Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Birgir Olgeirsson skrifar 12. júlí 2018 14:19 Barry Von Tuijl missti fótlegg í slysi Stöð 2 Innanríkisráðuneytið hefur fellt ákvörðun Fangelsismálastofnunar, um að flytja fangann Barry Van Tuijl úr opnu fangelsi, í lokað úr gildi. Í úrskurði innanríkisráðuneytisins kemur fram að ákvörðunin um að flytja Barry úr opnu fangelsi í lokað hafi verið afar íþyngjandi og ekki í samræmi við grófleika þess brots sem Barry framdi. Barry hafði átt samskipti við fyrrum samfanga á golfvelli fangelsisins að Kvíabryggju sem er á lóð fangelsisins. Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. Unnt hefði verið að ná fram því markmiði sem stefnt var að með ákvörðun um vægari agaviðurlög.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonLjóst að um brot á reglum var að ræða Áréttar ráðuneytið að agaviðurlög geta einnig falist í skriflegri áminningu, sviptingu helmings þóknunar fyrir ástundun vinnu og náms í ákveðinn tíma, sviptingu aukabúnaðar sem sérstakt leyfi þarf fyrir og takmörkun heimsókna, símtala og bréfaskipta um ákveðinn tíma. Ráðuneytið tekur undir með forstöðumanni Fangelsismálastofnunar að um heimsókn var að ræða þegar Barry hitti fyrrum samfanga sinn, enda hefur Barry sjálfur viðurkennt að hafa fengið símtal frá viðkomandi og ákveðið að hitta hann á tilteknum stað og á ákveðnum tíma. Slíkt geti ekki annað talist en heimsókn og að heimsóknin hafi ekki farið fram í samræmi við þær heimsóknarreglur sem eru í gildi hjá Fangelsismálastofnun og höfðu verið kynntar fyrir Barry.Afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl Barry var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi í mars árið 2016 fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Hann og konan hans voru stöðvuð við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september árið 2015 með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi til viðbótar. Hann játaði sök en konan neitaði frá upphafi að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar og fór svo að hún var sýknuð.Barry missti fótlegg í umferðarslysi og notar gervifót, en vegna tíðra sýkinga í stúfnum þarf hann oft að notast við hjólastól. Afstaða, félag fanga, gangrýndi harðlega refsinguna sem Barry hlaut þegar hann var fluttur úr opnu fangelsi í lokað og sagði hann ekki hafa komist í sturtu né hafa fengið aðgang að hjólastól. Tengdar fréttir Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Formaður Afstöðu gagnrýnir ákvörðun Fangelsismálastofnunnar 28. júní 2018 19:15 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Innanríkisráðuneytið hefur fellt ákvörðun Fangelsismálastofnunar, um að flytja fangann Barry Van Tuijl úr opnu fangelsi, í lokað úr gildi. Í úrskurði innanríkisráðuneytisins kemur fram að ákvörðunin um að flytja Barry úr opnu fangelsi í lokað hafi verið afar íþyngjandi og ekki í samræmi við grófleika þess brots sem Barry framdi. Barry hafði átt samskipti við fyrrum samfanga á golfvelli fangelsisins að Kvíabryggju sem er á lóð fangelsisins. Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. Unnt hefði verið að ná fram því markmiði sem stefnt var að með ákvörðun um vægari agaviðurlög.Barry Van TuijlEgill AðalsteinssonLjóst að um brot á reglum var að ræða Áréttar ráðuneytið að agaviðurlög geta einnig falist í skriflegri áminningu, sviptingu helmings þóknunar fyrir ástundun vinnu og náms í ákveðinn tíma, sviptingu aukabúnaðar sem sérstakt leyfi þarf fyrir og takmörkun heimsókna, símtala og bréfaskipta um ákveðinn tíma. Ráðuneytið tekur undir með forstöðumanni Fangelsismálastofnunar að um heimsókn var að ræða þegar Barry hitti fyrrum samfanga sinn, enda hefur Barry sjálfur viðurkennt að hafa fengið símtal frá viðkomandi og ákveðið að hitta hann á tilteknum stað og á ákveðnum tíma. Slíkt geti ekki annað talist en heimsókn og að heimsóknin hafi ekki farið fram í samræmi við þær heimsóknarreglur sem eru í gildi hjá Fangelsismálastofnun og höfðu verið kynntar fyrir Barry.Afplánar dóm fyrir fíkniefnasmygl Barry var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi í mars árið 2016 fyrir stórfellt fíkniefnasmygl til landsins. Hann og konan hans voru stöðvuð við komuna til landsins með Norrænu á Seyðisfirði þann 8. september árið 2015 með 209 þúsund e-töflur og tíu kíló af MDMA-mulningi til viðbótar. Hann játaði sök en konan neitaði frá upphafi að hafa vitað af tilgangi ferðarinnar og fór svo að hún var sýknuð.Barry missti fótlegg í umferðarslysi og notar gervifót, en vegna tíðra sýkinga í stúfnum þarf hann oft að notast við hjólastól. Afstaða, félag fanga, gangrýndi harðlega refsinguna sem Barry hlaut þegar hann var fluttur úr opnu fangelsi í lokað og sagði hann ekki hafa komist í sturtu né hafa fengið aðgang að hjólastól.
Tengdar fréttir Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Formaður Afstöðu gagnrýnir ákvörðun Fangelsismálastofnunnar 28. júní 2018 19:15 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00