Vildi vera betri fyrirmynd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 06:00 Margrét Ýr og dæturnar Katla María og Salka Ýr Ómarsdætur eiga allar heiðurinn af Veröld Míu Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að skrifa bók – bækur vonandi,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir sem var að gefa út bókina Veröld Míu. „Ætli það hafi ekki ýtt við mér að ég er grunnskólakennari og legg mikið upp úr því að hvetja nemendur mína til að reyna að láta drauma sína rætast og finna í hverju þeirra styrkleiki felst. Svo var einn nemandi sem spurði mig: „Hverjir voru þínir draumar, Margrét?“ „Ja, ég hef nú alltaf viljað skrifa bók,“ svaraði ég. „Já, og ertu búin að því?“ Ég gat ekki svarað játandi svo þetta varð pínu vandræðalegt. Eftir það vildi ég vera betri fyrirmynd og skrifaði eitt stykki bók,“ lýsir hún og segir bæði dætur sínar og nemendur hafa veitt henni innblástur. Margrét segir boðskap bókarinnar þann að hver og einn búi yfir styrk á einhverjum sviðum. „Mér finnst börn í dag svolítið skorta sjálfstraust og bera sig of mikið saman við aðra í stað þess að átta sig á sínum eiginleikum. Ég legg mikið upp úr hrósi í kennslunni, samt með jákvæðri gagnrýni þannig að börnin hafi svigrúm til að bæta sig,“ segir Margrét sem kennir 1. til 4. bekk við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Svo á hún sjálf tvær dætur, sex og tíu ára, og kveðst hafa lesið fyrir þær jafnóðum og hún skrifaði. „Stelpurnar komu með hugmyndir að dýrum sem Mía hittir í skóginum,“ segir hún og útskýrir að dýrin hjálpi Míu að átta sig á hver hún er. Líka því að útlit hennar skiptir ekki máli, heldur hún sjálf sem persóna.“ Bókin er ríkulega myndskreytt. Margrét teiknaði myndirnar sjálf og föndraði bakgrunn sem síðan var skannaður inn og tölvugerður. „Það var skemmtilegt ferðalag að skrifa þessa bók og koma henni á koppinn. Mía er líka búin að fá góðar viðtökur og hrós. Maður verður bara meyr.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
„Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að skrifa bók – bækur vonandi,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir sem var að gefa út bókina Veröld Míu. „Ætli það hafi ekki ýtt við mér að ég er grunnskólakennari og legg mikið upp úr því að hvetja nemendur mína til að reyna að láta drauma sína rætast og finna í hverju þeirra styrkleiki felst. Svo var einn nemandi sem spurði mig: „Hverjir voru þínir draumar, Margrét?“ „Ja, ég hef nú alltaf viljað skrifa bók,“ svaraði ég. „Já, og ertu búin að því?“ Ég gat ekki svarað játandi svo þetta varð pínu vandræðalegt. Eftir það vildi ég vera betri fyrirmynd og skrifaði eitt stykki bók,“ lýsir hún og segir bæði dætur sínar og nemendur hafa veitt henni innblástur. Margrét segir boðskap bókarinnar þann að hver og einn búi yfir styrk á einhverjum sviðum. „Mér finnst börn í dag svolítið skorta sjálfstraust og bera sig of mikið saman við aðra í stað þess að átta sig á sínum eiginleikum. Ég legg mikið upp úr hrósi í kennslunni, samt með jákvæðri gagnrýni þannig að börnin hafi svigrúm til að bæta sig,“ segir Margrét sem kennir 1. til 4. bekk við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Svo á hún sjálf tvær dætur, sex og tíu ára, og kveðst hafa lesið fyrir þær jafnóðum og hún skrifaði. „Stelpurnar komu með hugmyndir að dýrum sem Mía hittir í skóginum,“ segir hún og útskýrir að dýrin hjálpi Míu að átta sig á hver hún er. Líka því að útlit hennar skiptir ekki máli, heldur hún sjálf sem persóna.“ Bókin er ríkulega myndskreytt. Margrét teiknaði myndirnar sjálf og föndraði bakgrunn sem síðan var skannaður inn og tölvugerður. „Það var skemmtilegt ferðalag að skrifa þessa bók og koma henni á koppinn. Mía er líka búin að fá góðar viðtökur og hrós. Maður verður bara meyr.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira