Katrín mun mæla fyrir friðsamlegum lausnum Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2018 15:15 Katrín Jakobsdóttir er á leið til Brussel. Fréttablaðið/Ernir Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á. Hún ætlar að bjóða ICAN-samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra til afvopnunarráðstefnu NATO í Reykjavík í haust. Tveggja daga leiðtogafundur NATO ríkjanna hefst í Brussel á morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður fyrsti forsætisráðherra lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum til að sækja fund sem þennan. „Já það er auðvitað sérstakt að einhverju leyti því að mín hreyfing, Vinstri hreyfingin grænt framboð,er auðvitað eina stjórnmálahreyfing landsins sem er á móti aðild okkar að NATO. En við hins vegar störfum í þessari ríkisstjórn og fylgjum þeirri stefnu sem hefur verið samþykkt á Alþingi. Þjóðaröryggisstefnu þar sem aðildin er grundvöllur, einn af hornsteinum þeirrar stefnu,” segir Katrín.Þó nokkur hiti var á fundi G7-ríkjanna fyrr á árinu og er líklegt að svipað verði uppi á teningnum á leiðtogafundi NATO.Vísir/GettyHún muni hins vegar nýta tækifærið og mæla fyrir þeirri stefnu sem Ísland hafi staðið fyrir á alþjóðavettvangi. „Friðsamlegum lausnum í átökum. Ég mun ræða öryggismál út frá þessum breiða grunni. Ekki síst út frá netöryggi og loftlagsvá. Síðan mun ég nota tækifærið og funda með ICAN samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra og bjóða þeim hingað til lands á afvopnunarráðstefnu sem íslensk stjórnvöld munu halda fyrir hönd NATO í haust,” segir Katrín. Katrín reiknar ekki með mörgum tvíhliða fundum enda sé mikil pólitísk spenna innan margra aðildarríkjanna þar sem Ísland spili ekki stórt hlutverk. Frá því hún tók við embætti forsætisráðherra hefur Katrín heimsótt Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Emmanuel Macron forseta Frakklands.Heldur þú að það komi stund þar sem þú getur talað við Bandaríkjaforseta í eina eða tvær mínútur?„Það er svo að það er reynt auðvitað að fá ýmsa tvíhliða fundi. En þeir verða ekki margir á þessum fundi. Það liggur fyrir að fundurinn er mjög þéttur. Það er erfitt að fá slíka tvíhliða fundi með einstökum þjóðarleiðtogum. Þannig að ég á ekki von á mörgum slíkum fundum. Það er líka ljóst að það er mjög mikil spenna í lofti fyrir þennan fund. Þarna verða til umræðu aukin framlög. Bandaríkin hafa verið að gera kröfu um aukin framlög annarra ríkja til varnarmála inni í þessu samstarfi. Þannig að það er spenna vegna þess. En það er líka ljóst að ýmsir þjóðarleiðtogar standa í stórræðum á sínum heimavelli þannig að þetta verður ákveðin óvissuferð,” segir Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30 Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Forsætisráðherra mun mæla fyrir friðsömum lausnum á átökum á fyrsta leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hún mætir á. Hún ætlar að bjóða ICAN-samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra til afvopnunarráðstefnu NATO í Reykjavík í haust. Tveggja daga leiðtogafundur NATO ríkjanna hefst í Brussel á morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður fyrsti forsætisráðherra lengst til vinstri í íslenskum stjórnmálum til að sækja fund sem þennan. „Já það er auðvitað sérstakt að einhverju leyti því að mín hreyfing, Vinstri hreyfingin grænt framboð,er auðvitað eina stjórnmálahreyfing landsins sem er á móti aðild okkar að NATO. En við hins vegar störfum í þessari ríkisstjórn og fylgjum þeirri stefnu sem hefur verið samþykkt á Alþingi. Þjóðaröryggisstefnu þar sem aðildin er grundvöllur, einn af hornsteinum þeirrar stefnu,” segir Katrín.Þó nokkur hiti var á fundi G7-ríkjanna fyrr á árinu og er líklegt að svipað verði uppi á teningnum á leiðtogafundi NATO.Vísir/GettyHún muni hins vegar nýta tækifærið og mæla fyrir þeirri stefnu sem Ísland hafi staðið fyrir á alþjóðavettvangi. „Friðsamlegum lausnum í átökum. Ég mun ræða öryggismál út frá þessum breiða grunni. Ekki síst út frá netöryggi og loftlagsvá. Síðan mun ég nota tækifærið og funda með ICAN samtökunum sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra og bjóða þeim hingað til lands á afvopnunarráðstefnu sem íslensk stjórnvöld munu halda fyrir hönd NATO í haust,” segir Katrín. Katrín reiknar ekki með mörgum tvíhliða fundum enda sé mikil pólitísk spenna innan margra aðildarríkjanna þar sem Ísland spili ekki stórt hlutverk. Frá því hún tók við embætti forsætisráðherra hefur Katrín heimsótt Angelu Merkel kanslara Þýskalands og Emmanuel Macron forseta Frakklands.Heldur þú að það komi stund þar sem þú getur talað við Bandaríkjaforseta í eina eða tvær mínútur?„Það er svo að það er reynt auðvitað að fá ýmsa tvíhliða fundi. En þeir verða ekki margir á þessum fundi. Það liggur fyrir að fundurinn er mjög þéttur. Það er erfitt að fá slíka tvíhliða fundi með einstökum þjóðarleiðtogum. Þannig að ég á ekki von á mörgum slíkum fundum. Það er líka ljóst að það er mjög mikil spenna í lofti fyrir þennan fund. Þarna verða til umræðu aukin framlög. Bandaríkin hafa verið að gera kröfu um aukin framlög annarra ríkja til varnarmála inni í þessu samstarfi. Þannig að það er spenna vegna þess. En það er líka ljóst að ýmsir þjóðarleiðtogar standa í stórræðum á sínum heimavelli þannig að þetta verður ákveðin óvissuferð,” segir Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Donald Trump NATO Tengdar fréttir Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30 Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00 Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Katrín hefur ekki fengið bréf frá Trump vegna varnarmála Þá hefur utanríkisráðuneytinu, sem fer með varnarmál landsins, heldur ekki borist sambærilegt bréf frá Bandaríkjaforseta. 3. júlí 2018 11:30
Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins hittast í Brussel á morgun. Funda í þrjá daga. Fundarins beðið með eftirvæntingu og vangaveltur um hvað Bandaríkjaforseti geri og segi. Utanríkisráðherra Íslands segir málflutning Bandaríkjamanna nú í takt við fyrri forseta. 10. júlí 2018 08:00
Trump telur fundinn með Pútín auðveldari en með bandamönnum Bandaríkjaforseti heldur áfram að gagnrýna bandamenn fyrir viku funda með þeim og Pútín Rússlandsforseta. 10. júlí 2018 12:57