidane að fá 200 milljónir evra fyrir fjögur ár eða meira en 25 milljarða íslenskra króna. Katar er eins og er í 98. sæti á styrkleikalista FIFA og hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM. Þeir fá „gefins“ sæti sem gestgjafar á næstu HM og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að komast þangað. 25 milljarðar á 48 mánuðum gera meira en 520 milljónir í mánaðarlaun sem eru engin sultarlaun. Sem dæmi eru það tvöfalt meira en umdeild ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Fyrsta alvöru þjálfarastarf Zinedine Zidane var hjá Real Madrid þar sem hann vann níu titla á aðeins tveimur og hálfu ári. Þar stóð hæst að vinna Meistaradeildina þrjú ár í röð fyrstur þjálfara í sögunni. Það hefur ekki komið nein ein skýring á því af hverju Zidane hætti með lið Real Madrid en einhverjar sögusagnir voru um að hann væri að fara að taka við franska landsliðinu. Didier Deschamps er þjálfari Frakka og einum leik frá því að gera liðið að heimsmeisturum. Deschamps er líka með samning út EM 2020 og Noel Le Graet, forseti franska sambandsins, hefur gefið það út að hann haldi áfram með liðið eftir HM. Frakkar eiga heldur ekki möguleika að bjóða Zinedine Zidane nema brotabrot af þessum ofurlaunum Katarbúa ætli þeir sér að skipta um landsliðsþjálfara. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira
Zinedine Zidane hætti óvænt með spænska liðið Real Madrid í vor en þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af því að fá ekki nýtt starf í fótboltanum. Katar heldur næstu heimsmeistarakeppni í fóboltanum árið 2022 og þar á bæ eru menn ekki aðeins að byggja nýja leikvanga og bæta aðstöðu fyrir keppendur og áhorfendur. Stefnan hefur einnig verið sett á það að mæta til leiks með frambærilegt fótboltalið. Þýska blaðið Bild hefur heimildir fyrir því að knattspyrnusamband Katar hafi boðið Zinedine Zidane risasamning fyrir að gerast þjálfari landsliðs Katar. Samkvæmt fréttinni hjá Bild þá á Zinedine Zidane að fá 200 milljónir evra fyrir fjögur ár eða meira en 25 milljarða íslenskra króna. Katar er eins og er í 98. sæti á styrkleikalista FIFA og hefur aldrei áður komist í úrslitakeppni HM. Þeir fá „gefins“ sæti sem gestgjafar á næstu HM og þurfa því ekki að hafa áhyggjur af því að komast þangað. 25 milljarðar á 48 mánuðum gera meira en 520 milljónir í mánaðarlaun sem eru engin sultarlaun. Sem dæmi eru það tvöfalt meira en umdeild ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Fyrsta alvöru þjálfarastarf Zinedine Zidane var hjá Real Madrid þar sem hann vann níu titla á aðeins tveimur og hálfu ári. Þar stóð hæst að vinna Meistaradeildina þrjú ár í röð fyrstur þjálfara í sögunni. Það hefur ekki komið nein ein skýring á því af hverju Zidane hætti með lið Real Madrid en einhverjar sögusagnir voru um að hann væri að fara að taka við franska landsliðinu. Didier Deschamps er þjálfari Frakka og einum leik frá því að gera liðið að heimsmeisturum. Deschamps er líka með samning út EM 2020 og Noel Le Graet, forseti franska sambandsins, hefur gefið það út að hann haldi áfram með liðið eftir HM. Frakkar eiga heldur ekki möguleika að bjóða Zinedine Zidane nema brotabrot af þessum ofurlaunum Katarbúa ætli þeir sér að skipta um landsliðsþjálfara.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Sjá meira