„Ævarandi frægð og ódauðleiki bíða þeirra“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 10:00 Enska landsliðið fyrir leikinn við Svía í átta liða úrslitunum. Vísir/Getty Þetta er risastórt kvöld fyrir landsliðsmenn Englands (og Króatíu) sem fá í kvöld tækifæri til að afreka hluti sem enginn enskur fótboltamaður hefur gert í meira en fimm áratugi. England og Króatía spila á Luzhniki leikvanginum í Moskvu klukkan 18.00 í kvöld og þar má búast við að enska þjóðin verði límd við skjáinn. Frakkar bíða sigurvegarans í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Phil McNulty, pistlahöfundur og knattspyrnuspekingur hjá BBC, hefur skilað af sér pistil fyrir leik kvöldsins þar sem enska landsliðið getur tryggt sér sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn síðan 1966. McNulty setur þar verðlaun kvöldsins í samhengi við stöðu landsliðsþjálfarans Sir Alf Ramsey og hans ellefu leikmanna í enskri knattspyrnnu undanfarin 52 ár.Today's the day...#ENGCRO#ENG#ThreeLions#bbcworldcuppic.twitter.com/jdHSjnBPhm — BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2018 „Það eru enn bara ellefu Englendingar sem hafa spilað í úrslitaleik HM. Þeirra verður minnst alla tíð og þeirra sögur sagðar þegar þjóðin rifjar upp afrek sín á íþróttavellinum,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta er vægi verðlaunanna og virðingarinnar sem eru í boði fyrir lið sem enginn bjóst við fyrirfram að færi lengra á þessu móti en í átta liða úrslitin,“ hélt McNulty áfram. „Þetta er mikilvægasti HM-leikur Englendinga síðan í tapinu í undanúrslitaleiknum á móti Vestur-Þýskalandi á HM á Ítalíu 1990 enda með sigri komast þeir í hóp með liðinu frá því fyrir 52 árum,“ skrifaði McNulty og auðvitað kom Ísland við sögu hjá honum. „Þetta er líka enn merkilegra afrek þegar við setjum það í samhengi við hræðilega stöðu enska landsliðsins eftir niðurlæginguna á móti Íslandi í sextán liða úrslitunum á EM 2016,“ skrifaði Phil McNulty. Phil McNulty hrósar sérstaklega starfi landsliðsþjálfarans Gareth Southgate og því hvernig hann hefur stýrt liðinu frá botninum. McNulty nefnir sérstaklega tryggð Southgate við leikmenn eins og bæði Raheem Sterling og Dele Alli. Það traust hefur hann líka fengið borgað til baka. Southgate var rekinn úr sínu eina starfi sem knattspyrnustjóri í enska boltanum en hefur nú tekist með uppgangi sínum innan enska knattspyrnusambandsins tekist frábærlega að byggja upp bæði orðstýr sinn og enska landsliðsins. Gareth Southgate er líka afslappaður og skemmtilegur í samskiptum við blaðamenn og hefur þar búið til mikla jákvæðni í kringum liðið. Kannski hann hafi þar horft til Heimis Hallgrímssonar, þjálfara íslenska landsliðsins. Endir pistilsins er síðan dramatískur og hátíðlegur. „Ævarandi frægð og ódauðleiki bíða þeirra takist Southgate og ensku landsliðsmönnunum að grípa tækifærið,“ skrifaði Phil McNulty en það má lesa allan pistil hans hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira
Þetta er risastórt kvöld fyrir landsliðsmenn Englands (og Króatíu) sem fá í kvöld tækifæri til að afreka hluti sem enginn enskur fótboltamaður hefur gert í meira en fimm áratugi. England og Króatía spila á Luzhniki leikvanginum í Moskvu klukkan 18.00 í kvöld og þar má búast við að enska þjóðin verði límd við skjáinn. Frakkar bíða sigurvegarans í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Phil McNulty, pistlahöfundur og knattspyrnuspekingur hjá BBC, hefur skilað af sér pistil fyrir leik kvöldsins þar sem enska landsliðið getur tryggt sér sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn síðan 1966. McNulty setur þar verðlaun kvöldsins í samhengi við stöðu landsliðsþjálfarans Sir Alf Ramsey og hans ellefu leikmanna í enskri knattspyrnnu undanfarin 52 ár.Today's the day...#ENGCRO#ENG#ThreeLions#bbcworldcuppic.twitter.com/jdHSjnBPhm — BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2018 „Það eru enn bara ellefu Englendingar sem hafa spilað í úrslitaleik HM. Þeirra verður minnst alla tíð og þeirra sögur sagðar þegar þjóðin rifjar upp afrek sín á íþróttavellinum,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta er vægi verðlaunanna og virðingarinnar sem eru í boði fyrir lið sem enginn bjóst við fyrirfram að færi lengra á þessu móti en í átta liða úrslitin,“ hélt McNulty áfram. „Þetta er mikilvægasti HM-leikur Englendinga síðan í tapinu í undanúrslitaleiknum á móti Vestur-Þýskalandi á HM á Ítalíu 1990 enda með sigri komast þeir í hóp með liðinu frá því fyrir 52 árum,“ skrifaði McNulty og auðvitað kom Ísland við sögu hjá honum. „Þetta er líka enn merkilegra afrek þegar við setjum það í samhengi við hræðilega stöðu enska landsliðsins eftir niðurlæginguna á móti Íslandi í sextán liða úrslitunum á EM 2016,“ skrifaði Phil McNulty. Phil McNulty hrósar sérstaklega starfi landsliðsþjálfarans Gareth Southgate og því hvernig hann hefur stýrt liðinu frá botninum. McNulty nefnir sérstaklega tryggð Southgate við leikmenn eins og bæði Raheem Sterling og Dele Alli. Það traust hefur hann líka fengið borgað til baka. Southgate var rekinn úr sínu eina starfi sem knattspyrnustjóri í enska boltanum en hefur nú tekist með uppgangi sínum innan enska knattspyrnusambandsins tekist frábærlega að byggja upp bæði orðstýr sinn og enska landsliðsins. Gareth Southgate er líka afslappaður og skemmtilegur í samskiptum við blaðamenn og hefur þar búið til mikla jákvæðni í kringum liðið. Kannski hann hafi þar horft til Heimis Hallgrímssonar, þjálfara íslenska landsliðsins. Endir pistilsins er síðan dramatískur og hátíðlegur. „Ævarandi frægð og ódauðleiki bíða þeirra takist Southgate og ensku landsliðsmönnunum að grípa tækifærið,“ skrifaði Phil McNulty en það má lesa allan pistil hans hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Fleiri fréttir Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Sjá meira