Innlent

Skellt í lás í sund­laugum borgarinnar vegna veðurs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Laugardalslaugin skartar sínu fegursta á snjóþungum degi í Reykjavík.
Laugardalslaugin skartar sínu fegursta á snjóþungum degi í Reykjavík. Sundlaugar Reykjavíkur

Sundlaugum Reykjavíkur var lokað klukkan tvö í dag vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar sökum mikillar snjókomu og skafrennings á höfuðborgarsvæðinu. Þær verða opnaðar aftur í fyrramálið venju samkvæmt.

Lögregla hefur biðlað til fólks sem hefur tök á því að vera komið heim til sín klukkan þrjú þegar viðbúið er að veður versni mjög.

Söfnum, Ylströnd og Fjölskyldu og húsdýragarði var lokað klukkan hálf tvö til að gefa starfsfólki og gestum færi á að koma sér heim í tíma. Þá var afgreiðslu þjónustuvers borgarinnar í Borgartúni lokað klukkan tvö. 

Áfram verður hægt að hafa samband í síma 411-111, í gegnum netspjall og ábendingavefinn




Fleiri fréttir

Sjá meira


×