Sæmi Rokk fór í Þjóðskrá í dag: "Nú heiti ég þetta bara“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 26. júlí 2018 20:00 Sæmi Rokk Pálsson, áður Sæmundur Pálsson, varð í dag fyrstur Íslendinga til að fá músíkalskt millinafn sitt skráð í Þjóðskrá. Sæmi segir breytinguna hafa legið beint við, enda hafi hann nánast aldrei verið kallaður annað. Rætt er við Sæma í Morgunblaðinu í dag og sagt frá jákvæðri niðurstöðu Mannanafnanefndar sem barst honum í bréfi á dögunum. „Árið 2014 var Sæmi samþykkt og hitt braut ekki í bága við neinar reglur sem þeir fara eftir, svo nú heiti ég þetta bara, Sæmi Rokk.“Nafnið varð til í dansinum Sæmi, sem er fæddur 1936, segir nafnið hafa byrjað að festast þegar hann var á tvítugsaldri og keppti í dansi af miklum móð, en hann hefur alla tíð verið mikill dansari. „Það ætti að kenna frekar dans í skólum frekar en leikfimi, bókstaflega talað, þá þyrftu menn ekki að drekka í sig kjark til að dansa við þessar fallegu stúlkur,“ segir Sæmi. Hann hefur komið víða við í gegnum árin og m.a. starfað sem byggingameistari, lögreglumaður og lífvörður auk þess sem hann var náinn vinur Bobby Fischers heitins. Hann segir að hvar sem hann kom og starfaði hafi hann aldrei verið kallaður annað en Sæmi Rokk. „Það voru margir þekktir borgarar sem sögðu að ég ætti bara að taka þetta nafn, menn hafa tekið lélegri nöfn. Svo kom Rocky, ekki eyðilagði hann fyrir nafninu, Sylvester Stallone,“ segir Sæmi. Dr. Gunni tók á móti skráningunni Og eftir jákvætt svar mannanafnanefndar var ekki annað að gera en að staðfesta skráninguna hjá Þjóðskrá. Þar tók á móti Sæma Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. „Núna kannski kemur svona holskefla, það eru náttúrulega margir sem hafa verið kallaðir rokk og pönk og diskó. Það kannski fyllist allt af einhverju fólki sem vill heita þessu,“ segir Gunnar.Doktor, það hefur aldrei komið til skoðunar?„Tja, ég læt það bara vera svona óformlegt, það nægir mér.“ En á Sæmi von á að annar hver Íslendingur vilji nú heita rokk? „Ég hef verið spurður að því hvort krakkarnir ætli að taka þetta. Ég á ekki von á því neitt, en það væri allt í lagi. Að vera af Rokk ættinni,“ segir Sæmi að lokum. Mannanöfn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Sæmi Rokk Pálsson, áður Sæmundur Pálsson, varð í dag fyrstur Íslendinga til að fá músíkalskt millinafn sitt skráð í Þjóðskrá. Sæmi segir breytinguna hafa legið beint við, enda hafi hann nánast aldrei verið kallaður annað. Rætt er við Sæma í Morgunblaðinu í dag og sagt frá jákvæðri niðurstöðu Mannanafnanefndar sem barst honum í bréfi á dögunum. „Árið 2014 var Sæmi samþykkt og hitt braut ekki í bága við neinar reglur sem þeir fara eftir, svo nú heiti ég þetta bara, Sæmi Rokk.“Nafnið varð til í dansinum Sæmi, sem er fæddur 1936, segir nafnið hafa byrjað að festast þegar hann var á tvítugsaldri og keppti í dansi af miklum móð, en hann hefur alla tíð verið mikill dansari. „Það ætti að kenna frekar dans í skólum frekar en leikfimi, bókstaflega talað, þá þyrftu menn ekki að drekka í sig kjark til að dansa við þessar fallegu stúlkur,“ segir Sæmi. Hann hefur komið víða við í gegnum árin og m.a. starfað sem byggingameistari, lögreglumaður og lífvörður auk þess sem hann var náinn vinur Bobby Fischers heitins. Hann segir að hvar sem hann kom og starfaði hafi hann aldrei verið kallaður annað en Sæmi Rokk. „Það voru margir þekktir borgarar sem sögðu að ég ætti bara að taka þetta nafn, menn hafa tekið lélegri nöfn. Svo kom Rocky, ekki eyðilagði hann fyrir nafninu, Sylvester Stallone,“ segir Sæmi. Dr. Gunni tók á móti skráningunni Og eftir jákvætt svar mannanafnanefndar var ekki annað að gera en að staðfesta skráninguna hjá Þjóðskrá. Þar tók á móti Sæma Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. „Núna kannski kemur svona holskefla, það eru náttúrulega margir sem hafa verið kallaðir rokk og pönk og diskó. Það kannski fyllist allt af einhverju fólki sem vill heita þessu,“ segir Gunnar.Doktor, það hefur aldrei komið til skoðunar?„Tja, ég læt það bara vera svona óformlegt, það nægir mér.“ En á Sæmi von á að annar hver Íslendingur vilji nú heita rokk? „Ég hef verið spurður að því hvort krakkarnir ætli að taka þetta. Ég á ekki von á því neitt, en það væri allt í lagi. Að vera af Rokk ættinni,“ segir Sæmi að lokum.
Mannanöfn Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira