Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Sumarið hefur reynst norskum bændum mjög erfitt. Vísir/Getty Til skoðunar er hvort íslenskir bændur geti komið skandinavískum starfsbræðrum sínum til aðstoðar vegna uppskerubrests. Nær engin úrkoma hefur verið á hinum Norðurlöndunum það sem af er sumri. „Ég er nýbúinn að setja mig í samband við formenn allra systursamtaka Bændasamtaka Íslands (BÍ) og kanna hvort áhugi sé fyrir því að við hlaupum undir bagga,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.Fréttablaðið greindi frá því fyrr í mánuðinum að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefði hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey til Noregs. Fjölmargir bændur sýndu því áhuga. Danmörk, Finnland og Svíþjóð eiga öll aðild að ESB og þar á bæjum er viðbúnaðarpakki í undirbúningi. Noregur, sem er EFTA-ríki líkt og Ísland, nýtur þess ekki. Sindri segir að hann hafi verið í sambandi við Norðmenn um mögulega heyöflun handa þeim hér heima. Það muni allt skýrast betur eftir helgi. Fordæmi eru fyrir því að Norðurlöndin aðstoði hvert annað á slíkum tímum en Norðmenn seldu hingað hey í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli.Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtaka Íslands.„Staðan er grafalvarleg og hljóðið í kollegum mínum er mjög vont. Uppskerubresturinn er gríðarlegur. Það sem við getum gert er að kanna hvort við getum notað gott sumar og mikla sprettu til að aðstoða þá.“ Dr. Christian Smedshaug, framkvæmdastjóri hjá norska greiningarfyrirtækinu Agri Analyse, segir að staðan í landinu sé misjöfn. Sumir bændur búi við þann munað að eiga veitukerfi. Annars staðar sé staðan hins vegar svört. „Framan af sumri voru menn bjartsýnir og bjuggust við því að rigningin myndi koma. Nú er hins vegar útlit fyrir að júlí verði þurr, líkt og júní, og fyrsta rigningin komi ekki fyrr en í ágúst,“ segir Smedshaug. Hann segir að í skásta falli muni byrja að rigna í ágúst og bændur geti bjargað því sem bjargað verður. Á að giska myndi það þýða að menn hefðu um tvo þriðju af þeim forða sem þeir vanalega hafa. Bændur sjálfir eru svartsýnir og eru sumir búnir undir það versta. Þeir sem ekki hafa fjárhagslega burði til að brúa bilið sjá fram á að þurfa að skera niður allt að helming bústofnsins. Offramboð gæti orðið á kjöti og mjólkurframleiðsla gæti minnkað. „Á hluta landsins hefur heyöflun gengið illa vegna vætu en á Norður- og Austurlandi er gríðarlega mikill heyskapur,“ segir Sindri. „Þegar menn eru að hjálpa til held ég að það verði ekki gert með gróðavon í huga heldur verði litið á þetta sem stuðning við bændur í erfiðleikum.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. 7. júlí 2018 10:12 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Til skoðunar er hvort íslenskir bændur geti komið skandinavískum starfsbræðrum sínum til aðstoðar vegna uppskerubrests. Nær engin úrkoma hefur verið á hinum Norðurlöndunum það sem af er sumri. „Ég er nýbúinn að setja mig í samband við formenn allra systursamtaka Bændasamtaka Íslands (BÍ) og kanna hvort áhugi sé fyrir því að við hlaupum undir bagga,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.Fréttablaðið greindi frá því fyrr í mánuðinum að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefði hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey til Noregs. Fjölmargir bændur sýndu því áhuga. Danmörk, Finnland og Svíþjóð eiga öll aðild að ESB og þar á bæjum er viðbúnaðarpakki í undirbúningi. Noregur, sem er EFTA-ríki líkt og Ísland, nýtur þess ekki. Sindri segir að hann hafi verið í sambandi við Norðmenn um mögulega heyöflun handa þeim hér heima. Það muni allt skýrast betur eftir helgi. Fordæmi eru fyrir því að Norðurlöndin aðstoði hvert annað á slíkum tímum en Norðmenn seldu hingað hey í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli.Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtaka Íslands.„Staðan er grafalvarleg og hljóðið í kollegum mínum er mjög vont. Uppskerubresturinn er gríðarlegur. Það sem við getum gert er að kanna hvort við getum notað gott sumar og mikla sprettu til að aðstoða þá.“ Dr. Christian Smedshaug, framkvæmdastjóri hjá norska greiningarfyrirtækinu Agri Analyse, segir að staðan í landinu sé misjöfn. Sumir bændur búi við þann munað að eiga veitukerfi. Annars staðar sé staðan hins vegar svört. „Framan af sumri voru menn bjartsýnir og bjuggust við því að rigningin myndi koma. Nú er hins vegar útlit fyrir að júlí verði þurr, líkt og júní, og fyrsta rigningin komi ekki fyrr en í ágúst,“ segir Smedshaug. Hann segir að í skásta falli muni byrja að rigna í ágúst og bændur geti bjargað því sem bjargað verður. Á að giska myndi það þýða að menn hefðu um tvo þriðju af þeim forða sem þeir vanalega hafa. Bændur sjálfir eru svartsýnir og eru sumir búnir undir það versta. Þeir sem ekki hafa fjárhagslega burði til að brúa bilið sjá fram á að þurfa að skera niður allt að helming bústofnsins. Offramboð gæti orðið á kjöti og mjólkurframleiðsla gæti minnkað. „Á hluta landsins hefur heyöflun gengið illa vegna vætu en á Norður- og Austurlandi er gríðarlega mikill heyskapur,“ segir Sindri. „Þegar menn eru að hjálpa til held ég að það verði ekki gert með gróðavon í huga heldur verði litið á þetta sem stuðning við bændur í erfiðleikum.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. 7. júlí 2018 10:12 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. 7. júlí 2018 10:12