Baðlón við Skíðaskálann í Hveradölum enn á borði Skipulagsstofnunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júlí 2018 19:30 Skipulagsstofnun hefur velt því fyrir sér í eitt og hálft ár hvort fyrirhugað sex milljarða króna ferðaþjónustufyrirtæki með stóru baðlóni í Hveradölum þurfi að fara í umhverfismat. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins undrast leshraða starfsmanna stofnunarinnar. Hugmyndir um baðlón við Skíðaskálann í Hveradölum eru ekki nýjar af nálinni og hefur umræða þess efnis reglulega skoðið upp kollinum.Sveitarfélagið Ölfus auglýsti breytingar á deiliskipulagi á lóð skálans í janúar á síðasta ári en þar koma fram áform eigenda félagsins Hveradalir ehf. um uppbyggingu svæðisins. Að félaginu standa ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line og Heklubyggð ehf. Áætlað var að hefja framkvæmdir hér í Hveradölum síðast liðið vor en deiliskipulag gerir ráð fyrir tvö hundruð og tíu herbergja hóteli hér í Stóra dal ásamt átta þúsund og fimm hundruð fermetra baðlóni. Framkvæmdir geta hins vegar ekki hafist þar sem skipulagsstofnun hefur ekki skilað áliti sínu. Í áliti sínu metur stofnunin hvort framkvæmdin í Hveradölum þurfi að gangast undir umhverfismat. Gögn um framkvæmdina fékk stofnunin fyrir um einu og hálfu ári síðan en ekkert bólar á niðurstöðu.Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri HVeradala ehf.Stöð 2/Björn G. Sigurðsson„Síðustu svör sem við fengum núna í vor, voru þau að það væri búið að skrifa úrskurðinn og að hann væri í yfirlestri og maðurinn er enn að lesa,“ sagði Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem vinnu að uppbyggingunni. Þær upplýsingar fengust hjá Skipulagsstofnun í dag að úrvinnsla málsins hafi reynst umfangsmeiri en gert var ráð fyrir og að von sé á niðurstöðu í fyrsta lagi eftir Verslunarmannahelgi. Töluverðar breytingar verða á svæðinu ná hugmyndirnar fram að ganga. Stóri Dalur sem stendur við hlið skíðaskálans verður nær allur undirlagður undir starfsemina. „Þetta lón verður með jarðvatni, sem er neðanjarðar vatn, þetta er ekkert líkt við vatn sem er í sundlaugum. Þetta verður svona svipað eða sambærilegt eins og er í Jarðböðunum á Mývatni. Þórir segir þó ekki ólíklegt að framkvæmdum yrði skipt upp í áfanga. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu upp á sex milljarða þá er stórt svæði undir sem spannar fimmtíu hektara. Það er hægt að skipta þessu verkefni niður. Það yrði miklu lægri tala að fara bara í lónið,“ segir Þórir. Skíðaskálinn á staðnum hefur ekki verið í rekstri undan farin ár en fyrstu merki þess að ferðaþjónusta byggist upp á þessum stað munu koma í ljós í skálanum á næstu dögum. „Það er ánægjulegt að segja frá því að við erum búnir að endurbyggja Skíðaskálann að innan og sækja um þau leyfi sem til þarf og við eigum von á því að fá hér leyfisbréfið bara í næstu viku eða þar næstu og þá verður Skíðaskálinn opnaður sem kaffihús,“ segir Þórir.Stóri Dalur í Hveradölum þar sem áformað er að byggja upp 8500 fm. baðlón og aðra ferðaþjónustutengda starfsemi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ferðamennska á Íslandi Skipulag Sundlaugar Tengdar fréttir Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur velt því fyrir sér í eitt og hálft ár hvort fyrirhugað sex milljarða króna ferðaþjónustufyrirtæki með stóru baðlóni í Hveradölum þurfi að fara í umhverfismat. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins undrast leshraða starfsmanna stofnunarinnar. Hugmyndir um baðlón við Skíðaskálann í Hveradölum eru ekki nýjar af nálinni og hefur umræða þess efnis reglulega skoðið upp kollinum.Sveitarfélagið Ölfus auglýsti breytingar á deiliskipulagi á lóð skálans í janúar á síðasta ári en þar koma fram áform eigenda félagsins Hveradalir ehf. um uppbyggingu svæðisins. Að félaginu standa ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line og Heklubyggð ehf. Áætlað var að hefja framkvæmdir hér í Hveradölum síðast liðið vor en deiliskipulag gerir ráð fyrir tvö hundruð og tíu herbergja hóteli hér í Stóra dal ásamt átta þúsund og fimm hundruð fermetra baðlóni. Framkvæmdir geta hins vegar ekki hafist þar sem skipulagsstofnun hefur ekki skilað áliti sínu. Í áliti sínu metur stofnunin hvort framkvæmdin í Hveradölum þurfi að gangast undir umhverfismat. Gögn um framkvæmdina fékk stofnunin fyrir um einu og hálfu ári síðan en ekkert bólar á niðurstöðu.Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri HVeradala ehf.Stöð 2/Björn G. Sigurðsson„Síðustu svör sem við fengum núna í vor, voru þau að það væri búið að skrifa úrskurðinn og að hann væri í yfirlestri og maðurinn er enn að lesa,“ sagði Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem vinnu að uppbyggingunni. Þær upplýsingar fengust hjá Skipulagsstofnun í dag að úrvinnsla málsins hafi reynst umfangsmeiri en gert var ráð fyrir og að von sé á niðurstöðu í fyrsta lagi eftir Verslunarmannahelgi. Töluverðar breytingar verða á svæðinu ná hugmyndirnar fram að ganga. Stóri Dalur sem stendur við hlið skíðaskálans verður nær allur undirlagður undir starfsemina. „Þetta lón verður með jarðvatni, sem er neðanjarðar vatn, þetta er ekkert líkt við vatn sem er í sundlaugum. Þetta verður svona svipað eða sambærilegt eins og er í Jarðböðunum á Mývatni. Þórir segir þó ekki ólíklegt að framkvæmdum yrði skipt upp í áfanga. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu upp á sex milljarða þá er stórt svæði undir sem spannar fimmtíu hektara. Það er hægt að skipta þessu verkefni niður. Það yrði miklu lægri tala að fara bara í lónið,“ segir Þórir. Skíðaskálinn á staðnum hefur ekki verið í rekstri undan farin ár en fyrstu merki þess að ferðaþjónusta byggist upp á þessum stað munu koma í ljós í skálanum á næstu dögum. „Það er ánægjulegt að segja frá því að við erum búnir að endurbyggja Skíðaskálann að innan og sækja um þau leyfi sem til þarf og við eigum von á því að fá hér leyfisbréfið bara í næstu viku eða þar næstu og þá verður Skíðaskálinn opnaður sem kaffihús,“ segir Þórir.Stóri Dalur í Hveradölum þar sem áformað er að byggja upp 8500 fm. baðlón og aðra ferðaþjónustutengda starfsemi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Sundlaugar Tengdar fréttir Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Fleiri fréttir Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Sjá meira
Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. 26. september 2016 07:00