
Sundlaugar og baðlón

Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga
Sundlaugagestir í Salalaug í Kópavogi voru sendir inn vegna eldingar sem laust niður við sundlaugina. Allir gestirnir eru því í innilauginni og fólk sem var á leið ofan í fékk miða sína endurgreidda.

Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík
Brunavörnum Suðurnesja barst tilkynning um eld í gömlu sundhöllinni í Keflavík.

Þegar (trans) kona fer í sund
Árið 1964 voru sett lög í Bandaríkjunum sem afléttu áralangri aðgreiningu svarts fólks á almenningsklósettum, sundstöðum og drykkjarbrunnum.

Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu
Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir frumkvæði að viðburðinum „Sinfó í sundi“. Hins vegar fer fram kjötsúpurölt í sveitarfélaginu á sama tíma og sér sveitarstjórnin sér því ekki fært að taka þátt.

Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási
Í sumar verður nýtt baðlón opnað í uppsveitum Árnsessýslu undir nafninu Laugarás lagoon. Lónið verður við brúna sem liggur yfir Hvítá við byggðina í Laugarási. Ásamt baðlóninu verður veitingastaður opnaður, sem Gísli Matthías Auðunsson fer fyrir.

Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu
Heitur pottur sem hefur staðið um áratugaskeið við heimili Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, fyrrverandi þingmanns, í Borgarbyggð fauk í óveðrinu áðan.

Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi
Starfsmenn Sundlauga Reykjavíkur skemmtu sér með stæl á nýársfögnuði sem haldinn var í Þróttaraheimilinu. Margt var um manninn og gleðin var við völd.

Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags
Vesturbæjarlaug var áfram lokuð í dag og verður ekki opnuð fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags. Lauginni var lokað tímabundið í gær vegna netbilunar sem gerði það að verkum að öryggisbúnaður virkar ekki.

Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar
Vesturbæjarlaug hefur verið lokað tímabundið þar sem öryggisbúnaður virkar ekki vegna netbilunar. Ekki liggur fyrir hvenær laugin verður opnuð á ný.

Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir
Reykjavíkurborg stefnir á að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á sánuklefum í Vesturbæjarlaug og aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Framkvæmdin felur í sér að gera endurbætur á núverandi sánuklefum og rýmum tengdum þeim. Einnig á að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða með nýrri lyftu og skábraut. Niðurrif í Vesturbæjarlaug er þegar hafið.

Takk Björgvin Njáll, eða þannig
Það er gott að fara í sund, bæði fyrir sál og líkama. Hvar sem er á Íslandi má komast í sundlaugar og íslenska sundlaugamenningin þykir einstök á heimsvísu.

Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka
Kuldakast sem er í veðurkortunum gæti haft áhrif á sundlaugarnar yfir áramótin. Veitur biðla til fólks að fara sparlega með heita vatnið á meðan það gengur yfir.

Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin
„Ég er nokkuð viss um að ef við værum gagnkynhneigt par hefði þessi maður ekki haft svona mikinn áhuga á okkur,“ segir ljósmyndarinn Sigríður Hermannsdóttir. Hún var að ljúka við nám í Ljósmyndaskólanum og hefur útskrifarverk hennar „Can I be next?“ vakið athygli. Verkið byggir á upplifun Sigríðar sem hinsegin manneskja í sundi en hún og kærasta hennar hafa þar orðið fyrir áreiti og aðkasti.

Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni
Friðrik Þór Jónsson, starfsmaður íþróttamiðstöðvar Varmahlíðar, lenti í smá óhappi í vinnunni í gærmorgun.

Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031
Ekki verður hafist handa við endurbætur á innilaug Sundhallar Reykjavíkur fyrr en í fyrsta lagi árið 2031. Upphaflega stóð til að endurbætur hæfust vorið 2023 og átti þeim að vera lokið 2025.

Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa
Landsréttur hefur staðfest dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa gengið inn í búningsklefa kvenna, gert athugasemdir um líkama nakins barns og girt niður um sig fyrir framan það.

Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal
Mýrdalshrepp var heimilt að ákveða að hafa aðeins einn sundlaugarvörð á vakt stærstan hluta ársins. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Suðurlands um að synja sveitarfélaginu um leyfi til þess.

Sánan í Vesturbæ rifin
Frá og með morgundeginum verður sánuklefanum í Vesturbæjarlaug lokað. Hann verður í kjölfarið rifinn, ásamt öðrum klefa sem hefur verið lokaður síðan í haust.

Opna sundlaugina í Grindavík á ný
Sundlaugin í Grindavík hefur verið opnuð á ný eftir að hafa verið lokuð síðasta rúma árið vegna eldsumbrota og lokunar bæjarins. Fyrsti dagur opnunarinnar var í gær.

Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum
Skortur á armböndum í Laugardalslaug veldur rekstrartruflunum. Nú er það í skoðun að selja sundlaugargestum armböndin. Forstöðumaður laugarinnar biðlar til fólks að skila þeim.

Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum
Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja samþykkti á fundi í síðustu viku að vísa til bæjarstjórnar tillögu um byggingu nýs baðlóns á Skanshöfða í Vestmannaeyjum. Byggja á lónið og hótelið ofan á hrauni sem rann úr eldgosinu í Heimaey árið 1973.

Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir
Ein glæsilegasta og hæsta vatnsrennibraut landsins verður í sundlauginni í Þorlákshöfn en Sveitarfélagið Ölfus hefur fjárfest í tveimur braut fyrir 150 milljónir króna, sem verða settar saman í eina. Stigahúsið upp í brautina verður tólf metra hátt.

Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina
Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs lét sig ekki vanta í Sundhöll Reykjavíkur þegar hún opnaði í morgun. Hann skellti sér í heita pottinn eldsnemma og var eftir ferðina tilbúinn í fundardag með leiðtogum hinna Norðurlandanna.

Ekkert bendi til þess að innrauðar sánur séu betri en venjulegar
Prófessor emeritus í lífeðlisfræði segir ekkert benda til þess að innrauðar sánur, sem njóta síaukinna vinsælda hér á landi, virki betur en hefðbundin gufuböð eða heitir pottar. Upplýsingaóreiða virðist ríkja hjá mörgum sem bjóða upp á innrauðar sánur.

Sundlaugasóðar
Til þeirra sem sjá um rekstur sundstaða

Stefna á að opna sundlaugar í Reykjavík í fyrramálið
Nesjavallavirkjun er nú aftur komin ì fulla framleiðslu en enn er verið að greina orsök bilunarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg og Kópavogi búast þau við því að geta opnað allar sundlaugar aftur í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort önnur sveitarfélög opni líka.

Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu lokað
Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna bilunar í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á nýjan leik. Þá hafa gervigrasvellir borgarinnar sem hitaðir eru með heitu vatni verið settir á lægstu stillingu.

Áfram lokuð þar sem viðgerðirnar undu upp á sig
Stóra rennibrautin í Laugardalslaug er nú lokuð þar sem unnið er að viðgerðum á rennibrautarturninum. Reiknað er með að hægt verði að opna rennibrautina á ný að tveimur vikum liðnum.

Glerbrot í lauginni
Stóra laugin í Sundlaug Seltjarnarness var lokuð í morgun afþví að glerbrot voru á botni hennar. Hún hefur þó verið opnuð á ný eftir tiltekt.

Stóra sánumálið: „Örugglega ýmislegt viðgengist sem myndi ekki viðgangast í öðrum klefum“
Gestum Vesturbæjarlaugar gremst mörgum að kynjaskiptir sánuklefar heyri nú sögunni til í lauginni. Forstöðumaður segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að loka karlasánunni, sem var orðin fúin og ógeðsleg. Þá stemmi kynjasameiningin vonandi stigu við óviðeigandi hegðun sem hafi verið erfitt að uppræta.