Dejan Lovren í einstökum HM-klúbbi með Thierry Henry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 22:45 Dejan Lovren gengur fyrir sínu liði í leikmannagöngunum í gær. Vísir/Getty Dejan Lovren er kominn í mjög fámennan klúbb leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í raun eru í þessum klúbb aðeins hann og svo ein mesta goðsögn enska fótboltans síðustu áratugi. Dejan Lovren er miðvörður Liverpool og króatíska landsliðsins og mun spila tvo stærstu fótboltaleiki ársins 2018. Lovren fór með Liverpool-liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og spilar úrslitaleikinn á HM með króatíska landsliðinu á sunnudaginn kemur. Liverpool tapaði á móti Real Madrid í úrslitaleiknum eftir tvö skelfileg mistök markvarðar síns. Dejan Lovren gaf allt í leikinn og lagði meðal annars upp mark Liverpool í 3-1 tapi. Króatinn vann hug og hjörtu margra stuðningsmanna Liverpool með frammistöðu sinni enda skildi hann hreinlega allt eftir á vellinum.2 - Dejan Lovren is set to become only the second player to play in the Champions League final for an English club, and the World Cup final in the same year (after Thierry Henry in 2006). Defence. #CRO#WorldCuppic.twitter.com/669KQq47se — OptaJoe (@OptaJoe) July 12, 2018 Aðeins einn annar leikmaður hefur náð því á sama ári að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar með ensku félagi og svo úrslitaleik HM sama ár. Sá hinn sami er Frakkinn Thierry Henry sem náði þessu með Arsenal og franska landsliðinu árið 2006. Henry tapaði reyndar báðum úrslitaleikjunum, 2-1 með Arsenal á móti Barcelona á Stade de France og svo í vítakeppni með Frökkum á móti Ítölum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Dejan Lovren var mjög ánægður með sig eftir sigur Króata á enska landsliðinu í gærkvöldi og sagði mönnum meðal að hætta gagnrýna sig og fara að viðurkenna að hann einn besti varnarmaður heims. Það bendir samt margt til þess að Dejan Lovren þurfi að upplifa það sama og Thierry Henry fyrir tólf árum síðan sem er að vinna tvö silfur með innan við tveggja mánaða milli í tveimur stærstu fótboltaleikjum ársins. HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Dejan Lovren er kominn í mjög fámennan klúbb leikmanna úr ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í raun eru í þessum klúbb aðeins hann og svo ein mesta goðsögn enska fótboltans síðustu áratugi. Dejan Lovren er miðvörður Liverpool og króatíska landsliðsins og mun spila tvo stærstu fótboltaleiki ársins 2018. Lovren fór með Liverpool-liðinu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og spilar úrslitaleikinn á HM með króatíska landsliðinu á sunnudaginn kemur. Liverpool tapaði á móti Real Madrid í úrslitaleiknum eftir tvö skelfileg mistök markvarðar síns. Dejan Lovren gaf allt í leikinn og lagði meðal annars upp mark Liverpool í 3-1 tapi. Króatinn vann hug og hjörtu margra stuðningsmanna Liverpool með frammistöðu sinni enda skildi hann hreinlega allt eftir á vellinum.2 - Dejan Lovren is set to become only the second player to play in the Champions League final for an English club, and the World Cup final in the same year (after Thierry Henry in 2006). Defence. #CRO#WorldCuppic.twitter.com/669KQq47se — OptaJoe (@OptaJoe) July 12, 2018 Aðeins einn annar leikmaður hefur náð því á sama ári að spila úrslitaleik Meistaradeildarinnar með ensku félagi og svo úrslitaleik HM sama ár. Sá hinn sami er Frakkinn Thierry Henry sem náði þessu með Arsenal og franska landsliðinu árið 2006. Henry tapaði reyndar báðum úrslitaleikjunum, 2-1 með Arsenal á móti Barcelona á Stade de France og svo í vítakeppni með Frökkum á móti Ítölum á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Dejan Lovren var mjög ánægður með sig eftir sigur Króata á enska landsliðinu í gærkvöldi og sagði mönnum meðal að hætta gagnrýna sig og fara að viðurkenna að hann einn besti varnarmaður heims. Það bendir samt margt til þess að Dejan Lovren þurfi að upplifa það sama og Thierry Henry fyrir tólf árum síðan sem er að vinna tvö silfur með innan við tveggja mánaða milli í tveimur stærstu fótboltaleikjum ársins.
HM 2018 í Rússlandi Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira