Minni framleiðsla og fækkun afurðastöðva meðal tillagna Sighvatur Arnmundsson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Formaður Landssambands sauðfjárbænda hefði viljað sjá meira afgerandi tillögur í úttekt KPMG. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta sýnir að það eru möguleikar til hagræðingar. Það er ljóst miðað við þær kannanir sem hafa verið gerðar meðal bænda að það er vilji hjá þeim til að skoða breytingar,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic lamb, um nýútkomna úttekt KPMG á afurðastöðvum. Sú ályktun er dregin í úttektinni að arðsemi í virðiskeðju sauðfjárbænda, það er „frá bónda til búðar“, sé óásættanleg. Bent er á að framleiðsla á kindakjöti hafi vaxið umfram innlenda neyslu undanfarin ár. Útflutningur á umframframleiðslunni hafi aukist en við núverandi aðstæður sé framleiðslukostnaður hærri en heimsmarkaðsverð og meðal útflutningsverð. Svavar segir sum útflutningsverkefni ganga vel en önnur ekki. „Gengi krónunnar hefur haft áhrif. Það er samt þannig að ef ekki á að draga mikið saman í sauðfjárrækt, verður að vera hægt að flytja út þá hluta af lambinu sem ekki seljast hér.“ Hann segir vilja hjá bændum að skoða stofnun sameiginlegs útflutningsfyrirtækis. „Svo höfum við náð árangri í markaðssetningu fyrir ferðamenn. Neysla þeirra er að aukast.“ Meðal leiða sem nefndar eru í hagræðingarskyni er fækkun afurðastöðva og að kannaðir verði kostir þess að minnka framleiðsluna þar til jafnvægi næst milli framboðs og innlendrar eftirspurnar.Svavar Halldórsson,framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic lamb.Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að þótt gagnlegar upplýsingar sé að finna í umræddri úttekt, hefði hún viljað sjá meira afgerandi niðurstöður og tillögur. „Það þarf að skoða allt verðmyndunarferlið, frá bónda til neytanda.“ Hún segir að tillögurnar þurfi að skoða vel og hagræða þurfi alls staðar þar sem hægt er. „Við höfum lagt á það áherslu að það geti verið skynsamlegt að draga úr framleiðslunni. En það þarf líka að efla afurðastöðvarnar. Það blasa við möguleikar en það þarf að hugsa þetta með tilliti til hagsmuna bænda og neytenda.“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, tekur undir það að fækka megi afurðastöðvum, þó þannig að eðlileg samkeppni verði tryggð. „Framleiðslan er of mikil. Það þarf að draga úr henni þannig að við séum að framleiða fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað. Þótt einhver útflutningur sé eðlilegur verður áhættan sem honum fylgir að vera á ábyrgð framleiðenda sjálfra.“ Hún segist hafa efasemdir um að skynsamlegt sé að halda áfram að framleiða í stórtækum mæli fyrir erlenda markaði. „Það ætti að vera næg áskorun að halda í heimamarkaðinn og fá ferðamenn til að borða meira af okkar innlendu framleiðslu.“ Endurskoðun á samningi um starfsskilyrði í sauðfjárrækt stendur yfir og er gert ráð fyrir að úttekt KPMG verði innlegg í þá vinnu. Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Sala lambakjöts jókst um 3,5 prósent 10.619 tonn voru framleidd af lamba- og kindakjöti í fyrra. Þar af var dilkakjöt um 9.200 tonn og ærkjöt um 1.200 tonn. 29. janúar 2018 07:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira
„Þetta sýnir að það eru möguleikar til hagræðingar. Það er ljóst miðað við þær kannanir sem hafa verið gerðar meðal bænda að það er vilji hjá þeim til að skoða breytingar,“ segir Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic lamb, um nýútkomna úttekt KPMG á afurðastöðvum. Sú ályktun er dregin í úttektinni að arðsemi í virðiskeðju sauðfjárbænda, það er „frá bónda til búðar“, sé óásættanleg. Bent er á að framleiðsla á kindakjöti hafi vaxið umfram innlenda neyslu undanfarin ár. Útflutningur á umframframleiðslunni hafi aukist en við núverandi aðstæður sé framleiðslukostnaður hærri en heimsmarkaðsverð og meðal útflutningsverð. Svavar segir sum útflutningsverkefni ganga vel en önnur ekki. „Gengi krónunnar hefur haft áhrif. Það er samt þannig að ef ekki á að draga mikið saman í sauðfjárrækt, verður að vera hægt að flytja út þá hluta af lambinu sem ekki seljast hér.“ Hann segir vilja hjá bændum að skoða stofnun sameiginlegs útflutningsfyrirtækis. „Svo höfum við náð árangri í markaðssetningu fyrir ferðamenn. Neysla þeirra er að aukast.“ Meðal leiða sem nefndar eru í hagræðingarskyni er fækkun afurðastöðva og að kannaðir verði kostir þess að minnka framleiðsluna þar til jafnvægi næst milli framboðs og innlendrar eftirspurnar.Svavar Halldórsson,framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Icelandic lamb.Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, segir að þótt gagnlegar upplýsingar sé að finna í umræddri úttekt, hefði hún viljað sjá meira afgerandi niðurstöður og tillögur. „Það þarf að skoða allt verðmyndunarferlið, frá bónda til neytanda.“ Hún segir að tillögurnar þurfi að skoða vel og hagræða þurfi alls staðar þar sem hægt er. „Við höfum lagt á það áherslu að það geti verið skynsamlegt að draga úr framleiðslunni. En það þarf líka að efla afurðastöðvarnar. Það blasa við möguleikar en það þarf að hugsa þetta með tilliti til hagsmuna bænda og neytenda.“ Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, tekur undir það að fækka megi afurðastöðvum, þó þannig að eðlileg samkeppni verði tryggð. „Framleiðslan er of mikil. Það þarf að draga úr henni þannig að við séum að framleiða fyrst og fremst fyrir innanlandsmarkað. Þótt einhver útflutningur sé eðlilegur verður áhættan sem honum fylgir að vera á ábyrgð framleiðenda sjálfra.“ Hún segist hafa efasemdir um að skynsamlegt sé að halda áfram að framleiða í stórtækum mæli fyrir erlenda markaði. „Það ætti að vera næg áskorun að halda í heimamarkaðinn og fá ferðamenn til að borða meira af okkar innlendu framleiðslu.“ Endurskoðun á samningi um starfsskilyrði í sauðfjárrækt stendur yfir og er gert ráð fyrir að úttekt KPMG verði innlegg í þá vinnu.
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Sala lambakjöts jókst um 3,5 prósent 10.619 tonn voru framleidd af lamba- og kindakjöti í fyrra. Þar af var dilkakjöt um 9.200 tonn og ærkjöt um 1.200 tonn. 29. janúar 2018 07:00 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Sjá meira
Sala lambakjöts jókst um 3,5 prósent 10.619 tonn voru framleidd af lamba- og kindakjöti í fyrra. Þar af var dilkakjöt um 9.200 tonn og ærkjöt um 1.200 tonn. 29. janúar 2018 07:00