Kvennaleikirnir beint ofan í undanúrslit HM Sveinn Arnarsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Sandra María Jessen skoraði þriðja mark Þórs/KA í gær. Vísir/eyþór Fjórir leikir í Pepsi-deild kvenna fóru fram í gær á sama tíma og undanúrslitaleikir á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Liðsmenn undrast þessar tímasetningar og telja ólíklegt að slíkt myndi gerast hjá körlunum í efstu deild. Níunda umferðin í Pepsi-deild kvenna hófst í gær með tveimur risaleikjum. Annars vegar leik Breiðabliks og Vals, sem sátu í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar, og hins vegar leik Þórs/KA og Stjörnunnar, sem voru í öðru og fjórða sæti. Arna Sif Ásgrímsdóttir, einn reyndasti leikmaður Þórs/KA sem á titil að verja á Íslandsmótinu að þessu sinni, segir þessa tímasetningu undarlega. „Ég held að við getum öll verið sammála því að þessi tímasetning á þessum leik er alveg fáránleg og þetta myndi aldrei sjást, að leikir í Pepsi-deild karla yrðu settir á sama tíma og undanúrslit á heimsmeistaramóti,“ segir Arna Sif.Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með liðsfélögum sínum í Stjörnunni.Vísir/eyþór„Það er svo oft sem eitthvað svona gerist að maður er næstum því hættur að pirra sig á þessum hlutum og lætur þetta bara yfir sig ganga,“ bætir hún við. Hið sama er að segja úr herbúðum Stjörnunnar. „Í fyrsta lagi langar mig að horfa á leikinn. Þetta er glatað en ég er búin að taka svo marga slagi í þessu að ég reyni að ýta orkunni í eitthvað annað, sem er þessi leikur. Hann skiptir öllu máli fyrir okkur,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Þetta myndi ekki gerast hjá körlunum. Við sjáum það að leikur FH og Grindavíkur var færður í hádegið til að vera ekki á sama tíma og heimsmeistaramótið,“ segir Ásgerður jafnframt. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir erfitt að koma öllum leikjum fyrir á stuttu sumri þannig að leikirnir og HM skarist ekki. „Það eru leikir alla daga og það er flókið að koma þessu öllu saman fyrir. Þetta eru vissulega stórir leikir á HM og við reynum hvað við getum að láta þetta ekki skarast,“ segir Birkir. „Það hefur enginn frá félögunum haft samband við okkur og óskað eftir breytingum. Mótafyrirkomulagið er gefið út með góðum fyrirvara og HM-planið er einnig þekkt fyrirfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Þór/KA tók toppsætið í Pepsi deild kvenna af Breiðabliki fyrr í kvöld. Blikar endurheimtu hins vegar toppsætið með sigri á Val í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 10. júlí 2018 22:30 Þór/KA á toppinn eftir sigur á Stjörnunni Íslandsmeistarar Þórs/KA fóru í toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Stjörnunni á Akureyri. ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn í Vestmannaeyjum. 10. júlí 2018 20:08 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Fjórir leikir í Pepsi-deild kvenna fóru fram í gær á sama tíma og undanúrslitaleikir á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Liðsmenn undrast þessar tímasetningar og telja ólíklegt að slíkt myndi gerast hjá körlunum í efstu deild. Níunda umferðin í Pepsi-deild kvenna hófst í gær með tveimur risaleikjum. Annars vegar leik Breiðabliks og Vals, sem sátu í fyrsta og þriðja sæti deildarinnar, og hins vegar leik Þórs/KA og Stjörnunnar, sem voru í öðru og fjórða sæti. Arna Sif Ásgrímsdóttir, einn reyndasti leikmaður Þórs/KA sem á titil að verja á Íslandsmótinu að þessu sinni, segir þessa tímasetningu undarlega. „Ég held að við getum öll verið sammála því að þessi tímasetning á þessum leik er alveg fáránleg og þetta myndi aldrei sjást, að leikir í Pepsi-deild karla yrðu settir á sama tíma og undanúrslit á heimsmeistaramóti,“ segir Arna Sif.Ásgerður Stefanía Baldursdóttir með liðsfélögum sínum í Stjörnunni.Vísir/eyþór„Það er svo oft sem eitthvað svona gerist að maður er næstum því hættur að pirra sig á þessum hlutum og lætur þetta bara yfir sig ganga,“ bætir hún við. Hið sama er að segja úr herbúðum Stjörnunnar. „Í fyrsta lagi langar mig að horfa á leikinn. Þetta er glatað en ég er búin að taka svo marga slagi í þessu að ég reyni að ýta orkunni í eitthvað annað, sem er þessi leikur. Hann skiptir öllu máli fyrir okkur,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar. „Þetta myndi ekki gerast hjá körlunum. Við sjáum það að leikur FH og Grindavíkur var færður í hádegið til að vera ekki á sama tíma og heimsmeistaramótið,“ segir Ásgerður jafnframt. Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, segir erfitt að koma öllum leikjum fyrir á stuttu sumri þannig að leikirnir og HM skarist ekki. „Það eru leikir alla daga og það er flókið að koma þessu öllu saman fyrir. Þetta eru vissulega stórir leikir á HM og við reynum hvað við getum að láta þetta ekki skarast,“ segir Birkir. „Það hefur enginn frá félögunum haft samband við okkur og óskað eftir breytingum. Mótafyrirkomulagið er gefið út með góðum fyrirvara og HM-planið er einnig þekkt fyrirfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Þór/KA tók toppsætið í Pepsi deild kvenna af Breiðabliki fyrr í kvöld. Blikar endurheimtu hins vegar toppsætið með sigri á Val í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 10. júlí 2018 22:30 Þór/KA á toppinn eftir sigur á Stjörnunni Íslandsmeistarar Þórs/KA fóru í toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Stjörnunni á Akureyri. ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn í Vestmannaeyjum. 10. júlí 2018 20:08 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 1-0 | Breiðablik endurheimti toppsætið Þór/KA tók toppsætið í Pepsi deild kvenna af Breiðabliki fyrr í kvöld. Blikar endurheimtu hins vegar toppsætið með sigri á Val í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 10. júlí 2018 22:30
Þór/KA á toppinn eftir sigur á Stjörnunni Íslandsmeistarar Þórs/KA fóru í toppsæti Pepsi deildar kvenna með sigri á Stjörnunni á Akureyri. ÍBV sigraði Suðurlandsslaginn í Vestmannaeyjum. 10. júlí 2018 20:08