„Ævarandi frægð og ódauðleiki bíða þeirra“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 10:00 Enska landsliðið fyrir leikinn við Svía í átta liða úrslitunum. Vísir/Getty Þetta er risastórt kvöld fyrir landsliðsmenn Englands (og Króatíu) sem fá í kvöld tækifæri til að afreka hluti sem enginn enskur fótboltamaður hefur gert í meira en fimm áratugi. England og Króatía spila á Luzhniki leikvanginum í Moskvu klukkan 18.00 í kvöld og þar má búast við að enska þjóðin verði límd við skjáinn. Frakkar bíða sigurvegarans í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Phil McNulty, pistlahöfundur og knattspyrnuspekingur hjá BBC, hefur skilað af sér pistil fyrir leik kvöldsins þar sem enska landsliðið getur tryggt sér sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn síðan 1966. McNulty setur þar verðlaun kvöldsins í samhengi við stöðu landsliðsþjálfarans Sir Alf Ramsey og hans ellefu leikmanna í enskri knattspyrnnu undanfarin 52 ár.Today's the day...#ENGCRO#ENG#ThreeLions#bbcworldcuppic.twitter.com/jdHSjnBPhm — BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2018 „Það eru enn bara ellefu Englendingar sem hafa spilað í úrslitaleik HM. Þeirra verður minnst alla tíð og þeirra sögur sagðar þegar þjóðin rifjar upp afrek sín á íþróttavellinum,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta er vægi verðlaunanna og virðingarinnar sem eru í boði fyrir lið sem enginn bjóst við fyrirfram að færi lengra á þessu móti en í átta liða úrslitin,“ hélt McNulty áfram. „Þetta er mikilvægasti HM-leikur Englendinga síðan í tapinu í undanúrslitaleiknum á móti Vestur-Þýskalandi á HM á Ítalíu 1990 enda með sigri komast þeir í hóp með liðinu frá því fyrir 52 árum,“ skrifaði McNulty og auðvitað kom Ísland við sögu hjá honum. „Þetta er líka enn merkilegra afrek þegar við setjum það í samhengi við hræðilega stöðu enska landsliðsins eftir niðurlæginguna á móti Íslandi í sextán liða úrslitunum á EM 2016,“ skrifaði Phil McNulty. Phil McNulty hrósar sérstaklega starfi landsliðsþjálfarans Gareth Southgate og því hvernig hann hefur stýrt liðinu frá botninum. McNulty nefnir sérstaklega tryggð Southgate við leikmenn eins og bæði Raheem Sterling og Dele Alli. Það traust hefur hann líka fengið borgað til baka. Southgate var rekinn úr sínu eina starfi sem knattspyrnustjóri í enska boltanum en hefur nú tekist með uppgangi sínum innan enska knattspyrnusambandsins tekist frábærlega að byggja upp bæði orðstýr sinn og enska landsliðsins. Gareth Southgate er líka afslappaður og skemmtilegur í samskiptum við blaðamenn og hefur þar búið til mikla jákvæðni í kringum liðið. Kannski hann hafi þar horft til Heimis Hallgrímssonar, þjálfara íslenska landsliðsins. Endir pistilsins er síðan dramatískur og hátíðlegur. „Ævarandi frægð og ódauðleiki bíða þeirra takist Southgate og ensku landsliðsmönnunum að grípa tækifærið,“ skrifaði Phil McNulty en það má lesa allan pistil hans hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Þetta er risastórt kvöld fyrir landsliðsmenn Englands (og Króatíu) sem fá í kvöld tækifæri til að afreka hluti sem enginn enskur fótboltamaður hefur gert í meira en fimm áratugi. England og Króatía spila á Luzhniki leikvanginum í Moskvu klukkan 18.00 í kvöld og þar má búast við að enska þjóðin verði límd við skjáinn. Frakkar bíða sigurvegarans í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Phil McNulty, pistlahöfundur og knattspyrnuspekingur hjá BBC, hefur skilað af sér pistil fyrir leik kvöldsins þar sem enska landsliðið getur tryggt sér sæti í úrslitaleik HM í fyrsta sinn síðan 1966. McNulty setur þar verðlaun kvöldsins í samhengi við stöðu landsliðsþjálfarans Sir Alf Ramsey og hans ellefu leikmanna í enskri knattspyrnnu undanfarin 52 ár.Today's the day...#ENGCRO#ENG#ThreeLions#bbcworldcuppic.twitter.com/jdHSjnBPhm — BBC Sport (@BBCSport) July 11, 2018 „Það eru enn bara ellefu Englendingar sem hafa spilað í úrslitaleik HM. Þeirra verður minnst alla tíð og þeirra sögur sagðar þegar þjóðin rifjar upp afrek sín á íþróttavellinum,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta er vægi verðlaunanna og virðingarinnar sem eru í boði fyrir lið sem enginn bjóst við fyrirfram að færi lengra á þessu móti en í átta liða úrslitin,“ hélt McNulty áfram. „Þetta er mikilvægasti HM-leikur Englendinga síðan í tapinu í undanúrslitaleiknum á móti Vestur-Þýskalandi á HM á Ítalíu 1990 enda með sigri komast þeir í hóp með liðinu frá því fyrir 52 árum,“ skrifaði McNulty og auðvitað kom Ísland við sögu hjá honum. „Þetta er líka enn merkilegra afrek þegar við setjum það í samhengi við hræðilega stöðu enska landsliðsins eftir niðurlæginguna á móti Íslandi í sextán liða úrslitunum á EM 2016,“ skrifaði Phil McNulty. Phil McNulty hrósar sérstaklega starfi landsliðsþjálfarans Gareth Southgate og því hvernig hann hefur stýrt liðinu frá botninum. McNulty nefnir sérstaklega tryggð Southgate við leikmenn eins og bæði Raheem Sterling og Dele Alli. Það traust hefur hann líka fengið borgað til baka. Southgate var rekinn úr sínu eina starfi sem knattspyrnustjóri í enska boltanum en hefur nú tekist með uppgangi sínum innan enska knattspyrnusambandsins tekist frábærlega að byggja upp bæði orðstýr sinn og enska landsliðsins. Gareth Southgate er líka afslappaður og skemmtilegur í samskiptum við blaðamenn og hefur þar búið til mikla jákvæðni í kringum liðið. Kannski hann hafi þar horft til Heimis Hallgrímssonar, þjálfara íslenska landsliðsins. Endir pistilsins er síðan dramatískur og hátíðlegur. „Ævarandi frægð og ódauðleiki bíða þeirra takist Southgate og ensku landsliðsmönnunum að grípa tækifærið,“ skrifaði Phil McNulty en það má lesa allan pistil hans hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Sjá meira