Ávöxtun lífeyrissjóða ræður hvað mestu um lífskjör á efri árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2018 20:00 Ávöxtun lífeyrissjóða ræður hvað mest um lífskjör á efri árum og því væri ákjósanlegt að samræma reglur um þá svo fólk eigi auðveldar með að bera þá saman, segir Gylfi Magnússon skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða. Ávöxtun lífeyrissjóða ræður hvað mestu um lífskjör á efri árum og því væri ákjósanlegt að samræma reglur um þá svo fólk eigi auðveldar með að bera þá saman, segir skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitiðætlar að samræma reglur um uppgjör lífeyrissjóða ef tilefni verður til. Langtíma ávöxtunartölur skyldulífeyrissjóða hafa verið til umfjöllunar á 20 ára, 25 og 30 ára tímabilum. Sjóðirnir reikna hins vegar ekki allir tölurnar eins út þannig að samanburður er ekki nákvæmur. Fjármálaeftirlitið setur reglur um þetta. Í svari þaðan segir. „Lífeyrissjóðir gera allir upp eftir sömu reglum, en það getur verið mismunandi hvort þeir meti skuldabréf sem þeir ætla að eiga þar til það er að fullu uppgreitt á kostnaðarverði eða gangvirði. Þetta hefur áhrif á stærðir við útreikning á ávöxtun og samanburð á sjóðum og því getur verið erfitt er að bera ávöxtunartölur saman.“ Þá kemur fram að: „ Telji Fjármálaeftirlitið tilefni til mun það taka til skoðunar hvort rétt sé að breyta núverandi reglum um ársreikninga lífeyrissjóða.“ Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða síðastliðinn 20 ár segir ákjósanlegt að samræma aðferðirnar svo hægt sé að bera saman tölurnar á óyggjandi hátt. Þá þurfi að draga betur fram hvaða árangri þeir hafi náð í eignastýringu, ávöxtun og hvaða áhættu þeir hafi tekið. Þá sé nauðsynlegt að auka gagnsæi varðandi ávöxtunartölur. „Fyrir einstaklinga er þetta sá þáttur sem ræður hvað mestu um lífskjör á eldri árum,“ segir hann. Bæði Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi hafa gert athugasemd við útreikning Gylfa um ávöxtun. Um það segir Gylfi: „Þær tölur sem ég fékk voru um margt svipaðar og FME fékk þannig að það kom mér ekki á óvart. En ef lífeyrissjóðirnir eru sjálfir með aðrar tölur þarf að setjast yfir það með opnum huga.“ Viðskipti Tengdar fréttir Neytendastofa rannsakar framsetningu hjá lífeyrissjóðum Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. 11. júlí 2018 19:00 Samræma þarf uppgjörsaðferðir lífeyrissjóða til að gera ávöxtunartölur þeirra samanburðahæfar Lífeyrissjóðir nota mismunandi uppgjörsaðferðir sem gerir samanburð erfiðan og getur haft mikil áhrif á hvaða ávöxtuntölur þeirra. Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir langtímaávöxtun sjóðsins hærri en kemur fram í nýlegri skýrslu. 25. júlí 2018 19:30 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Ávöxtun lífeyrissjóða ræður hvað mestu um lífskjör á efri árum og því væri ákjósanlegt að samræma reglur um þá svo fólk eigi auðveldar með að bera þá saman, segir skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða. Fjármálaeftirlitiðætlar að samræma reglur um uppgjör lífeyrissjóða ef tilefni verður til. Langtíma ávöxtunartölur skyldulífeyrissjóða hafa verið til umfjöllunar á 20 ára, 25 og 30 ára tímabilum. Sjóðirnir reikna hins vegar ekki allir tölurnar eins út þannig að samanburður er ekki nákvæmur. Fjármálaeftirlitið setur reglur um þetta. Í svari þaðan segir. „Lífeyrissjóðir gera allir upp eftir sömu reglum, en það getur verið mismunandi hvort þeir meti skuldabréf sem þeir ætla að eiga þar til það er að fullu uppgreitt á kostnaðarverði eða gangvirði. Þetta hefur áhrif á stærðir við útreikning á ávöxtun og samanburð á sjóðum og því getur verið erfitt er að bera ávöxtunartölur saman.“ Þá kemur fram að: „ Telji Fjármálaeftirlitið tilefni til mun það taka til skoðunar hvort rétt sé að breyta núverandi reglum um ársreikninga lífeyrissjóða.“ Gylfi Magnússon dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og skýrsluhöfundur um ávöxtun lífeyrissjóða síðastliðinn 20 ár segir ákjósanlegt að samræma aðferðirnar svo hægt sé að bera saman tölurnar á óyggjandi hátt. Þá þurfi að draga betur fram hvaða árangri þeir hafi náð í eignastýringu, ávöxtun og hvaða áhættu þeir hafi tekið. Þá sé nauðsynlegt að auka gagnsæi varðandi ávöxtunartölur. „Fyrir einstaklinga er þetta sá þáttur sem ræður hvað mestu um lífskjör á eldri árum,“ segir hann. Bæði Almenni lífeyrissjóðurinn og Frjálsi hafa gert athugasemd við útreikning Gylfa um ávöxtun. Um það segir Gylfi: „Þær tölur sem ég fékk voru um margt svipaðar og FME fékk þannig að það kom mér ekki á óvart. En ef lífeyrissjóðirnir eru sjálfir með aðrar tölur þarf að setjast yfir það með opnum huga.“
Viðskipti Tengdar fréttir Neytendastofa rannsakar framsetningu hjá lífeyrissjóðum Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. 11. júlí 2018 19:00 Samræma þarf uppgjörsaðferðir lífeyrissjóða til að gera ávöxtunartölur þeirra samanburðahæfar Lífeyrissjóðir nota mismunandi uppgjörsaðferðir sem gerir samanburð erfiðan og getur haft mikil áhrif á hvaða ávöxtuntölur þeirra. Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir langtímaávöxtun sjóðsins hærri en kemur fram í nýlegri skýrslu. 25. júlí 2018 19:30 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Neytendastofa rannsakar framsetningu hjá lífeyrissjóðum Neytendastofa hyggst rannsaka framsetningu á markaðsefni hjá lífeyrissjóðum sem hafa auglýst að þeir hafi fengið verðlaun fyrir að vera bestir. Nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa verið með slíkar auglýsingar eru með slaka raunávöxtun á 20 ára tímabili. 11. júlí 2018 19:00
Samræma þarf uppgjörsaðferðir lífeyrissjóða til að gera ávöxtunartölur þeirra samanburðahæfar Lífeyrissjóðir nota mismunandi uppgjörsaðferðir sem gerir samanburð erfiðan og getur haft mikil áhrif á hvaða ávöxtuntölur þeirra. Framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins segir langtímaávöxtun sjóðsins hærri en kemur fram í nýlegri skýrslu. 25. júlí 2018 19:30