Femínískt framtak gegn loftslagsbreytingum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2018 11:11 Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands og fyrrverandi framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna hafði frumkvæðið að stofnun samtakanna Mothers of Invention. Vísir/getty Konur um allan heim, sem eru í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, hafa tekið sig saman að frumkvæði fyrrverandi forseta Írlands, Mary Robinson, og ætla að starfa saman til að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum. Framtakið nefnist „Mothers of Invention“ og miðar að því að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum í krafti alþjóðlegrar hreyfingar kvenna. The Guardian greinir frá þessu. Konurnar hafa ákveðið að baráttan verði að einkennast af bjartsýnu viðhorfi. Þær segja að femínískar lausnir séu best til þess fallnar að kljást við vandamál sem hljótast af hnattrænni hlýnun og þá horfa þær ekki síst til fátækra heimshluta. Fyrsta verkefnið er hlaðvarp um loftslagsmál en fyrsti þátturinn er þegar kominn í loftið. Í þáttunum er ætlunin sú að varpa ljósi á grasrótarstarf sem unnið er í þágu umhverfisins. Þá verða ræddar leiðir fyrir ríki, sem hafa skuldbundið sig Parísarsamkomulaginu, til að ná settum markmiðum. Þá miðlar fólk í vísindum og stjórnmálum af reynslu sinni í þáttunum. „Loftslagsbreytingar eru manngert vandamál sem krefst femínískra lausna,“ segir Mary Robinson sem hefur verið forvígismaður í loftslagsbaráttunni um langt skeið. Fyrir 15 árum stofnaði hún góðgerðasamtökin „Mary Robinson Foundation – Climate Justice“. Mary Robinson er einnig fyrrverandi framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þá er Robinson stofnmeðlimur áhrifahóps fyrrum þjóðarleiðtoga og áhrifafólks sem kalla sig öldungahópinn eða „The elders“. Öldungahópurinn hefur talsvert látið sig varða málefni á borð við loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulagið. „Loftslagsbreytingar eru ekki kynhlutlausar, þær hafa mun meiri áhrif á konur. Þetta snýst kannski ekki bara um loftslagsbreytingar heldur líka réttlæti.“Grínistinn Mary Higgins vonast til þess að ljá umræðunni loftslagsmál annan blæ með sinni aðkomu.vísir/gettyRobinson hefur fengið til liðs við sig írska grínistann Maeve Higgins til að taka á þessu grafalvarlega máli. Higgins segir að það sé dómsdagsbragur og drungi yfir öllu tali um loftslagsvána en þær hyggist hafa loftslagsspjallið sitt með öðrum hætti. „Þetta er hannað fyrir fólk, alveg eins og mig sjálfa, sem líður eins og það sé fast. Það veit fullvel að það þarf að grípa til aðgerða en það er algjörlega lamað af örvæntingu og uppgjöf. Hið kapítalíska feðraveldi mun ekki leysa þessi vandamál. Við þurfum að láta til okkar taka,“ segir Higgins. Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Konur um allan heim, sem eru í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, hafa tekið sig saman að frumkvæði fyrrverandi forseta Írlands, Mary Robinson, og ætla að starfa saman til að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum. Framtakið nefnist „Mothers of Invention“ og miðar að því að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum í krafti alþjóðlegrar hreyfingar kvenna. The Guardian greinir frá þessu. Konurnar hafa ákveðið að baráttan verði að einkennast af bjartsýnu viðhorfi. Þær segja að femínískar lausnir séu best til þess fallnar að kljást við vandamál sem hljótast af hnattrænni hlýnun og þá horfa þær ekki síst til fátækra heimshluta. Fyrsta verkefnið er hlaðvarp um loftslagsmál en fyrsti þátturinn er þegar kominn í loftið. Í þáttunum er ætlunin sú að varpa ljósi á grasrótarstarf sem unnið er í þágu umhverfisins. Þá verða ræddar leiðir fyrir ríki, sem hafa skuldbundið sig Parísarsamkomulaginu, til að ná settum markmiðum. Þá miðlar fólk í vísindum og stjórnmálum af reynslu sinni í þáttunum. „Loftslagsbreytingar eru manngert vandamál sem krefst femínískra lausna,“ segir Mary Robinson sem hefur verið forvígismaður í loftslagsbaráttunni um langt skeið. Fyrir 15 árum stofnaði hún góðgerðasamtökin „Mary Robinson Foundation – Climate Justice“. Mary Robinson er einnig fyrrverandi framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þá er Robinson stofnmeðlimur áhrifahóps fyrrum þjóðarleiðtoga og áhrifafólks sem kalla sig öldungahópinn eða „The elders“. Öldungahópurinn hefur talsvert látið sig varða málefni á borð við loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulagið. „Loftslagsbreytingar eru ekki kynhlutlausar, þær hafa mun meiri áhrif á konur. Þetta snýst kannski ekki bara um loftslagsbreytingar heldur líka réttlæti.“Grínistinn Mary Higgins vonast til þess að ljá umræðunni loftslagsmál annan blæ með sinni aðkomu.vísir/gettyRobinson hefur fengið til liðs við sig írska grínistann Maeve Higgins til að taka á þessu grafalvarlega máli. Higgins segir að það sé dómsdagsbragur og drungi yfir öllu tali um loftslagsvána en þær hyggist hafa loftslagsspjallið sitt með öðrum hætti. „Þetta er hannað fyrir fólk, alveg eins og mig sjálfa, sem líður eins og það sé fast. Það veit fullvel að það þarf að grípa til aðgerða en það er algjörlega lamað af örvæntingu og uppgjöf. Hið kapítalíska feðraveldi mun ekki leysa þessi vandamál. Við þurfum að láta til okkar taka,“ segir Higgins.
Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri fréttir Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira