Neytendastofa rannsakar framsetningu hjá lífeyrissjóðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. júlí 2018 19:00 Tryggvi Axelsson forstjóri Neytendastofu ætlar að hefja rannsókn á framsetningu lífeyrissjóða á markaðssefni. Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Almenni lífeyrissjóðurinn hafa hlotið verðlaun fyrir að vera bestir sjóða á einn eða anna máta og sent frá sér auglýsingar um það. Á vef Frjálsa lífeyrissjóðsins má sjá upptalningu á verðlaunum frá árinu 2005 og á vef Almenna er hægt að sjá yfirlit yfir verðlaun.Sjóðirnir sækja um verðlaunin Í svari til fréttastofu í gær frá Frjálsa lífeyrissjóðnum um verðlaunin kemur fram að sjóðurinn hafi fengið 11 verðlaun í keppni fagtímaritsins Investment Pension Europe fyrir margvíslega þætti í rekstri lífeyrissjóða. En góð ávöxtun sé ekki forsenda fyrir verðlaunum. Frjálsi hafi auglýst verðlaunin í öllu sínu markaðsefni. Þá kemur fram að allir lífeyrissjóðir í Evrópu hafi val um að taka þátt. Keppnin fari þannig fram að lífeyrissjóðir, sem taka þátt” senda inn “entry” eða “case” um tiltekna þætti í rekstri eða uppbyggingu lífeyrissjóðsins. Hægt sé að senda inn “case” í einstaka þemaflokka eða beint í landaflokka. Almenni lífeyrissjóðurinn hefur einnig hlotið verðlaun hjá sama aðila fyrir ýmsa þætti. Hann hefur birt auglýsingar um það t.d. á vefnum og í sjónvarpi.Önnur mynd er raunávöxtun er skoðuð En þegar kemur að raunávöxtun þessara sjóða síðustu 20 ár er myndin önnur. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur keypt er Frjálsi lífeyrissjóðurinn með ávöxtun uppá 2,41% á þessu tímabili. Í svari frá Almenna kemur fram að hann var með 3,2% ávöxtun á 20 ára tímabili. Sjóðirnir eru undir meðalávöxtun í samanburði við aðra sjóði á þessu tímabili. Forstjóri Neytendastofu hyggst rannsaka framsetningu lífeyrissjóða sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir.Neytendastofa hefur rannsókn „Það fellur undir eftirlitshlutverk Neytendastofu að kanna slík mál. Þessar fréttir gefa tilefni til að kanna þetta nánar. Slík rannsókn hefst á venjubundinn hátt hjá okkur, þetta eru flókin mál en við munum setja þetta í farveg eins fljótt og við getum,“ segir Tryggvi. Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira
Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Almenni lífeyrissjóðurinn hafa hlotið verðlaun fyrir að vera bestir sjóða á einn eða anna máta og sent frá sér auglýsingar um það. Á vef Frjálsa lífeyrissjóðsins má sjá upptalningu á verðlaunum frá árinu 2005 og á vef Almenna er hægt að sjá yfirlit yfir verðlaun.Sjóðirnir sækja um verðlaunin Í svari til fréttastofu í gær frá Frjálsa lífeyrissjóðnum um verðlaunin kemur fram að sjóðurinn hafi fengið 11 verðlaun í keppni fagtímaritsins Investment Pension Europe fyrir margvíslega þætti í rekstri lífeyrissjóða. En góð ávöxtun sé ekki forsenda fyrir verðlaunum. Frjálsi hafi auglýst verðlaunin í öllu sínu markaðsefni. Þá kemur fram að allir lífeyrissjóðir í Evrópu hafi val um að taka þátt. Keppnin fari þannig fram að lífeyrissjóðir, sem taka þátt” senda inn “entry” eða “case” um tiltekna þætti í rekstri eða uppbyggingu lífeyrissjóðsins. Hægt sé að senda inn “case” í einstaka þemaflokka eða beint í landaflokka. Almenni lífeyrissjóðurinn hefur einnig hlotið verðlaun hjá sama aðila fyrir ýmsa þætti. Hann hefur birt auglýsingar um það t.d. á vefnum og í sjónvarpi.Önnur mynd er raunávöxtun er skoðuð En þegar kemur að raunávöxtun þessara sjóða síðustu 20 ár er myndin önnur. Samkvæmt gögnum sem fréttastofa hefur keypt er Frjálsi lífeyrissjóðurinn með ávöxtun uppá 2,41% á þessu tímabili. Í svari frá Almenna kemur fram að hann var með 3,2% ávöxtun á 20 ára tímabili. Sjóðirnir eru undir meðalávöxtun í samanburði við aðra sjóði á þessu tímabili. Forstjóri Neytendastofu hyggst rannsaka framsetningu lífeyrissjóða sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir.Neytendastofa hefur rannsókn „Það fellur undir eftirlitshlutverk Neytendastofu að kanna slík mál. Þessar fréttir gefa tilefni til að kanna þetta nánar. Slík rannsókn hefst á venjubundinn hátt hjá okkur, þetta eru flókin mál en við munum setja þetta í farveg eins fljótt og við getum,“ segir Tryggvi.
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira